Erlent

Drápu leiðtoga Al Shabab

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Uppreisnarmenn í Sómalíu Leiðtogi þeirra er fallinn.
Uppreisnarmenn í Sómalíu Leiðtogi þeirra er fallinn. fréttablaðið/AP
Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu.

Godane var leiðtogi Al Shabab-samtakanna, sem hafa verið í tengslum við Al Kaída og staðið árum saman í blóðugri baráttu við veikburða stjórnarher í Sómalíu.

Hassan Sheikh Mohammed, forseti Sómalíu, sagðist vonast til þess að liðsmenn samtakanna sneru sér nú að öðru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×