Faðir ungs manns sem framdi sjálfsvíg: „Við verðum að rjúfa þagnarmúrinn“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2014 07:00 Benedikt Þór Guðmundsson missti son sinn fyrir átta árum. Hann lifir með sorginni með því að reyna að eiga betri dag á morgun en í dag. vísir/antonbrink „Þöggunin er hættulegust, við verðum að rjúfa þagnarmúrinn, efla forvarnir og stuðning við eftirlifendur,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, en sonur hans Pétur svipti sig lífi fyrir átta árum, aðeins 21 árs gamall.Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með þeirri hæstu í Evrópu en um 33-37 Íslendingar fremja sjálfsvíg á ári hverju. Talið er að um 90 prósent þeirra eigi við langvinnt þunglyndi eða aðra geðsjúkdóma að stríða. En hluti hópsins er óútreiknanlegur og fyrirfer sér í meiri hvatvísi og án sögu um geðrænan vanda. Flestir í þeim hópi eru ungir karlmenn og þannig bar dauða Péturs að.Leiddist út í pókerspil á netinu „Pétur var ósköp venjulegur drengur, vinmargur og ábyrgur ungur maður. Hann leiddist út í pókerspil á netinu sem varð til þess að hann stóð frammi fyrir ákveðnu vandamáli, sem hefði verið ósköp lítið mál að leysa, en hann ákvað að leysa það á sinn hátt. Þetta gerðist mjög hratt.“ Benedikt segir að efla þurfi forvarnir og koma þeim skilaboðum til ungs fólks að það sé í lagi að mistakast. Einnig að leita til einhvers í vanlíðan því ekkert vandamál sé svo stórt að ekki sé hægt að leysa það. „Við lærum að ef það byrjar að snjóa eða rigna þá hægjum við á okkur í umferðinni. Eins þurfum við að læra að ef okkur líður illa eða einhverjum í kringum okkur að gefa því gaum. Það kemur okkur við og við þurfum að passa betur upp á hvert annað.“Benedikt segir son sinn hafa verið ósköp venjulegan dreng, vinamargan og ábyrgan íþróttaþjálfara sem vegnaði vel í lífinu.vísir/antonbrinkBregðast við fyrsta hættumerkiMun minna fé er veitt í forvarnir gegn sjálfsvígum en í umferðarmálum. Benedikt segir það sýna hversu mikil þöggun sé í samfélaginu varðandi sjálfsvíg. „Mér verður alltaf hugsað til þess þegar ég keyri Hellisheiðina og horfi á skiltið með tölum um banaslys í umferðinni. Fjórir látnir í umferðinni. En á móti hafa kannski 20-30 stytt sér aldur það sem af er ári,“ segir Benedikt og bendir á að fyrsta skrefið gegn þöggun sé að viðurkenna hversu alvarlegir sjúkdómar þunglyndi, kvíði og fíkn eru og það þurfi að bregðast við strax við fyrsta hættumerki. Ísland er talið vera tíu árum eftir öðrum löndum í forvarnarstarfi og einnig í úrræðum fyrir eftirlifendur þeirra sem fremja sjálfsvíg. Benedikt leitaði á netinu eftir úrræðum fyrir sig þar til hann loksins fann samtökin Nýja dögun, sem eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Þegar hann kynntist öðrum eftirlifendum eftir sjálfsvíg áttaði hann sig fyrst á því að hann væri ekki klikkaður. „Þetta er svo sár sorg. Manneskja sem þú elskar ákveður að velja ekki lífið sjálft. Sektarkenndin, reiðin og allar spurningarnar sem koma í kjölfarið geta gert mann brjálaðan.“ Bannað að hugsa ef og hefði Benedikt segir eitt sjálfsvíg geta skaðað mörg hundruð manns og því sé svo mikilvægt að halda vel utan um aðstandendur. „Maður verður að læra að hugsa ekki „ef og hefði“ því það er ekki til mannlegur máttur sem getur stöðvað einstakling sem hefur tekið ákvörðunina um að enda líf sitt. Ég velti þessu oft fyrir mér og hversu auðvelt það hefði verið að leysa úr vanda Péturs og hversu tilgangslaust þetta allt saman er. En maður verður að læra að lifa með þessu, annars bilast maður.