Efla lestur með því að afnema virðisaukaskatt á bækur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Meginmarkmið Hvítbókar menntamálaráðherra er að 90% íslenskra barna nái lágmarksviðmiðum í lestri. Vísir/Getty „Ef markmiðið er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, þá er langsamlega skilvirkasta leiðin að afnema virðisaukaskatt af bókum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins. Vísar Egill þar í Hvítbók menntamálaráðuneytisins frá því júní þar sem eitt meginmarkmiðið er að auka lestrarfærni íslenskra barna. Nú er aftur á móti umræða um að hækka virðisaukaskatt á bókum vegna breytinga á skattkerfinu og hafa útgefendur áhyggjur af þeirri hækkun.Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins.vísir/anton brinkÚtgáfa barna- og unglingabóka hefur dregist saman um 43 prósent á síðustu sex árum enda hefur samkeppni við aðrar tegundir afþreyingar aukist verulega síðustu ár. Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, segir útgáfu á íslenskum barnabókum sérstaklega í mikilli hættu. „Ég er ekki svo sannfærð um að íslenskir drengir kunni ekki að lesa, ég held þeir kunni bara að lesa á ensku. Börn þurfa þjálfun í að lesa og hugsa á íslensku og til þess þarf að vera til íslenskt gæðaefni,“ segir Bryndís og bætir við að þannig sé líka almennt hlúið að íslenskunni sem er í aukinni útrýmingarhættu.Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda.Enginn virðisaukaskattur er á bókum t.a.m. í Færeyjum, Noregi, Bretlandi og Írlandi. Egill segir að nú þegar breytingar eigi að gera á virðisaukaskattskerfinu sé lag að bókmenntaþjóðin bætist í hóp þessara þjóða. Um leið gæti það orðið sú viðspyrna sem þyrfti til að snúa við óheillaþróun í lestrarfærni íslenskra barna. „Þannig náum við að hleypa lífi í ritun og útgáfu íslenskra barna- og unglingabóka sem er í samræmi við hin ágætu markmið Hvítbókar.“ Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt að setja á fót fagráð um leið til að efla lestrarfærni og lesskilning barna í skólum borgarinnar. Freyja Birgisdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ, er formaður ráðsins og segir hún lestur barna í frítíma afar mikilvægan til að þróa lesskilning. „En til þess þarf að kveikja áhuga barnanna og því eigum við að stuðla og hlúa að útgáfu íslensks efnis,“ segir Freyja og nefnir hinar vinsælu fótboltabækur Gunnars Helgasonar sem dæmi um bækur sem hafa náð vel til íslenskra barna. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Ef markmiðið er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, þá er langsamlega skilvirkasta leiðin að afnema virðisaukaskatt af bókum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins. Vísar Egill þar í Hvítbók menntamálaráðuneytisins frá því júní þar sem eitt meginmarkmiðið er að auka lestrarfærni íslenskra barna. Nú er aftur á móti umræða um að hækka virðisaukaskatt á bókum vegna breytinga á skattkerfinu og hafa útgefendur áhyggjur af þeirri hækkun.Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins.vísir/anton brinkÚtgáfa barna- og unglingabóka hefur dregist saman um 43 prósent á síðustu sex árum enda hefur samkeppni við aðrar tegundir afþreyingar aukist verulega síðustu ár. Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, segir útgáfu á íslenskum barnabókum sérstaklega í mikilli hættu. „Ég er ekki svo sannfærð um að íslenskir drengir kunni ekki að lesa, ég held þeir kunni bara að lesa á ensku. Börn þurfa þjálfun í að lesa og hugsa á íslensku og til þess þarf að vera til íslenskt gæðaefni,“ segir Bryndís og bætir við að þannig sé líka almennt hlúið að íslenskunni sem er í aukinni útrýmingarhættu.Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda.Enginn virðisaukaskattur er á bókum t.a.m. í Færeyjum, Noregi, Bretlandi og Írlandi. Egill segir að nú þegar breytingar eigi að gera á virðisaukaskattskerfinu sé lag að bókmenntaþjóðin bætist í hóp þessara þjóða. Um leið gæti það orðið sú viðspyrna sem þyrfti til að snúa við óheillaþróun í lestrarfærni íslenskra barna. „Þannig náum við að hleypa lífi í ritun og útgáfu íslenskra barna- og unglingabóka sem er í samræmi við hin ágætu markmið Hvítbókar.“ Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt að setja á fót fagráð um leið til að efla lestrarfærni og lesskilning barna í skólum borgarinnar. Freyja Birgisdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ, er formaður ráðsins og segir hún lestur barna í frítíma afar mikilvægan til að þróa lesskilning. „En til þess þarf að kveikja áhuga barnanna og því eigum við að stuðla og hlúa að útgáfu íslensks efnis,“ segir Freyja og nefnir hinar vinsælu fótboltabækur Gunnars Helgasonar sem dæmi um bækur sem hafa náð vel til íslenskra barna.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira