Stærsta frumsýningin framundan Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. september 2014 10:00 Hafsteinn Gunnar og Valgerður. Vísir/Stefán Þrátt fyrir að standa í ströngu þessa dagana eru þau Hafsteinn Gunnar og Valgerður ímynd rósemdar og afslappelsis þegar ég hitti þau á kaffihúsi í miðbænum daginn eftir forsýningu á París norðursins. Hún fær sér te og hann espresso og við setjumst í rólegasta horn staðarins þar sem skvaldur annarra gesta og surgið í kaffivélinni truflar minnst. Ég byrja á að spyrja þau hvað þau hafi þekkst lengi. Valgerður verður fyrir svörum. „Við höfum þekkst frá því að við vorum fjögurra ára því mömmur okkar unnu saman. Síðan vorum við saman í bekk í Melaskóla og vissum alltaf hvort af öðru en vorum samt aldrei nánir vinir, bara kunningjar.“ Fyrir sex árum hittust þau svo á bar í Reykjavík, „eins og flest önnur pör bæjarins“ eins og Hafsteinn orðar það, og hafa verið saman síðan. Starfa sinna vegna hafa þau þó verið langdvölum aðskilin en hafa nú fest kaup á íbúð í Vesturbænum og eiga von á frumburðinum, lítilli prinsessu, eftir sex vikur. Valgerður lætur það þó ekki stoppa sig í dansinum og dansar þessa dagana á sviði Borgarleikhússins í dansverkinu Reið, eftir Steinunni Ketilsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, eins og ekkert sé. „Við dönsum þar báðar,“ segir hún og strýkur kúluna.Lá á að verða dansari Sumarið hefur verið ansi annasamt hjá þeim, mikil vinna hefur farið í að standsetja nýju íbúðina, legja lokahönd á París norðursins og æfa fyrir frumsýningu á Reið. Nú sjá þau fram á rólegri tíma. Hafsteinn: „Nú getum við snúið okkur að því að fara að pæla í því sem tengist barninu. Ég er ákveðinn í því að taka mér frí og fylgja ekki París norðursins á kvikmyndahátíðir erlendis. Handritshöfundur og leikarar munu sjá um það. Ég ætla að vera til staðar þegar dóttir mín kemur í heiminn og fyrst á eftir. Vera bara pabbi í fullu starfi um stund.“ Bæði hafa þau Hafsteinn og Valgerður verið á miklum ferðalögum undanfarin ár og segja hlæjandi að þau séu eiginlega fyrst núna að kynnast sem sambýlisfólk. Valgerður starfaði í Belgíu þegar þau kynntust þar sem hún dansaði í dansflokki hins fræga danshöfundar Sidi Larbi Cherkaoui. Reyndar hefur hún verið meira og minna erlendis frá unglingsaldri. „Ég fór í dansnám til Noregs eftir einn bekk í Kvennó, mér lá svo mikið á að fara að vinna sem dansari og á þeim tíma var ekkert framhaldsnám í dansi hér heima. Ég byrjaði í ballett þegar ég var mjög ung og man bara ekki eftir mér öðruvísi en dansandi. Það kom aldrei neitt annað til greina. Síðustu árin hef ég svo verið mikið að túra með Larbi og það hefur verið dýrmæt reynsla og frábær tími, en nú er ég komin heim – í bili allavega.“Af hjólabrettinu í kvikmyndirnar Hafsteinn lauk námi í MR og fór síðan í almenna bókmenntafræði í H.Í. þar sem að á þeim tíma var engin kvikmyndafræði kennd hérlendis. „Eftir B.A.-próf í bókmenntafræðinni fór ég svo í mastersnám í kvikmyndagerð í Columbia-háskólanum í New York. Ég hafði lengi verið að gera stuttmyndir og heimildarmyndir sem áhugamaður og hafði stefnt á kvikmyndagerðina. Ég var mikið á hjólabretti sem unglingur og þá vorum við oft að gera hjólabrettamyndir á VHS og klippa saman á tveimur vídeótækjum. Þegar ég var kominn í menntaskólann fór ég svo í kvikmyndaklúbb og uppgötvaði kvikmyndalistina og heillaðist af öllum þeim möguleikum sem miðillinn hefur upp á að bjóða.“ Ég hegg eftir því að bæði tala þau eins og þau hafi verið unglingar á nánast forsögulegum tíma þótt þau séu ekki nema 35 ára. Þau hlæja og samþykkja það en það hafi bara svo margt breyst á þessum stutta tíma. Hafsteinn segist ekki hafa haft áhuga á því að reyna að hasla sér völl í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að námið hafi auðvitað komið honum í ýmis tengsl inn í þann geira. „Það heillaði mig ekki að reyna að fara þar inn strax eftir nám. Þá hefði ég bara verið í því að sækja kaffi fyrir einhvern leikstjóra fyrstu tíu árin. Það á líka eftir að gera svo margt í íslenskri kvikmyndagerð og mig langar til að vera hluti af því og taka þátt í að þróa hana áfram. Einhvern tíma langar mig að gera myndir á ensku, en það er allt önnur staða að koma þar inn með nokkrar myndir í farteskinu. Fyrsta myndin mín í fullri lengd, Á annan veg, var endurgerð í Bandaríkjunum og það telur strax. Svo er bara að halda áfram að byggja upp ferilinn.“Greiddi lækninum með lakkrís Fljótlega eftir að Hafsteinn hóf námið glímdi hann við tvo alvarlega sjúkdóma í einu. „Ég fékk sjálfsofnæmissjúkdóminn Lúpus upp úr tvítugu og að fá einn sjálfsofnæmissjúkdóm getur oft leitt af sér fleiri. Smám saman byrjaði ég að missa allan mátt í vöðvum og þegar ég var nýfluttur til New York kom í ljós að ég var með myasthenia gravis sem á íslensku heitir vöðvaslensfár. Aukaverkun af þeim sjúkdómi er ofvöxtur í hóstarkirtlinum og þegar hann er fjarlægður hverfa einkenni sjúkdómsins í helmingi tilfella. Sú aðgerð hljómaði hins vegar ekki vel því venjulega er hún opin skurðaðgerð á brjóstkassanum, þannig að ég var ekkert sérlega spenntur fyrir þeirri hugmynd læknisins míns hér heima. Góður vinur minn kom mér í þá samband við íslenskan lækni á besta sjúkrahúsi í New York sem kom mér í samband við lækni sem gerir brjóstholsskurðaðgerðir í gegnum skópíu, þannig að ekki þarf að opna brjóstkassann. Ég var mjög fljótur að jafna mig eftir aðgerðina og í kjölfarið kynntist ég einum fremsta sérfræðingi B.N.A. í taugalækningum sem vildi endilega hitta mig því hann hafði aldrei hitt karlmann undir þrítugu sem var með þessa tvo sjúkdóma, það eru yfirleitt bara konur. Sem að segir mjög mikið um hversu miklum tengslum ég er við konuna í mér. Ég var í meðferð hjá honum þangað til öll einkenni voru horfin og ég hef ekki fundið fyrir neinu síðan. Ég var líka mjög heppinn því sem nemandi við Columbia hafði ég fulla sjúkratryggingu og ég þurfti ekki að borga krónu fyrir þessar rándýru meðferðir. Reyndar rann tryggingin út áður en ég útskrifaðist og læknirinn gerði mér það tilboð að ég myndi bara borga honum í íslenskum lakkrís. Þannig að ég fór til New York á hálfs árs fresti með kíló af lakkrís í töskunni sem var öll greiðslan sem hann fékk fyrir að sinna mér.“Finnst gott að slaka á í eldhúsinu Bæði Valgerður og Hafsteinn hafa verið mjög upptekin í list sinni undanfarin ár, Hafsteinn við að vinna París norðursins og Valgerður samdi og sýndi tvö dansverk á síðasta leikári, Óróleika í Þjóðleikhúsinu og Farangur hjá Íslenska dansflokknum sem hún hlaut Grímuverðlaunin sem besti danshöfundur ársins fyrir í sumar. Eiga þau engin önnur áhugamál? „Valgerður: „Í sumar hefur allur frítími farið í að pússa gólf og lista en við eigum alveg fullt af öðrum áhugamálum.“ Hafsteinn: „Við höfum gaman að því að ferðast, fara í útilegur, elda mat og bjóða góðum vinum í heimsókn.“ Valgerður: „Ég er svo heppinn að Haddi er flinkur að elda góðan mat því mér finnst ekki eins gaman að elda.“ Hafsteinn. „Ég hef hins vegar voða gaman að mat og fæ líka útrás fyrir sköpunargáfuna við eldamennskuna. Þetta er strúktúr og samsetning og tónar og bragð, eiginlega bara eins og að gera bíómynd.“ Valgerður: „Þér líður líka svo vel í eldhúsinu, slakar algjörlega á. Mér hins vegar finnst voða gott og gaman að borða góðan mat en er ekki hrifin af stússinu sem fylgir því að búa hann til. Við skiptum með okkur verkum.“ Hafsteinn: (glottandi) „Þú ert til dæmis betri í að þrífa. En varðandi spurninguna þá getum við auðvitað ekkert neitað því að vinnan er aðaláhugamálið og áhugamálið vinnan þannig að skilin eru mjög óskýr.“Tvær myndir á teikniborðinuStundum tekst þeim meira að segja að sameina vinnu/áhugamál beggja eins og sést á því að Valgerður er skráð danshöfundur bæði í Á annan veg og París norðursins. Hvað þýðir það? Hafsteinn „Það var eitt dansatriði í Á annan veg sem Vala samdi og í París norðursins er sundleikfimihópur frá Vestfjörðum sem hún sá um að kóreógrafera.“ Valgerður: „Þetta eru óskaplega hressar konur frá Bolungarvík, Ísafirði og Flateyri sem hittast einu sinni í viku í sundleikfimi. Það var ótrúlega gaman að vinna með þeim.“ Hér fá þau bæði glampa í augu og samtalið færist yfir á Flateyri þar sem París norðursins var tekin. Á annan veg var líka tekin á Vestfjörðum og þau eiga vart orð til að lýsa hrifningu sinni á fólkinu og umhverfinu fyrir vestan, enda segjast þau fara þangað eins oft og þau geta. Hafsteinn undirstrikar þó að París norðursins gerist alls ekki á Flateyri frekar en í einhverju öðru þorpi á landsbyggðinni, sögusviðið sé bara óskilgreint þorp enda hafi sá heimur lengi heillað hann. „Ég hugsa samt að ég fari eitthvert annað í næstu mynd, hver sem hún verður. Ég er sjálfur að þróa handrit og er að vinna annað sem er mjög spennandi. Ég myndi helst vilja gera nýja mynd strax á næsta ári en eftir þessi skelfilegu mistök ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til skapandi greina þá er róðurinn aðeins þyngri. Það þýðir hins vegar ekkert annað en að halda dampi og koma verkefnunum áfram.“Fimm stjörnu sýning Næsta mál á dagskrá er hins vegar auðvitað fæðing frumburðarins og að takast á við nýtt hlutverk sem foreldrar. Hvernig legst það í þau? „Það verður örugglega stærsta frumsýningin til þessa “ segir Valgerður hlæjandi. „Og örugglega miklu meiri vinna á bak við hana en allt hitt, enda ekkert hægt að æfa sig fyrir hlutverkið, það verður bara spunnið á staðnum.“ Hafsteinn: „En kannski á bakgrunnurinn úr kvikmyndagerðinni eftir að koma sér vel, þar sem maður þarf að vera fljótur að hugsa og taka á málum eins skjótt og þau koma upp. “ Valgerður: „Annars erum við mjög spennt að takast á við þessi nýju hlutverk. Svo eigum við líka bæði stórar og hjálpsamar fjölskyldur þannig að það er nóg af fólki til að létta undir með okkur. En þetta verður alveg pottþétt fimm stjörnu sýning.