Vegum lokað á hálendinu af ótta við eldgos Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Vísindaráð Almannavarna hefur komið reglulega saman um helgina til þess að fara yfir stöðuna. Flogið var að skjálftasvæðinu í gær til að setja þar niður mælitæki til þess að hægt væri að gera ítarlegri mælingar. Vísir/Baldur Hrafnkell Veðurstofa Íslands telur líkur á gosi í Bárðarbungu í Vatnajökli, eða þar í grennd, á næstunni. Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu. Flogið var með jarðskjálftamæla upp á jökul í gær sem sendir Veðurstofunni gögn í rauntíma og grannt er fylgst með vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum, við Upptyppinga. Auk þess er fylgst með svæðinu í gegnum vefmyndavél. GPS-mælingar á jöklinum sýndu rúmmálsbreytingar í gær. „Við teljum að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofunnar. Flestir skjálftarnir í jöklinum í gær mældust í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu, og Kristín segir það benda til þess kvika sé að brjóta sér leið upp á tveimur stöðum. Afleiðingar goss á þessum slóðum fara eftir því hvar gosið verður. „Ef gýs þar sem jökullinn er þykkastur, í öskjunni sjálfri, þar sem þykkt jökulsins er um 800 metrar gæti orðið mikið öskugos og mikið vatn myndi leysast úr læðingi,“ segir Kristín og útskýrir að þegar goskvika kemst í snertingu við vatn, tætist hún í sundur og verði að ösku. Kristín segir að gjósi þar sem þykkt jökulsins er um hundrað metrar yrðu afleiðingar allt aðrar og minni. „Það gæti líka gosið utan við jökulinn á Dyngjuhálsi. Ef gysi þar værum við að horfa upp á gos svipað því sem var á Fimmvörðuhálsi eða í Kröflu,“ segir Kristín og bætir við að ef gysi utan jökulsins yrði það nokkuð hefðbundið gos á sprungu, hraun myndi renna frá henni en það yrði ekki öskugos eins og gerist þegar gýs undir jökli. Ef að gýs undir jökli, getur skapast mikil flóðahætta. Matthew J. Roberts, verkefnisstjóri vatnaváreftirlits á Veðurstofunni, segir eins og Kristín að flóðahættan taki mið af því hvar myndi gjósa. Hann segir líklegast að flóð kæmi í Jökulsá á Fjöllum, það væri líklegra en að flóð kæmu í árnar að Fjallabaki. Matthew segir að frá því að gos hæfist og þangað til flóð kæmi í árnar myndu líða nokkrir klukkutímar. Hversu langur tími myndi líða færi eftir því hvar gosið kæmi upp. Aðgerðarstjórn Almannavarna á Húsavík var að störfum í gær. Þar var ákveðið að loka Gæsavatnaleið, Dyngjufjallaleið og vegaslóðum sem liggja að Herðubreiðarlindum. „Við teljum okkur hafa ágæta yfirsýn yfir hversu margir eru í skálum á svæðinu en teljum nauðsynlegt að takmarka umferð inn á svæðið næstu daga,“ segir Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík. Ef ná þarf sambandi við ferðamenn hafa Almannavarnir nokkrar leiðir til þess. Ein þeirra er að senda SMS skilaboð á alla þá sem eru innan skilgreinds hættusvæðis. Þá fá ferðamenn sem leita á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn um land allt upplýsingar um að hættuástand geti verið í aðsigi. Á vef Veðurstofunnar hefur eldstöðin á Bárðarbungu verið gulmerkt. Það þýðir að eldstöðin sýni merki um óvenjumikinn óróa og aukna virkni. Ef eldstöðin er merkt með appelsínugulu er talið að búast megi við eldgosi. Eins og menn muna fór flug víða um heim úr skorðum þegar gaus í Eyjafjallajökli. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann viti ekki til þess að erlend flugfélög hafi spurt um yfirvofandi hættu á eldgosi í Vatnajökli. „Okkar menn eru í sambandi við vísindasamfélagið og fylgjast grannt með stöðu mála,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Veðurstofa Íslands telur líkur á gosi í Bárðarbungu í Vatnajökli, eða þar í grennd, á næstunni. Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu. Flogið var með jarðskjálftamæla upp á jökul í gær sem sendir Veðurstofunni gögn í rauntíma og grannt er fylgst með vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum, við Upptyppinga. Auk þess er fylgst með svæðinu í gegnum vefmyndavél. GPS-mælingar á jöklinum sýndu rúmmálsbreytingar í gær. „Við teljum að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofunnar. Flestir skjálftarnir í jöklinum í gær mældust í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu, og Kristín segir það benda til þess kvika sé að brjóta sér leið upp á tveimur stöðum. Afleiðingar goss á þessum slóðum fara eftir því hvar gosið verður. „Ef gýs þar sem jökullinn er þykkastur, í öskjunni sjálfri, þar sem þykkt jökulsins er um 800 metrar gæti orðið mikið öskugos og mikið vatn myndi leysast úr læðingi,“ segir Kristín og útskýrir að þegar goskvika kemst í snertingu við vatn, tætist hún í sundur og verði að ösku. Kristín segir að gjósi þar sem þykkt jökulsins er um hundrað metrar yrðu afleiðingar allt aðrar og minni. „Það gæti líka gosið utan við jökulinn á Dyngjuhálsi. Ef gysi þar værum við að horfa upp á gos svipað því sem var á Fimmvörðuhálsi eða í Kröflu,“ segir Kristín og bætir við að ef gysi utan jökulsins yrði það nokkuð hefðbundið gos á sprungu, hraun myndi renna frá henni en það yrði ekki öskugos eins og gerist þegar gýs undir jökli. Ef að gýs undir jökli, getur skapast mikil flóðahætta. Matthew J. Roberts, verkefnisstjóri vatnaváreftirlits á Veðurstofunni, segir eins og Kristín að flóðahættan taki mið af því hvar myndi gjósa. Hann segir líklegast að flóð kæmi í Jökulsá á Fjöllum, það væri líklegra en að flóð kæmu í árnar að Fjallabaki. Matthew segir að frá því að gos hæfist og þangað til flóð kæmi í árnar myndu líða nokkrir klukkutímar. Hversu langur tími myndi líða færi eftir því hvar gosið kæmi upp. Aðgerðarstjórn Almannavarna á Húsavík var að störfum í gær. Þar var ákveðið að loka Gæsavatnaleið, Dyngjufjallaleið og vegaslóðum sem liggja að Herðubreiðarlindum. „Við teljum okkur hafa ágæta yfirsýn yfir hversu margir eru í skálum á svæðinu en teljum nauðsynlegt að takmarka umferð inn á svæðið næstu daga,“ segir Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík. Ef ná þarf sambandi við ferðamenn hafa Almannavarnir nokkrar leiðir til þess. Ein þeirra er að senda SMS skilaboð á alla þá sem eru innan skilgreinds hættusvæðis. Þá fá ferðamenn sem leita á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn um land allt upplýsingar um að hættuástand geti verið í aðsigi. Á vef Veðurstofunnar hefur eldstöðin á Bárðarbungu verið gulmerkt. Það þýðir að eldstöðin sýni merki um óvenjumikinn óróa og aukna virkni. Ef eldstöðin er merkt með appelsínugulu er talið að búast megi við eldgosi. Eins og menn muna fór flug víða um heim úr skorðum þegar gaus í Eyjafjallajökli. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann viti ekki til þess að erlend flugfélög hafi spurt um yfirvofandi hættu á eldgosi í Vatnajökli. „Okkar menn eru í sambandi við vísindasamfélagið og fylgjast grannt með stöðu mála,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira