Rússnesk rómantík í öndvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 13:00 Simfóníuhljómsveit Toronto. Simfóníuhljómsveit Toronto hefur leik í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.30, undir stjórn hins kanadíska Peters Oundjian. Með sveitinni er fiðlusnillingurinn James Ehnes, sem hefur leikið í bestu tónleikasölum heims með mörgum virtustu hljómsveitum og stjórnendum sem völ er á og fengið góða dóma. Rússnesk rómantík einkennir dagskrá hljómsveitarinnar á tónleikunum í Hörpu. Þar eru sinfónískir dansar op. 45 eftir Rakkmaninoff meðal verka og Ehnes mun leika hinn sívinsæla fiðlukonsert Tsjaíkovskís. Toronto Symphony Orchestra þykir vera úrvalshljómsveit. Hún var stofnuð árið 1922 og hefur vaxið mikið undir stjórn Peters Oundjian sem nú hefur haldið um tónsprota hennar í tíu ár. Því er hljómsveitin að fagna með tónleikaferðalagi um Evrópu nú í ágúst en tónleikarnir í Hörpu eru lokahnykkur þeirrar ferðar. Fyrstu tónleikarnir í þeirri ferð voru í Vín í Austurríki, þaðan hélt sveitin til Wiesbaden í Þýskalandi og áfram til Amsterdam í Hollandi. Hingað kemur hún frá Finnlandi, þar sem hún spilar í Helsinki Music Centre í kvöld. Einleikarar úr sveitinni koma fram á Menningarnæturkvöldi 23. ágúst milli klukkan 19.30 og 21.30 í Norðurljósasal Hörpu og gefa gestum forsmekkinn að því sem koma skal kvöldið eftir. Vestur-Íslendingurinn Pearl Pálmason (1915-2006) fiðluleikari lék með Toronto Symphony Orchestra frá 1941 til 1981. Hún var um tíma aðstoðarkonsertmeistari sveitarinnar og hljóp iðulega í skarðið í forföllum konsertmeistarans. Pearl var dóttir íslenskra innflytjenda í Winnipeg. Foreldrar hennar voru Gróa Sveinsdóttir frá Kletti í Borgarfirði og Sveinn Pálmason frá Ysta-Gili í Langadal í Húnaþingi. Pearl lærði ung á fiðlu og átti glæstan feril í tónlistinni. Hún hélt tvenna tónleika í Gamla bíói árið 1938 við góðar undirtektir. Undirleikari var Árni Kristjánsson. Hún lék með Canadian Opera Symphony í Toronto frá 1981 til 1985 og árið 1987 varð hún konsertmeistari Oakville Symphony Orchestra, þá 71 árs. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Simfóníuhljómsveit Toronto hefur leik í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.30, undir stjórn hins kanadíska Peters Oundjian. Með sveitinni er fiðlusnillingurinn James Ehnes, sem hefur leikið í bestu tónleikasölum heims með mörgum virtustu hljómsveitum og stjórnendum sem völ er á og fengið góða dóma. Rússnesk rómantík einkennir dagskrá hljómsveitarinnar á tónleikunum í Hörpu. Þar eru sinfónískir dansar op. 45 eftir Rakkmaninoff meðal verka og Ehnes mun leika hinn sívinsæla fiðlukonsert Tsjaíkovskís. Toronto Symphony Orchestra þykir vera úrvalshljómsveit. Hún var stofnuð árið 1922 og hefur vaxið mikið undir stjórn Peters Oundjian sem nú hefur haldið um tónsprota hennar í tíu ár. Því er hljómsveitin að fagna með tónleikaferðalagi um Evrópu nú í ágúst en tónleikarnir í Hörpu eru lokahnykkur þeirrar ferðar. Fyrstu tónleikarnir í þeirri ferð voru í Vín í Austurríki, þaðan hélt sveitin til Wiesbaden í Þýskalandi og áfram til Amsterdam í Hollandi. Hingað kemur hún frá Finnlandi, þar sem hún spilar í Helsinki Music Centre í kvöld. Einleikarar úr sveitinni koma fram á Menningarnæturkvöldi 23. ágúst milli klukkan 19.30 og 21.30 í Norðurljósasal Hörpu og gefa gestum forsmekkinn að því sem koma skal kvöldið eftir. Vestur-Íslendingurinn Pearl Pálmason (1915-2006) fiðluleikari lék með Toronto Symphony Orchestra frá 1941 til 1981. Hún var um tíma aðstoðarkonsertmeistari sveitarinnar og hljóp iðulega í skarðið í forföllum konsertmeistarans. Pearl var dóttir íslenskra innflytjenda í Winnipeg. Foreldrar hennar voru Gróa Sveinsdóttir frá Kletti í Borgarfirði og Sveinn Pálmason frá Ysta-Gili í Langadal í Húnaþingi. Pearl lærði ung á fiðlu og átti glæstan feril í tónlistinni. Hún hélt tvenna tónleika í Gamla bíói árið 1938 við góðar undirtektir. Undirleikari var Árni Kristjánsson. Hún lék með Canadian Opera Symphony í Toronto frá 1981 til 1985 og árið 1987 varð hún konsertmeistari Oakville Symphony Orchestra, þá 71 árs.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira