Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Freyr Bjarnason skrifar 3. september 2014 07:00 Stjórnendur kvikmyndahússins hafa óskað eftir peningum til að bæta aðgengi fyrir fatlaða. Fréttablaðið/Stefán Stjórnendur Bíós Paradísar á Hverfisgötu hafa sótt um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi fyrir fatlaða í kvikmyndahúsinu. Margar tröppur eru inni í húsinu og afar erfitt er að koma hjólastólum inn í salina. Í lok september kemur í ljós hvort styrkurinn verður veittur úr sjóðnum, sem stjórnendurnir vildu ekki nefna hver væri. Á síðasta ári voru endurbætur gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins fyrir 47 milljónir króna. Sá peningur kom úr þremur áttum. Þriðjungur var framlag kvikmyndagerðarmanna úr Kvikmyndasjóði Íslands, þriðjungur úr Media-áætlun Evrópusambandsins og lán var tekið fyrir afganginum. Peningar fyrir bættu aðgengi fyrir fatlaða eru aftur á móti ekki til. „Við erum ekki bara undirfjármögnuð sjálfseignastofnun, við erum líka undirmönnuð. En við höfum verið að sækja um styrki,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, aðspurð. „Forgangsatriði, á eftir því að redda almennilegum sýningarbúnaði í húsið, var að bæta aðgengi fyrir fatlaða, ef það ætti að fara í endurbætur á húsnæðinu. Við erum að vinna í þessu og dauðskömmumst okkar fyrir að geta ekki boðið upp á almennilegt aðgengi,“ segir hún. Fáist peningar í verkefnið stendur til að gera Sal 1 aðgengilegan og bæta salernisaðstöðuna í leiðinni fyrir fatlaða. „Salir 2 og 3 eru miklu stærra mál. Húsið er hannað þannig að það er mjög erfitt að gera þá aðgengilega. Stigarnir inn í salina eru svo brattir að það þyrfti að kaupa lyftur og þær kosta tvær milljónir stykkið.“ Að sögn Hrannar voru endurbæturnar sem voru gerðar í fyrra bráðnauðsynlegar. „Það var annaðhvort það eða að leggja niður reksturinn. Þú rekur ekki bíó í dag án þess að vera með stafrænan sýningarbúnað. Við vorum með hljóðkerfi frá 1977 og filmuvélar sem við fengum engar myndir í. Við vorum að keyra þetta á Blu-ray-diskum og myndvörpum sem voru ekki ætlaðir til bíóreksturs.“ Reykjavíkurborg veitti ekkert fjármagn til þessara endurbóta en bíóið fær fjórtán milljónir króna á ári í rekstrarstyrk frá borginni. „Innifalið í þessum pening eru skólasýningar. Við tökum á móti átta þúsund skólabörnum frítt á hverju ári, bjóðum þeim upp á fría kennslu í kvikmyndalæsi, höldum kennslusýningar og útvegum gögn fyrir þennan pening. Styrkhlutfallið frá opinberum aðilum er undir 25 prósentum af heildarrekstrarkostnaði bíósins. Við rekum því bíóið fyrir 75 prósent sjálfsaflað fé,“ segir Hrönn.Hræðilegt aðgengi „Aðgengið er alveg hræðilegt. Ég kemst inn þar sem anddyrið og sjoppan eru en kemst ekki í neinn sal nema að fara einhverjar krókaleiðir,“ segir Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar. „Ég fór síðast í Bíó Paradís fyrir tæpu ári þegar Nýherji var með einhverja ljósmyndasýningu. Þá reddaði Bíó Paradís rampi en án rampa er bara ekkert aðgengi þarna,“ segir hann. „Maður nennir ekkert að fara í bíó ef það er eitthvað brjálað vesen. Mann langar bara að komast inn í salinn og njóta myndarinnar.“ Spurður út í loforð stjórnenda Bíós Paradísar um að bæta aðgengið segir hann: „Ég hef reyndar heyrt þetta hjá þeim áður en ég vona að þetta fari að ganga hjá þeim núna.“ Hvað önnur kvikmyndahús á höfuðborgarsvæðinu varðar segir hann að aðgengi fyrir fatlaða í Laugarásbíói hafi verið mjög ábótavant. Einnig þurfi að bæta aðgengi að Sal 3 í Kringlubíói og í einum sal hjá Sambíóunum Álfabakka. Jafnframt sé aðeins eitt pláss í hverjum sal í Smárabíói fyrir hjólastóla. „Það er erfitt að fara þangað með hjólastólavini sínum. Það þarf að kasta upp á hver situr á stigaganginum og hver ekki,“ segir Andri. Besta aðgengið er aftur á móti í Egilshöll. „Ég hef aldrei séð svona mikið pláss fyrir hjólastóla.“ Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Stjórnendur Bíós Paradísar á Hverfisgötu hafa sótt um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi fyrir fatlaða í kvikmyndahúsinu. Margar tröppur eru inni í húsinu og afar erfitt er að koma hjólastólum inn í salina. Í lok september kemur í ljós hvort styrkurinn verður veittur úr sjóðnum, sem stjórnendurnir vildu ekki nefna hver væri. Á síðasta ári voru endurbætur gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins fyrir 47 milljónir króna. Sá peningur kom úr þremur áttum. Þriðjungur var framlag kvikmyndagerðarmanna úr Kvikmyndasjóði Íslands, þriðjungur úr Media-áætlun Evrópusambandsins og lán var tekið fyrir afganginum. Peningar fyrir bættu aðgengi fyrir fatlaða eru aftur á móti ekki til. „Við erum ekki bara undirfjármögnuð sjálfseignastofnun, við erum líka undirmönnuð. En við höfum verið að sækja um styrki,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, aðspurð. „Forgangsatriði, á eftir því að redda almennilegum sýningarbúnaði í húsið, var að bæta aðgengi fyrir fatlaða, ef það ætti að fara í endurbætur á húsnæðinu. Við erum að vinna í þessu og dauðskömmumst okkar fyrir að geta ekki boðið upp á almennilegt aðgengi,“ segir hún. Fáist peningar í verkefnið stendur til að gera Sal 1 aðgengilegan og bæta salernisaðstöðuna í leiðinni fyrir fatlaða. „Salir 2 og 3 eru miklu stærra mál. Húsið er hannað þannig að það er mjög erfitt að gera þá aðgengilega. Stigarnir inn í salina eru svo brattir að það þyrfti að kaupa lyftur og þær kosta tvær milljónir stykkið.“ Að sögn Hrannar voru endurbæturnar sem voru gerðar í fyrra bráðnauðsynlegar. „Það var annaðhvort það eða að leggja niður reksturinn. Þú rekur ekki bíó í dag án þess að vera með stafrænan sýningarbúnað. Við vorum með hljóðkerfi frá 1977 og filmuvélar sem við fengum engar myndir í. Við vorum að keyra þetta á Blu-ray-diskum og myndvörpum sem voru ekki ætlaðir til bíóreksturs.“ Reykjavíkurborg veitti ekkert fjármagn til þessara endurbóta en bíóið fær fjórtán milljónir króna á ári í rekstrarstyrk frá borginni. „Innifalið í þessum pening eru skólasýningar. Við tökum á móti átta þúsund skólabörnum frítt á hverju ári, bjóðum þeim upp á fría kennslu í kvikmyndalæsi, höldum kennslusýningar og útvegum gögn fyrir þennan pening. Styrkhlutfallið frá opinberum aðilum er undir 25 prósentum af heildarrekstrarkostnaði bíósins. Við rekum því bíóið fyrir 75 prósent sjálfsaflað fé,“ segir Hrönn.Hræðilegt aðgengi „Aðgengið er alveg hræðilegt. Ég kemst inn þar sem anddyrið og sjoppan eru en kemst ekki í neinn sal nema að fara einhverjar krókaleiðir,“ segir Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar. „Ég fór síðast í Bíó Paradís fyrir tæpu ári þegar Nýherji var með einhverja ljósmyndasýningu. Þá reddaði Bíó Paradís rampi en án rampa er bara ekkert aðgengi þarna,“ segir hann. „Maður nennir ekkert að fara í bíó ef það er eitthvað brjálað vesen. Mann langar bara að komast inn í salinn og njóta myndarinnar.“ Spurður út í loforð stjórnenda Bíós Paradísar um að bæta aðgengið segir hann: „Ég hef reyndar heyrt þetta hjá þeim áður en ég vona að þetta fari að ganga hjá þeim núna.“ Hvað önnur kvikmyndahús á höfuðborgarsvæðinu varðar segir hann að aðgengi fyrir fatlaða í Laugarásbíói hafi verið mjög ábótavant. Einnig þurfi að bæta aðgengi að Sal 3 í Kringlubíói og í einum sal hjá Sambíóunum Álfabakka. Jafnframt sé aðeins eitt pláss í hverjum sal í Smárabíói fyrir hjólastóla. „Það er erfitt að fara þangað með hjólastólavini sínum. Það þarf að kasta upp á hver situr á stigaganginum og hver ekki,“ segir Andri. Besta aðgengið er aftur á móti í Egilshöll. „Ég hef aldrei séð svona mikið pláss fyrir hjólastóla.“
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira