Obama safnar liði gegn vígasveitunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. september 2014 08:30 Vígasveitir Íslamska ríkisins sigri hrósandi í Rakka í Sýrlandi nú í sumar. Fréttablaðið/AP „Hann er greinilega búinn að koma saman bandalagi hinna viljugu,“ sagði Mike Rogers, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um hernaðaráform Baracks Obama Bandaríkjaforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak. „Það er gott,“ bætti hann við, en tók fram að þetta orðalag hafi heyrst áður. „Og svo tel ég að hann þurfi að fræða þingið og bandarísku þjóðina um það nákvæmlega hvað við ætlum okkur að gera þarna.“ Leiðtogar bæði demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Obama útskýri nákvæmlega hvers konar hernaðaraðgerðir eru fyrirhugaðar. Sjálfur hyggst Obama kynna áform sín í ræðu á morgun, en í dag hyggst hann ræða málið við þingleiðtoga bæði repúblikana og demókrata. Hann hefur lýst því yfir að enginn landher verði sendur til Íraks eða Sýrlands. Hernaðurinn verði svipaður því sem Bandaríkin hafa áður gert í baráttu sinni gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher hefur þegar gert meira en 130 loftárásir á vígasveitir Íslamska ríkisins í Írak. Vígasveitirnar brugðust við með því að taka af lífi tvo bandaríska fréttamenn sem höfðu verið í gíslingu þeirra í Sýrlandi. Nokkur Evrópuríki hafa gefið loforð um þátttöku í hernaði gegn Íslamska ríkinu. Þá samþykkti Arabandalagið í gær að grípa til hernaðar gegn öfgahópum á borð við Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. Bandalagið lét þó vera að lýsa yfir stuðningi við hernað Bandaríkjanna. Í ályktun Arababandalagsins, sem samþykkt var eftir næturlanga fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna, segir að grípa eigi án tafar til aðgerða á ýmsum sviðum, þar á meðal pólitískra og lagalegra aðgerða auk hernaðar. Mustafi Alani, sem er yfirmaður öryggis- og varnarmáladeildar rannsóknarmiðstöðvar um málefni Persaflóaríkjanna í Genf, segir leiðtoga Arababandalagsríkjanna greinilega hafa áhyggjur af því hvað Bandaríkin ætli að gera. Sádi-Arabía og fleiri arabaríki hafa ekki síst gagnrýnt tregðu Bandaríkjanna við að skipta sér af borgarstyrjöldinni í Sýrlandi. Ekkert kemur fram í ályktun Arababandalagsins um það hvort stefnt sé að aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi sérstaklega. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
„Hann er greinilega búinn að koma saman bandalagi hinna viljugu,“ sagði Mike Rogers, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um hernaðaráform Baracks Obama Bandaríkjaforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak. „Það er gott,“ bætti hann við, en tók fram að þetta orðalag hafi heyrst áður. „Og svo tel ég að hann þurfi að fræða þingið og bandarísku þjóðina um það nákvæmlega hvað við ætlum okkur að gera þarna.“ Leiðtogar bæði demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Obama útskýri nákvæmlega hvers konar hernaðaraðgerðir eru fyrirhugaðar. Sjálfur hyggst Obama kynna áform sín í ræðu á morgun, en í dag hyggst hann ræða málið við þingleiðtoga bæði repúblikana og demókrata. Hann hefur lýst því yfir að enginn landher verði sendur til Íraks eða Sýrlands. Hernaðurinn verði svipaður því sem Bandaríkin hafa áður gert í baráttu sinni gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher hefur þegar gert meira en 130 loftárásir á vígasveitir Íslamska ríkisins í Írak. Vígasveitirnar brugðust við með því að taka af lífi tvo bandaríska fréttamenn sem höfðu verið í gíslingu þeirra í Sýrlandi. Nokkur Evrópuríki hafa gefið loforð um þátttöku í hernaði gegn Íslamska ríkinu. Þá samþykkti Arabandalagið í gær að grípa til hernaðar gegn öfgahópum á borð við Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. Bandalagið lét þó vera að lýsa yfir stuðningi við hernað Bandaríkjanna. Í ályktun Arababandalagsins, sem samþykkt var eftir næturlanga fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna, segir að grípa eigi án tafar til aðgerða á ýmsum sviðum, þar á meðal pólitískra og lagalegra aðgerða auk hernaðar. Mustafi Alani, sem er yfirmaður öryggis- og varnarmáladeildar rannsóknarmiðstöðvar um málefni Persaflóaríkjanna í Genf, segir leiðtoga Arababandalagsríkjanna greinilega hafa áhyggjur af því hvað Bandaríkin ætli að gera. Sádi-Arabía og fleiri arabaríki hafa ekki síst gagnrýnt tregðu Bandaríkjanna við að skipta sér af borgarstyrjöldinni í Sýrlandi. Ekkert kemur fram í ályktun Arababandalagsins um það hvort stefnt sé að aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi sérstaklega.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira