Börn kunna að búa til ævintýri kringum sig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 09:00 Krakkarnir fá að velta fyrir sér skipulagsspurningum eins og "hvers konar hús gera fólk hamingjusamt“, segir Aude Busson. Fréttablaðið/VAlli „Sýningin Ég elska Reykjavík fjallar um hvernig börn upplifa borgina. Það er oft fjallað um tengsl barna við náttúruna og lögð áhersla á þau en sjaldnar minnst á tengsl þeirra við borgina og hvernig þau haga sér þar. Þó búa flest börn í borg,“ segir Aude Busson leikkona. Listakonan segir könnun sem hún gerði í Vesturbæjarskóla og leiklistardeild Leikfélags Akureyrar hafa orðið kveikjuna að verkinu. „Ég rannsakaði hvernig börn búa til sögur. Svo spái ég í hvernig þau haga sér. Þau eru ekki eins og fullorðna fólkið sem gefur sér ekki tíma til að fara út fyrir markaða leið þegar það fer á milli staða. Börnin búa til ævintýri kringum sig, leika sér að því að labba ekki á línum, príla upp á litla veggi og hvað sem er og fara leynileiðir, til að uppgötva eitthvað nýtt. Jafnvel þó þau séu bara að fara í skólann.“ Aude viðurkennir að sýningin byggist líka á hennar eigin reynslu. Hún flutti hingað fyrir tíu árum frá Frakklandi og man vel fyrstu kynni sín af Reykjavík. Reyndar kveðst hún alltaf vera að upplifa eitthvað nýtt í borginni. „Það er dæmigert fyrir útlending í borg að taka eftir nýjum hlutum. Ég reyni líka að uppgötva stöðugt eitthvað nýtt svo ég þurfi ekki alltaf að flytja þegar ég er orðin leið á einhverju!“ segir hún hlæjandi. Ég elska Reykjavík er liður í leiklistarhátíðinni Lókal. Frumsýning er í dag klukkan 16.30 og mæting er við Hörpu. „Við förum með börnin út og þá sem eru í fylgd með þeim. Þess vegna verður fólk að vera klætt eftir veðri en ekki í leikhúsfötum,“ segir Aude og tekur fram að Ég elska Reykjavík sé einungis sýnt í dag og á morgun klukkan 16.30 og á laugardag og sunnudag klukkan 14. Miða þarf að panta fyrirfram á www.lokal.is því takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Sýningin Ég elska Reykjavík fjallar um hvernig börn upplifa borgina. Það er oft fjallað um tengsl barna við náttúruna og lögð áhersla á þau en sjaldnar minnst á tengsl þeirra við borgina og hvernig þau haga sér þar. Þó búa flest börn í borg,“ segir Aude Busson leikkona. Listakonan segir könnun sem hún gerði í Vesturbæjarskóla og leiklistardeild Leikfélags Akureyrar hafa orðið kveikjuna að verkinu. „Ég rannsakaði hvernig börn búa til sögur. Svo spái ég í hvernig þau haga sér. Þau eru ekki eins og fullorðna fólkið sem gefur sér ekki tíma til að fara út fyrir markaða leið þegar það fer á milli staða. Börnin búa til ævintýri kringum sig, leika sér að því að labba ekki á línum, príla upp á litla veggi og hvað sem er og fara leynileiðir, til að uppgötva eitthvað nýtt. Jafnvel þó þau séu bara að fara í skólann.“ Aude viðurkennir að sýningin byggist líka á hennar eigin reynslu. Hún flutti hingað fyrir tíu árum frá Frakklandi og man vel fyrstu kynni sín af Reykjavík. Reyndar kveðst hún alltaf vera að upplifa eitthvað nýtt í borginni. „Það er dæmigert fyrir útlending í borg að taka eftir nýjum hlutum. Ég reyni líka að uppgötva stöðugt eitthvað nýtt svo ég þurfi ekki alltaf að flytja þegar ég er orðin leið á einhverju!“ segir hún hlæjandi. Ég elska Reykjavík er liður í leiklistarhátíðinni Lókal. Frumsýning er í dag klukkan 16.30 og mæting er við Hörpu. „Við förum með börnin út og þá sem eru í fylgd með þeim. Þess vegna verður fólk að vera klætt eftir veðri en ekki í leikhúsfötum,“ segir Aude og tekur fram að Ég elska Reykjavík sé einungis sýnt í dag og á morgun klukkan 16.30 og á laugardag og sunnudag klukkan 14. Miða þarf að panta fyrirfram á www.lokal.is því takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira