Menning

Myndasögur Bjarna á sýningu Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Úr sögunni af blúsuðu síðpönksveitinni Síðasta geispanum.
Úr sögunni af blúsuðu síðpönksveitinni Síðasta geispanum.
Grafíska skáldsagan Skugginn af sjálfum mér eftir Bjarna Hinriksson er meðal efnis á sýningu sem opnuð verður á morgun í aðalsafni Borgarbókasafns við Tryggvagötu.

Þar segir af tilvistarhremmingum myndasöguhöfundarins Kolbeins Hálfdánssonar og sögunni er raðað þar upp sem einu verki á vegg.



Sagan af herra Krafft og herra Terrmitik er vegamyndasaga í geimnum. Hún hefst sem leitin að lélegasta fimmaurabrandara Vetrarbrautarinnar og endar – tja, aldrei?

Þetta eru dæmi af verkum Bjarna frá síðustu tveimur árum.

Bjarni lærði myndasögugerð í Frakklandi og eftir að námi lauk hefur hann unnið sem fréttagrafíker hjá RÚV og kennt við Myndlistaskólann í Reykjavík auk þess að sinna myndasögugerð.

Hann er einn af stofnendum Gisp!-hópsins sem gefið hefur út samnefnt myndasögublað síðan 1990.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.