“ Engin sérstök úrræði eru til á Íslandi fyrir eftirlifendur þeirra sem framið hafa sjálfsvíg. Sjálfboðaliðar í Nýrri dögun hafa komið upp öflugri deild fyrir eftirlifendur sem hefur blómstrað síðustu misserin. Deildin hefur veitt Benedikt og fólk með svipaða reynslu ómetanleg hjálp. En Benedikt segir þetta eingöngu vera fyrstu skrefin í átt að öflugu stuðningsneti. „Í ljósi þess fjölda sem fremur sjálfsvíg og fjölda einstaklinga sem það snertir í samfélaginu þarf að að fjölga úrræðum. Þannig rjúfum við þöggunina og þar með vinnum við á fordómum og þeirri skömm sem fylgir eftirlifendum eftir sjálfsvíg.“ Tengdar fréttir Tíðni sjálfsvíga á Íslandi með því hæsta í Evrópu Skýrsla Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um sjálfsvíg er komin út. 6. september 2014 07:00 Þöggunin skaðar Gleðiefni er að samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fækkaði sjálfsvígum hér á landi um fimmtung frá aldamótum og fram til ársins 2012. Engu að síður er tíðni sjálfsvíga hér á landi með því hæsta sem gerist. 6. september 2014 07:00 Tvöfalt fleiri hringdu í sjálfsvígshugleiðingum Óvanalega margir hringdu í Hjálparsímann 1717 í sumar vegna sjálfsvígshugsana. Verkefnastjóri segir vitundarvakningu hafa orðið við dauðsfall Robins Williams. 8. september 2014 07:00 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fleiri fréttir Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Sjá meira
„Þöggunin er hættulegust, við verðum að rjúfa þagnarmúrinn, efla forvarnir og stuðning við eftirlifendur,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, en sonur hans Pétur svipti sig lífi fyrir átta árum, aðeins 21 árs gamall.Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með þeirri hæstu í Evrópu en um 33-37 Íslendingar fremja sjálfsvíg á ári hverju. Talið er að um 90 prósent þeirra eigi við langvinnt þunglyndi eða aðra geðsjúkdóma að stríða. En hluti hópsins er óútreiknanlegur og fyrirfer sér í meiri hvatvísi og án sögu um geðrænan vanda. Flestir í þeim hópi eru ungir karlmenn og þannig bar dauða Péturs að.Leiddist út í pókerspil á netinu „Pétur var ósköp venjulegur drengur, vinmargur og ábyrgur ungur maður. Hann leiddist út í pókerspil á netinu sem varð til þess að hann stóð frammi fyrir ákveðnu vandamáli, sem hefði verið ósköp lítið mál að leysa, en hann ákvað að leysa það á sinn hátt. Þetta gerðist mjög hratt.“ Benedikt segir að efla þurfi forvarnir og koma þeim skilaboðum til ungs fólks að það sé í lagi að mistakast. Einnig að leita til einhvers í vanlíðan því ekkert vandamál sé svo stórt að ekki sé hægt að leysa það. „Við lærum að ef það byrjar að snjóa eða rigna þá hægjum við á okkur í umferðinni. Eins þurfum við að læra að ef okkur líður illa eða einhverjum í kringum okkur að gefa því gaum. Það kemur okkur við og við þurfum að passa betur upp á hvert annað.“Benedikt segir son sinn hafa verið ósköp venjulegan dreng, vinamargan og ábyrgan íþróttaþjálfara sem vegnaði vel í lífinu.vísir/antonbrinkBregðast við fyrsta hættumerkiMun minna fé er veitt í forvarnir gegn sjálfsvígum en í umferðarmálum. Benedikt segir það sýna hversu mikil þöggun sé í samfélaginu varðandi sjálfsvíg. „Mér verður alltaf hugsað til þess þegar ég keyri Hellisheiðina og horfi á skiltið með tölum um banaslys í umferðinni. Fjórir látnir í umferðinni. En á móti hafa kannski 20-30 stytt sér aldur það sem af er ári,“ segir Benedikt og bendir á að fyrsta skrefið gegn þöggun sé að viðurkenna hversu alvarlegir sjúkdómar þunglyndi, kvíði og fíkn eru og það þurfi að bregðast við strax við fyrsta hættumerki. Ísland er talið vera tíu árum eftir öðrum löndum í forvarnarstarfi og einnig í úrræðum fyrir eftirlifendur þeirra sem fremja sjálfsvíg. Benedikt leitaði á netinu eftir úrræðum fyrir sig þar til hann loksins fann samtökin Nýja dögun, sem eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Þegar hann kynntist öðrum eftirlifendum eftir sjálfsvíg áttaði hann sig fyrst á því að hann væri ekki klikkaður. „Þetta er svo sár sorg. Manneskja sem þú elskar ákveður að velja ekki lífið sjálft. Sektarkenndin, reiðin og allar spurningarnar sem koma í kjölfarið geta gert mann brjálaðan.“ Bannað að hugsa ef og hefði Benedikt segir eitt sjálfsvíg geta skaðað mörg hundruð manns og því sé svo mikilvægt að halda vel utan um aðstandendur. „Maður verður að læra að hugsa ekki „ef og hefði“ því það er ekki til mannlegur máttur sem getur stöðvað einstakling sem hefur tekið ákvörðunina um að enda líf sitt. Ég velti þessu oft fyrir mér og hversu auðvelt það hefði verið að leysa úr vanda Péturs og hversu tilgangslaust þetta allt saman er. En maður verður að læra að lifa með þessu, annars bilast maður.“ Engin sérstök úrræði eru til á Íslandi fyrir eftirlifendur þeirra sem framið hafa sjálfsvíg. Sjálfboðaliðar í Nýrri dögun hafa komið upp öflugri deild fyrir eftirlifendur sem hefur blómstrað síðustu misserin. Deildin hefur veitt Benedikt og fólk með svipaða reynslu ómetanleg hjálp. En Benedikt segir þetta eingöngu vera fyrstu skrefin í átt að öflugu stuðningsneti. „Í ljósi þess fjölda sem fremur sjálfsvíg og fjölda einstaklinga sem það snertir í samfélaginu þarf að að fjölga úrræðum. Þannig rjúfum við þöggunina og þar með vinnum við á fordómum og þeirri skömm sem fylgir eftirlifendum eftir sjálfsvíg.“
Tengdar fréttir Tíðni sjálfsvíga á Íslandi með því hæsta í Evrópu Skýrsla Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um sjálfsvíg er komin út. 6. september 2014 07:00 Þöggunin skaðar Gleðiefni er að samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fækkaði sjálfsvígum hér á landi um fimmtung frá aldamótum og fram til ársins 2012. Engu að síður er tíðni sjálfsvíga hér á landi með því hæsta sem gerist. 6. september 2014 07:00 Tvöfalt fleiri hringdu í sjálfsvígshugleiðingum Óvanalega margir hringdu í Hjálparsímann 1717 í sumar vegna sjálfsvígshugsana. Verkefnastjóri segir vitundarvakningu hafa orðið við dauðsfall Robins Williams. 8. september 2014 07:00 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fleiri fréttir Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Sjá meira
Tíðni sjálfsvíga á Íslandi með því hæsta í Evrópu Skýrsla Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um sjálfsvíg er komin út. 6. september 2014 07:00
Þöggunin skaðar Gleðiefni er að samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fækkaði sjálfsvígum hér á landi um fimmtung frá aldamótum og fram til ársins 2012. Engu að síður er tíðni sjálfsvíga hér á landi með því hæsta sem gerist. 6. september 2014 07:00
Tvöfalt fleiri hringdu í sjálfsvígshugleiðingum Óvanalega margir hringdu í Hjálparsímann 1717 í sumar vegna sjálfsvígshugsana. Verkefnastjóri segir vitundarvakningu hafa orðið við dauðsfall Robins Williams. 8. september 2014 07:00