“ Menning Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þrátt fyrir að standa í ströngu þessa dagana eru þau Hafsteinn Gunnar og Valgerður ímynd rósemdar og afslappelsis þegar ég hitti þau á kaffihúsi í miðbænum daginn eftir forsýningu á París norðursins. Hún fær sér te og hann espresso og við setjumst í rólegasta horn staðarins þar sem skvaldur annarra gesta og surgið í kaffivélinni truflar minnst. Ég byrja á að spyrja þau hvað þau hafi þekkst lengi. Valgerður verður fyrir svörum. „Við höfum þekkst frá því að við vorum fjögurra ára því mömmur okkar unnu saman. Síðan vorum við saman í bekk í Melaskóla og vissum alltaf hvort af öðru en vorum samt aldrei nánir vinir, bara kunningjar.“ Fyrir sex árum hittust þau svo á bar í Reykjavík, „eins og flest önnur pör bæjarins“ eins og Hafsteinn orðar það, og hafa verið saman síðan. Starfa sinna vegna hafa þau þó verið langdvölum aðskilin en hafa nú fest kaup á íbúð í Vesturbænum og eiga von á frumburðinum, lítilli prinsessu, eftir sex vikur. Valgerður lætur það þó ekki stoppa sig í dansinum og dansar þessa dagana á sviði Borgarleikhússins í dansverkinu Reið, eftir Steinunni Ketilsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, eins og ekkert sé. „Við dönsum þar báðar,“ segir hún og strýkur kúluna.Lá á að verða dansari Sumarið hefur verið ansi annasamt hjá þeim, mikil vinna hefur farið í að standsetja nýju íbúðina, legja lokahönd á París norðursins og æfa fyrir frumsýningu á Reið. Nú sjá þau fram á rólegri tíma. Hafsteinn: „Nú getum við snúið okkur að því að fara að pæla í því sem tengist barninu. Ég er ákveðinn í því að taka mér frí og fylgja ekki París norðursins á kvikmyndahátíðir erlendis. Handritshöfundur og leikarar munu sjá um það. Ég ætla að vera til staðar þegar dóttir mín kemur í heiminn og fyrst á eftir. Vera bara pabbi í fullu starfi um stund.“ Bæði hafa þau Hafsteinn og Valgerður verið á miklum ferðalögum undanfarin ár og segja hlæjandi að þau séu eiginlega fyrst núna að kynnast sem sambýlisfólk. Valgerður starfaði í Belgíu þegar þau kynntust þar sem hún dansaði í dansflokki hins fræga danshöfundar Sidi Larbi Cherkaoui. Reyndar hefur hún verið meira og minna erlendis frá unglingsaldri. „Ég fór í dansnám til Noregs eftir einn bekk í Kvennó, mér lá svo mikið á að fara að vinna sem dansari og á þeim tíma var ekkert framhaldsnám í dansi hér heima. Ég byrjaði í ballett þegar ég var mjög ung og man bara ekki eftir mér öðruvísi en dansandi. Það kom aldrei neitt annað til greina. Síðustu árin hef ég svo verið mikið að túra með Larbi og það hefur verið dýrmæt reynsla og frábær tími, en nú er ég komin heim – í bili allavega.“Af hjólabrettinu í kvikmyndirnar Hafsteinn lauk námi í MR og fór síðan í almenna bókmenntafræði í H.Í. þar sem að á þeim tíma var engin kvikmyndafræði kennd hérlendis. „Eftir B.A.-próf í bókmenntafræðinni fór ég svo í mastersnám í kvikmyndagerð í Columbia-háskólanum í New York. Ég hafði lengi verið að gera stuttmyndir og heimildarmyndir sem áhugamaður og hafði stefnt á kvikmyndagerðina. Ég var mikið á hjólabretti sem unglingur og þá vorum við oft að gera hjólabrettamyndir á VHS og klippa saman á tveimur vídeótækjum. Þegar ég var kominn í menntaskólann fór ég svo í kvikmyndaklúbb og uppgötvaði kvikmyndalistina og heillaðist af öllum þeim möguleikum sem miðillinn hefur upp á að bjóða.“ Ég hegg eftir því að bæði tala þau eins og þau hafi verið unglingar á nánast forsögulegum tíma þótt þau séu ekki nema 35 ára. Þau hlæja og samþykkja það en það hafi bara svo margt breyst á þessum stutta tíma. Hafsteinn segist ekki hafa haft áhuga á því að reyna að hasla sér völl í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að námið hafi auðvitað komið honum í ýmis tengsl inn í þann geira. „Það heillaði mig ekki að reyna að fara þar inn strax eftir nám. Þá hefði ég bara verið í því að sækja kaffi fyrir einhvern leikstjóra fyrstu tíu árin. Það á líka eftir að gera svo margt í íslenskri kvikmyndagerð og mig langar til að vera hluti af því og taka þátt í að þróa hana áfram. Einhvern tíma langar mig að gera myndir á ensku, en það er allt önnur staða að koma þar inn með nokkrar myndir í farteskinu. Fyrsta myndin mín í fullri lengd, Á annan veg, var endurgerð í Bandaríkjunum og það telur strax. Svo er bara að halda áfram að byggja upp ferilinn.“Greiddi lækninum með lakkrís Fljótlega eftir að Hafsteinn hóf námið glímdi hann við tvo alvarlega sjúkdóma í einu. „Ég fékk sjálfsofnæmissjúkdóminn Lúpus upp úr tvítugu og að fá einn sjálfsofnæmissjúkdóm getur oft leitt af sér fleiri. Smám saman byrjaði ég að missa allan mátt í vöðvum og þegar ég var nýfluttur til New York kom í ljós að ég var með myasthenia gravis sem á íslensku heitir vöðvaslensfár. Aukaverkun af þeim sjúkdómi er ofvöxtur í hóstarkirtlinum og þegar hann er fjarlægður hverfa einkenni sjúkdómsins í helmingi tilfella. Sú aðgerð hljómaði hins vegar ekki vel því venjulega er hún opin skurðaðgerð á brjóstkassanum, þannig að ég var ekkert sérlega spenntur fyrir þeirri hugmynd læknisins míns hér heima. Góður vinur minn kom mér í þá samband við íslenskan lækni á besta sjúkrahúsi í New York sem kom mér í samband við lækni sem gerir brjóstholsskurðaðgerðir í gegnum skópíu, þannig að ekki þarf að opna brjóstkassann. Ég var mjög fljótur að jafna mig eftir aðgerðina og í kjölfarið kynntist ég einum fremsta sérfræðingi B.N.A. í taugalækningum sem vildi endilega hitta mig því hann hafði aldrei hitt karlmann undir þrítugu sem var með þessa tvo sjúkdóma, það eru yfirleitt bara konur. Sem að segir mjög mikið um hversu miklum tengslum ég er við konuna í mér. Ég var í meðferð hjá honum þangað til öll einkenni voru horfin og ég hef ekki fundið fyrir neinu síðan. Ég var líka mjög heppinn því sem nemandi við Columbia hafði ég fulla sjúkratryggingu og ég þurfti ekki að borga krónu fyrir þessar rándýru meðferðir. Reyndar rann tryggingin út áður en ég útskrifaðist og læknirinn gerði mér það tilboð að ég myndi bara borga honum í íslenskum lakkrís. Þannig að ég fór til New York á hálfs árs fresti með kíló af lakkrís í töskunni sem var öll greiðslan sem hann fékk fyrir að sinna mér.“Finnst gott að slaka á í eldhúsinu Bæði Valgerður og Hafsteinn hafa verið mjög upptekin í list sinni undanfarin ár, Hafsteinn við að vinna París norðursins og Valgerður samdi og sýndi tvö dansverk á síðasta leikári, Óróleika í Þjóðleikhúsinu og Farangur hjá Íslenska dansflokknum sem hún hlaut Grímuverðlaunin sem besti danshöfundur ársins fyrir í sumar. Eiga þau engin önnur áhugamál? „Valgerður: „Í sumar hefur allur frítími farið í að pússa gólf og lista en við eigum alveg fullt af öðrum áhugamálum.“ Hafsteinn: „Við höfum gaman að því að ferðast, fara í útilegur, elda mat og bjóða góðum vinum í heimsókn.“ Valgerður: „Ég er svo heppinn að Haddi er flinkur að elda góðan mat því mér finnst ekki eins gaman að elda.“ Hafsteinn. „Ég hef hins vegar voða gaman að mat og fæ líka útrás fyrir sköpunargáfuna við eldamennskuna. Þetta er strúktúr og samsetning og tónar og bragð, eiginlega bara eins og að gera bíómynd.“ Valgerður: „Þér líður líka svo vel í eldhúsinu, slakar algjörlega á. Mér hins vegar finnst voða gott og gaman að borða góðan mat en er ekki hrifin af stússinu sem fylgir því að búa hann til. Við skiptum með okkur verkum.“ Hafsteinn: (glottandi) „Þú ert til dæmis betri í að þrífa. En varðandi spurninguna þá getum við auðvitað ekkert neitað því að vinnan er aðaláhugamálið og áhugamálið vinnan þannig að skilin eru mjög óskýr.“Tvær myndir á teikniborðinuStundum tekst þeim meira að segja að sameina vinnu/áhugamál beggja eins og sést á því að Valgerður er skráð danshöfundur bæði í Á annan veg og París norðursins. Hvað þýðir það? Hafsteinn „Það var eitt dansatriði í Á annan veg sem Vala samdi og í París norðursins er sundleikfimihópur frá Vestfjörðum sem hún sá um að kóreógrafera.“ Valgerður: „Þetta eru óskaplega hressar konur frá Bolungarvík, Ísafirði og Flateyri sem hittast einu sinni í viku í sundleikfimi. Það var ótrúlega gaman að vinna með þeim.“ Hér fá þau bæði glampa í augu og samtalið færist yfir á Flateyri þar sem París norðursins var tekin. Á annan veg var líka tekin á Vestfjörðum og þau eiga vart orð til að lýsa hrifningu sinni á fólkinu og umhverfinu fyrir vestan, enda segjast þau fara þangað eins oft og þau geta. Hafsteinn undirstrikar þó að París norðursins gerist alls ekki á Flateyri frekar en í einhverju öðru þorpi á landsbyggðinni, sögusviðið sé bara óskilgreint þorp enda hafi sá heimur lengi heillað hann. „Ég hugsa samt að ég fari eitthvert annað í næstu mynd, hver sem hún verður. Ég er sjálfur að þróa handrit og er að vinna annað sem er mjög spennandi. Ég myndi helst vilja gera nýja mynd strax á næsta ári en eftir þessi skelfilegu mistök ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til skapandi greina þá er róðurinn aðeins þyngri. Það þýðir hins vegar ekkert annað en að halda dampi og koma verkefnunum áfram.“Fimm stjörnu sýning Næsta mál á dagskrá er hins vegar auðvitað fæðing frumburðarins og að takast á við nýtt hlutverk sem foreldrar. Hvernig legst það í þau? „Það verður örugglega stærsta frumsýningin til þessa “ segir Valgerður hlæjandi. „Og örugglega miklu meiri vinna á bak við hana en allt hitt, enda ekkert hægt að æfa sig fyrir hlutverkið, það verður bara spunnið á staðnum.“ Hafsteinn: „En kannski á bakgrunnurinn úr kvikmyndagerðinni eftir að koma sér vel, þar sem maður þarf að vera fljótur að hugsa og taka á málum eins skjótt og þau koma upp. “ Valgerður: „Annars erum við mjög spennt að takast á við þessi nýju hlutverk. Svo eigum við líka bæði stórar og hjálpsamar fjölskyldur þannig að það er nóg af fólki til að létta undir með okkur. En þetta verður alveg pottþétt fimm stjörnu sýning.“
Menning Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira