Landbúnaðarpólitík í hakki Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Ein af forsendum íslenzkrar landbúnaðarpólitíkur eins og hún hefur verið útfærð undanfarna áratugi er að Ísland sé, eigi að vera og verði um fyrirsjáanlega framtíð sjálfu sér nógt um þær landbúnaðarvörur sem á annað borð eru framleiddar í landinu. Stjórnvöld hafa litið á innflutning á kjöti og mjólkurvörum sem óþarfa sem hefur verið þröngvað upp á okkur með alþjóðlegum samningum. Sá innflutningur hefur verið gerður eins dýr og óhagkvæmur og hægt er, með tollum og uppboðum á tollkvóta, þannig að hann veiti innlendri framleiðslu enga raunverulega samkeppni. Ein meginrökin fyrir þessari stefnu er að hér þurfi að tryggja fæðuöryggi. Nú er farið að braka dálítið hátt í þessari meginforsendu tollverndarinnar. Undanfarin misseri hafa komið upp ýmis dæmi um að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Fyrir jól þurfti til dæmis að flytja inn smjör í stórum stíl og innlend kjötframleiðsla er líka langt frá því að anna markaðnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fréttir af stórauknum innflutningi á kjötvörum. Þannig tífaldaðist innflutningur nautakjöts fyrstu sex mánuði þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Í blaðinu í dag kemur fram að ef þróunin verður svipuð seinni hluta árs megi gera ráð fyrir að innflutningur á nautakjöti nemi um fimmtungi af markaðnum. Sambærilegt hlutfall fyrir svínakjöt er sjö prósent og fyrir alifuglakjöt ellefu prósent. Það er eingöngu í lambakjöti sem innlend kjötframleiðsla annar eftirspurn. Kerfið bregzt hins vegar þannig við að tollverndinni er áfram viðhaldið, jafnvel þótt skortur sé á innlendu vörunni. Í tilviki nautakjötsins að minnsta kosti leiðir það til hærra verðs til neytenda. Verðið á innlendu framleiðslunni hækkar vegna þess að framboðið er ekki nóg og svo stillir atvinnuvegaráðuneytið tollana þannig af að innflutningurinn sé heldur dýrari en innlenda framleiðslan. Undanfarna átján mánuði hefur nautahakk til dæmis hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu. Þetta er hæpin pólitík, því að það er vafasamt að innlendir framleiðendur anni eftirspurn á næstunni. Sala á nautakjöti hefur stóraukizt, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna, og bændur setja kvígur fremur á til mjólkurframleiðslu en til að framleiða kjöt. Í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum útskýrðu forsvarsmenn Landssambands kúabænda að loks hefðu stjórnvöld fengizt til að liðka fyrir innflutningi erfðaefnis til að kynbæta holdanautastofna og stuðla að hagkvæmari holdanautabúskap. Í blaðinu í fyrradag kom fram að frumvarp þess efnis væri væntanlegt í haust. Sem er gott, en mun þó ekki skila neinum árangri fyrr en eftir einhver ár. Á meðan mun vanta innlent kjöt. Ætla stjórnvöld að hafa verndartolla á innflutningnum allan þann tíma? Það er rétt sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bylgjufréttum í gær, að þegar íslenzk vara annar ekki eftirspurn eigi ekki að beita verndartollum á innflutning. Það er líka rétt hjá henni að það þarf að endurskoða landbúnaðarpólitíkina eins og hún leggur sig; hún virkar svo augljóslega ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ein af forsendum íslenzkrar landbúnaðarpólitíkur eins og hún hefur verið útfærð undanfarna áratugi er að Ísland sé, eigi að vera og verði um fyrirsjáanlega framtíð sjálfu sér nógt um þær landbúnaðarvörur sem á annað borð eru framleiddar í landinu. Stjórnvöld hafa litið á innflutning á kjöti og mjólkurvörum sem óþarfa sem hefur verið þröngvað upp á okkur með alþjóðlegum samningum. Sá innflutningur hefur verið gerður eins dýr og óhagkvæmur og hægt er, með tollum og uppboðum á tollkvóta, þannig að hann veiti innlendri framleiðslu enga raunverulega samkeppni. Ein meginrökin fyrir þessari stefnu er að hér þurfi að tryggja fæðuöryggi. Nú er farið að braka dálítið hátt í þessari meginforsendu tollverndarinnar. Undanfarin misseri hafa komið upp ýmis dæmi um að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Fyrir jól þurfti til dæmis að flytja inn smjör í stórum stíl og innlend kjötframleiðsla er líka langt frá því að anna markaðnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fréttir af stórauknum innflutningi á kjötvörum. Þannig tífaldaðist innflutningur nautakjöts fyrstu sex mánuði þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Í blaðinu í dag kemur fram að ef þróunin verður svipuð seinni hluta árs megi gera ráð fyrir að innflutningur á nautakjöti nemi um fimmtungi af markaðnum. Sambærilegt hlutfall fyrir svínakjöt er sjö prósent og fyrir alifuglakjöt ellefu prósent. Það er eingöngu í lambakjöti sem innlend kjötframleiðsla annar eftirspurn. Kerfið bregzt hins vegar þannig við að tollverndinni er áfram viðhaldið, jafnvel þótt skortur sé á innlendu vörunni. Í tilviki nautakjötsins að minnsta kosti leiðir það til hærra verðs til neytenda. Verðið á innlendu framleiðslunni hækkar vegna þess að framboðið er ekki nóg og svo stillir atvinnuvegaráðuneytið tollana þannig af að innflutningurinn sé heldur dýrari en innlenda framleiðslan. Undanfarna átján mánuði hefur nautahakk til dæmis hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu. Þetta er hæpin pólitík, því að það er vafasamt að innlendir framleiðendur anni eftirspurn á næstunni. Sala á nautakjöti hefur stóraukizt, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna, og bændur setja kvígur fremur á til mjólkurframleiðslu en til að framleiða kjöt. Í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum útskýrðu forsvarsmenn Landssambands kúabænda að loks hefðu stjórnvöld fengizt til að liðka fyrir innflutningi erfðaefnis til að kynbæta holdanautastofna og stuðla að hagkvæmari holdanautabúskap. Í blaðinu í fyrradag kom fram að frumvarp þess efnis væri væntanlegt í haust. Sem er gott, en mun þó ekki skila neinum árangri fyrr en eftir einhver ár. Á meðan mun vanta innlent kjöt. Ætla stjórnvöld að hafa verndartolla á innflutningnum allan þann tíma? Það er rétt sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bylgjufréttum í gær, að þegar íslenzk vara annar ekki eftirspurn eigi ekki að beita verndartollum á innflutning. Það er líka rétt hjá henni að það þarf að endurskoða landbúnaðarpólitíkina eins og hún leggur sig; hún virkar svo augljóslega ekki.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun