Sjálfstætt fólk er algjörlega hræðileg saga Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. ágúst 2014 16:48 Þorleifur Örn Arnarsson líkir Sjálfstæðu fólki við gríska tragedíu. fréttablaðið/arnþór „Ég ætla að segja söguna eins og ég held að hún eigi að vera sögð,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri sem setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins í ár, Sjálfstætt fólk. Þorleifur, sem hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna á leikstjóraferlinum, er þekktur fyrir að taka þekkt verk og gera þau að sínum eigin. „Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumálið er svo fallegt í sjálfu sér. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, í ætt við grísku tragedíuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn. „Okkur langar að finnast Bjartur vera hetja og við skiljum svo vel þessi hræðilegu örlög – það að hann sé alltaf neðstur í fæðukeðjunni. En heila málið er það að Bjartur er með aðra fæðukeðju undir sér, fjölskylduna, og framferði hans innan þess ramma er algjörlega hræðilegt.“ Þorleifur segist þó engan áhuga hafa á að rústa einu dáðasta verki íslenskrar bókmenntasögu. „Ég er afar hrifinn af verkinu, en mig langar til þess að nálgast það án þess að falla í pytt fegurðarinnar.“ Þorleifur heldur áfram og segir að listinni beri skylda til að setja spurningarmerki við fyrirframgefnar hugmyndir. „Það eru svo sannarlega margar svoleiðis gagnvart Sjálfstæðu fólki.“ Þorleifur leikstýrir sýningunni en Símon Birgisson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill Egilsson sjá um leikgerðina. Auk þess fer Atli Rafn með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Vytautas Narbutas um leikmynd. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég ætla að segja söguna eins og ég held að hún eigi að vera sögð,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri sem setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins í ár, Sjálfstætt fólk. Þorleifur, sem hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna á leikstjóraferlinum, er þekktur fyrir að taka þekkt verk og gera þau að sínum eigin. „Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumálið er svo fallegt í sjálfu sér. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, í ætt við grísku tragedíuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn. „Okkur langar að finnast Bjartur vera hetja og við skiljum svo vel þessi hræðilegu örlög – það að hann sé alltaf neðstur í fæðukeðjunni. En heila málið er það að Bjartur er með aðra fæðukeðju undir sér, fjölskylduna, og framferði hans innan þess ramma er algjörlega hræðilegt.“ Þorleifur segist þó engan áhuga hafa á að rústa einu dáðasta verki íslenskrar bókmenntasögu. „Ég er afar hrifinn af verkinu, en mig langar til þess að nálgast það án þess að falla í pytt fegurðarinnar.“ Þorleifur heldur áfram og segir að listinni beri skylda til að setja spurningarmerki við fyrirframgefnar hugmyndir. „Það eru svo sannarlega margar svoleiðis gagnvart Sjálfstæðu fólki.“ Þorleifur leikstýrir sýningunni en Símon Birgisson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill Egilsson sjá um leikgerðina. Auk þess fer Atli Rafn með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Vytautas Narbutas um leikmynd.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira