Innlent

Loftmælar uppi svo lengi sem gýs

Bjarki Ármannsson skrifar
Há gildi SO2 mældust á Austfjörðum í síðustu viku.
Há gildi SO2 mældust á Austfjörðum í síðustu viku. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Umhverfisstofnun hefur fest kaup á fjörutíu mælum til að vakta styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni. Verður þeim komið fyrir víða um land og hægt að fylgjast með mælingum nokkurra þeirra í beinni á vefsíðunni loftgaedi.is.

Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að með þessu muni ganga enn betur að koma upplýsingum um loftmengun vegna gossins til almennings.

„Þetta er í fyrsta sinn sem við förum í svona mikla aðgerð, en þetta er líka í fyrsta sinn sem það mælist svona mikið brennisteinsdíoxíð,“ segir Guðfinnur. „Við höfum aldrei staðið frammi fyrir því í fyrri gosum í samtímanum.“

Loftmælar af þessu tagi eru alla jafna aðeins notaðir í nágrenni stóriðjufyrirtækja.

„En nú er fólk að verða vart við þetta um allt land,“ segir Guðfinnur. „Þetta er tímabundið ástand svo lengi sem það gýs og von er á þessari mengun.“


Tengdar fréttir

Mengunarinnar vart á stórum hluta landsins

Útlit er fyrir þó nokkurri gasmengun frá eldgosinu næstu tvo daga. Mengunin kemur til með að gera vart við sig á stórum hluta landsins, meðal annars á Blönduósi, Akureyri og Hvammstanga.

Met slegið í brennisteinsdíoxíðsmengun

Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir að aldrei áður hafi mælst eins mikil brennisteinsdíoxíðsmengun á Íslandi og frá eldgosinu í Holuhrauni í gærkvöldi. Mengunarmælum verður fjölgað.

Íbúar Kópaskers haldi sig innandyra

Íbúum Kópaskers og nágrenni er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum vegna mengunar af völdum eldgossins í Holuhrauni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×