Menning

Fetar nýjar slóðir

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Stefán Máni fékk Blóðdropann,  bókmenntaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, í þriðja sinn í ár fyrir skáldsögu sína Grimmd.
Stefán Máni fékk Blóðdropann, bókmenntaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, í þriðja sinn í ár fyrir skáldsögu sína Grimmd. vísir/valli
Stefán Máni rithöfundur skilaði handriti að nýrri skáldsögu til útgefanda fyrir helgi.

Bókin, sem er væntanleg fyrir jól, verður fyrsta bók Stefáns Mána sem kemur út undir merkjum Sagna útgáfu, en áður var Stefán Máni hjá Forlaginu.

Stefán Máni segist vera að feta nýjar slóðir í nýju bókinni. „Þetta er ekki hefðbundin glæpasaga heldur spennandi saga um fjölskyldur, leyndarmál og lygar. Bók sem ég er mjög montinn af og hlakka til að gefa út.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.