Fengu verðlaun fyrir framúrskarandi söng Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 13:00 "Við erum hress hópur, glaður og samstilltur,“ segir Helena Marta sem hér er lengst til hægri. „Þetta er heljarinnar prógramm, fullt af erfiðum og flottum lögum,“ segir Helena Marta Stefánsdóttir, einn félaga í Melodiu, kammerkór Áskirkju, um dagskrá tónleika í Háteigskirkju annað kvöld, þriðjudagskvöld. Þar verða flutt lög sem Melodia söng í nýafstaðinni Bela Bartók-kórakeppni í Ungverjalandi og hlaut 2. verðlaun fyrir ásamt tékkneskum kór. Báðir náðu kórarnir þeim stigafjölda sem þarf til að hreppa 1. verðlaun en samkvæmt reglum keppninnar er ekki mögulegt að deila fyrsta sæti og var því sleppt. „Það var mikil ánægja með okkur,“ segir Helena Marta. „Melodia var einn af fimm kórum af fjórtán sem var valinn til að syngja í Grand Prix-hluta keppninnar, það var í raun undankeppni fyrir stóra Grand Prix-keppni á næsta ári.“ Ekki nóg með þessa upphefð heldur fékk Melodia, einn kóra, sérstaka viðurkenningu fyrir flutning á verki sömdu eftir 2009. „Stefnan í keppninni er sú að taka einungis fyrir lög sem samin eru eftir dánardægur Bela Bartók árið 1945, sem þýðir að efnið var að mestu eftir núlifandi tónskáld,“ lýsir Helena Marta. „Við tókum íslensk lög. Svo þurftum við að syngja skyldustykki á ungversku, það gekk ágætlega enda höfum við æft okkur frá áramótum.“ Melodia er sextán manna kór og honum stjórnar Magnús Ragnarsson. Helena segir kórinn hafa verið þann fámennasta í keppninni úti. „En við erum hress hópur, glaður og samstilltur og þessi ferð var ótrúlega skemmtileg upplifun.“ Hinum glæsilega árangri ætlar Melodia að fylgja eftir með tónleikunum í Háteigskirkju annað kvöld sem verða þeir einu af þessu tilefni. Þeir hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.500 krónur. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er heljarinnar prógramm, fullt af erfiðum og flottum lögum,“ segir Helena Marta Stefánsdóttir, einn félaga í Melodiu, kammerkór Áskirkju, um dagskrá tónleika í Háteigskirkju annað kvöld, þriðjudagskvöld. Þar verða flutt lög sem Melodia söng í nýafstaðinni Bela Bartók-kórakeppni í Ungverjalandi og hlaut 2. verðlaun fyrir ásamt tékkneskum kór. Báðir náðu kórarnir þeim stigafjölda sem þarf til að hreppa 1. verðlaun en samkvæmt reglum keppninnar er ekki mögulegt að deila fyrsta sæti og var því sleppt. „Það var mikil ánægja með okkur,“ segir Helena Marta. „Melodia var einn af fimm kórum af fjórtán sem var valinn til að syngja í Grand Prix-hluta keppninnar, það var í raun undankeppni fyrir stóra Grand Prix-keppni á næsta ári.“ Ekki nóg með þessa upphefð heldur fékk Melodia, einn kóra, sérstaka viðurkenningu fyrir flutning á verki sömdu eftir 2009. „Stefnan í keppninni er sú að taka einungis fyrir lög sem samin eru eftir dánardægur Bela Bartók árið 1945, sem þýðir að efnið var að mestu eftir núlifandi tónskáld,“ lýsir Helena Marta. „Við tókum íslensk lög. Svo þurftum við að syngja skyldustykki á ungversku, það gekk ágætlega enda höfum við æft okkur frá áramótum.“ Melodia er sextán manna kór og honum stjórnar Magnús Ragnarsson. Helena segir kórinn hafa verið þann fámennasta í keppninni úti. „En við erum hress hópur, glaður og samstilltur og þessi ferð var ótrúlega skemmtileg upplifun.“ Hinum glæsilega árangri ætlar Melodia að fylgja eftir með tónleikunum í Háteigskirkju annað kvöld sem verða þeir einu af þessu tilefni. Þeir hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira