Menning

Örlátur á eigin verk

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
 Mér finnst eignarhald á menningu ekkert sniðugt,“ segir Bragi Páll.
Mér finnst eignarhald á menningu ekkert sniðugt,“ segir Bragi Páll. Fréttablaðið/Anton
„Ég vil að fólk geti nálgast ljóðin mín óhindrað,“ segir ljóðskáldið Bragi Páll Sigurðarson sem hefur ákveðið að gefa pdf á netinu af ljóðabókum sínum, Fullkominni ljóðabók og Holdi.

 

Þær komu út fyrir jólin 2012 og 2013 og sú fyrrnefnda olli talsverðu umtali vegna umdeilds ljóðs um Davíð Oddsson.

Bækurnar eru báðar uppseldar í bókabúðum og bara nokkur eintök til hjá söfnum.

„Það virðist vera áhugi fyrir bókunum en það stendur ekki til að prenta þær aftur,“ segir Bragi Páll, sem kveðst hafa verið að senda fólki bækurnar í netpósti en það sé alltof mikil vinna.

„Ég set þær þannig upp að þær verði til niðurhals til frambúðar. Ljóð eru nógu lítið lesin þótt maður sé ekki að flækja aðgengi að þeim fyrir fólki. Nú getur fólk fengið sér eins margar bækur og það vill.“



Bragi Páll kveðst hafa þá sýn að eftir að hann sé búinn að gefa eitthvað út séu verkin ekki lengur hans eign. Fólki sé jafnvel frjálst að breyta ljóðunum og gera við þau það sem það vill.

„Mér finnst eignarhald á menningu ekkert sniðugt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.