Vona að kísilverin bjargi fjárhag Reykjaneshafnar Haraldur Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra voru á meðal þeirra sem tóku fyrstu skóflustunguna að kísilmálmverksmiðju United Silicon í gær. Mynd/Víkurfréttir „Við ætlum að snúa þessu við mjög hratt. Bara skóflustungan og þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar hjá United Silicon og Thorsil gefa okkur góðar vonir um að við getum leyst úr vandamálum hafnarinnar til framtíðar,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, um skuldastöðu Reykjaneshafnar. Fyrirtækið, sem er í eigu bæjarfélagsins og fjármagnað með tekjum af rekstri fimm hafna, hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að skuldir Reykjaneshafnar nema um 7,3 milljörðum króna. Einnig kom fram að uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins á meðan áform um stórfellda iðnaðaruppbyggingu þar hafa ekki gengið eftir. „Við erum í mikilli vinnu núna, bæði með endurskoðendum okkar og fjármögnunaraðilum og það er í gangi heildarendurskoðun á fjármálum hafnarinnar og sveitarfélagsins sem við munum kynna í mars,“ segir Friðjón. Forsvarsmenn United Silicon hf. tóku í gær fyrstu skóflustungu að kísilmálmverksmiðju sem á að hefja framleiðslu í Helguvík á fyrri hluta árs 2016. Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms á svæðinu og miðað er við að verksmiðja félagsins nái fullum afköstum í byrjun 2017. „Þessar framkvæmdir munu klárlega hjálpa til við að rétta reksturinn af. Það er ljóst að þarna liggja miklir hagsmunir fyrir okkur og þetta mun auðvelda hlutina til framtíðar.“ Íslenska ríkið hefur gert fjárfestingarsamninga við bæði fyrirtækin sem fela í sér afslátt af ýmsum sköttum og gjöldum. Sem dæmi fær United Silicon 50 prósenta afslátt af fasteignaskatti til Reykjanesbæjar næstu tíu árin og 30 prósenta afslátt af gatnagerðargjöldum. „Þetta eru hefðbundnir fjárfestingarsamningar milli sveitarfélaga og þessara fyrirtækja, í samræmi við samningana við ríkið. Við erum ekki að gefa neina afslætti, sem neinu nemur, varðandi lóðargjöld og hafnargjöld. Til framtíðar litið mun þetta auka tekjustreymi okkar verulega,“ segir Friðjón, spurður hvort það sé skynsamlegt að gefa þessa afslætti í ljósi bágrar fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar. „Allt tal í fjölmiðlum um önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á svæðinu er svo eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Við ætlum að halda okkur við það sem komið er og erum ekki með drauma um neitt annað. Ég vil ekki byggja væntingar um aukinn tekjustraum til Reykjanesbæjar á einhverju sem ekki er komið.“ Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Við ætlum að snúa þessu við mjög hratt. Bara skóflustungan og þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar hjá United Silicon og Thorsil gefa okkur góðar vonir um að við getum leyst úr vandamálum hafnarinnar til framtíðar,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, um skuldastöðu Reykjaneshafnar. Fyrirtækið, sem er í eigu bæjarfélagsins og fjármagnað með tekjum af rekstri fimm hafna, hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að skuldir Reykjaneshafnar nema um 7,3 milljörðum króna. Einnig kom fram að uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins á meðan áform um stórfellda iðnaðaruppbyggingu þar hafa ekki gengið eftir. „Við erum í mikilli vinnu núna, bæði með endurskoðendum okkar og fjármögnunaraðilum og það er í gangi heildarendurskoðun á fjármálum hafnarinnar og sveitarfélagsins sem við munum kynna í mars,“ segir Friðjón. Forsvarsmenn United Silicon hf. tóku í gær fyrstu skóflustungu að kísilmálmverksmiðju sem á að hefja framleiðslu í Helguvík á fyrri hluta árs 2016. Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms á svæðinu og miðað er við að verksmiðja félagsins nái fullum afköstum í byrjun 2017. „Þessar framkvæmdir munu klárlega hjálpa til við að rétta reksturinn af. Það er ljóst að þarna liggja miklir hagsmunir fyrir okkur og þetta mun auðvelda hlutina til framtíðar.“ Íslenska ríkið hefur gert fjárfestingarsamninga við bæði fyrirtækin sem fela í sér afslátt af ýmsum sköttum og gjöldum. Sem dæmi fær United Silicon 50 prósenta afslátt af fasteignaskatti til Reykjanesbæjar næstu tíu árin og 30 prósenta afslátt af gatnagerðargjöldum. „Þetta eru hefðbundnir fjárfestingarsamningar milli sveitarfélaga og þessara fyrirtækja, í samræmi við samningana við ríkið. Við erum ekki að gefa neina afslætti, sem neinu nemur, varðandi lóðargjöld og hafnargjöld. Til framtíðar litið mun þetta auka tekjustreymi okkar verulega,“ segir Friðjón, spurður hvort það sé skynsamlegt að gefa þessa afslætti í ljósi bágrar fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar. „Allt tal í fjölmiðlum um önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á svæðinu er svo eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Við ætlum að halda okkur við það sem komið er og erum ekki með drauma um neitt annað. Ég vil ekki byggja væntingar um aukinn tekjustraum til Reykjanesbæjar á einhverju sem ekki er komið.“
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira