Menning

Verð að skella á skeið

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Þetta er kokteill,“ segir Ingunn um myndirnar sem hún er með á leiðinni upp í Biskupstungur.
"Þetta er kokteill,“ segir Ingunn um myndirnar sem hún er með á leiðinni upp í Biskupstungur. Fréttablaðið/GVA
„Ég er að láta ramma inn. Maður tekur kipp þegar svona mikið stendur til.

Þetta er voða huggulegur staður og heilmikið pláss. Ég verð að skella á skeið og sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Ingunn Jensdóttir kampakát um málverkasýninguna sem hún ætlar að opna á morgun í Café Mika í Reykholti í Biskupstungum.



Hún er með silkimyndir, vatnslitamyndir, akríl- og olíumálverk kringum sig.



„Þetta er kokteill,“ segir hún.



„Ég var mikið í vatnslitunum og málaði úti á landi en í sumar hef ég lítið farið og vatnslitir þola ekki rigninguna.“

Ingunn sýndi oft í Eden í Hveragerði. Hún hefur leikstýrt tugum leiksýninga og syngur í Óperukór Hafnarfjarðar auk þess að stunda nám í Myndlistarskóla Kópavogs. Svo hefur golfáhugi gripið hana.

„Golfið er draumur. Það heldur heilsunni svo vel við. Ég sló fyrstu kúluna á sjötugsafmælinu, er 73 núna og hef aldrei verið sprækari.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.