Menning

Heimsókn í Vesturbæ

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Við Hringbraut Verkamannabústaðirnir voru byggðir á 4. áratug síðustu aldar.
Við Hringbraut Verkamannabústaðirnir voru byggðir á 4. áratug síðustu aldar. Mynd/Sigurhans E Vignir
Verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru í aðalhlutverki í kvöldgöngu Borgarsögusafns Reykjavíkur í kvöld klukkan 20.

Saga bústaðanna verður rakin í göngunni og litið þangað í heimsókn þar sem Kristín Róbertsdóttir tekur á móti hópnum fyrir hönd Húsfélags alþýðu.

Lagt er upp í gönguna frá Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, og er gert ráð fyrir að hún taki um 90 mínútur.

Leiðsögumenn eru Drífa Kristín Þrastardóttir, Helga Maureen Gylfadóttir og Kristín Róbertsdóttir.



Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.