Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu FBJ og JHH skrifar 23. september 2014 07:00 Sigríður Friðjónsdóttir mun mæta á fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag. fréttablaðið/anton Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fagnar fréttum af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, ætli að láta skoða hvort rétt sé staðið að símhlerunum við rannsókn sakamála. „Og þá ekki síst hvort regluverkið sem um þetta fjallar er í lagi og svo auðvitað framkvæmdin líka. Og þar skiptir máli að mínu mati að Lögmannafélag Íslands hefur óskað eftir fundi með ríkissaksóknara, til þess að ræða framkvæmd símahlustunar og eftir atvikum hvernig farið er með upplýsingar sem þannig fást, frá því í apríl á síðasta ári en án árangurs þrátt fyrir ítrekanir,“ segir Jónas Þór. Formaður lögmannafélagsins segir því mjög brýnt að þessi mál verði skoðuð nánar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari mun mæta fyrir fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag. Tilefni fundarins er umræða sem hefur farið af stað um hleranir. „Þetta er á málefnasviði allsherjar- og menntamálanefndar og þar sem friðhelgi einkalífsins er varin í stjórnarskránni þá ber að passa sig þegar við setjum reglur um það líkt og við gerum þegar við heimilum þessar rannsóknir,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar. Nefndin vilji því fullvissa sig um að farið sé að reglum. Auk ríkissaksóknara mun Reimar Pétursson mæta fyrir hönd Lögmannafélags Íslands. Þá mun Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, mæta með skrifstofustjórunum Bryndísi Helgadóttur og Þórunni J. Hafstein. „Við höfum litið svo á að regluverkið eins og það er sé nægilega traust. Og þess vegna hefur okkur komið á óvart að það séu einhverjar efasemdir um það hvað megi gera í þessu, hvað sé heimilt að gera í þessum efnum og svo það að framkvæmdin virðist vera ótraust. En fyrst þetta er staðan þá auðvitað bara fögnum við því að það sé skoðað hvort það sé ástæða til að treysta regluverkinu,“ segir Jónas Þór. Að sögn Jónasar Þórs lítur félagið svo á að þetta mál snúist um trúnaðarsambandið sem er á milli lögmanns og umbjóðanda hans. „Það nýtur verndar samkvæmt lögum og ef það er brotið gegn þessu trúnaðarsambandi þá felur það í sér brot á rétti skjólstæðings lögmanns. En það kann svo að vera að það sé athugunarefni líka hvort að það hafi verið með einhverjum hætti gengið á rétt lögmanna sjálfra eftir atvikum til friðhelgi eða í öðru efni,“ segir Jónas Þór. Alþingi Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fagnar fréttum af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, ætli að láta skoða hvort rétt sé staðið að símhlerunum við rannsókn sakamála. „Og þá ekki síst hvort regluverkið sem um þetta fjallar er í lagi og svo auðvitað framkvæmdin líka. Og þar skiptir máli að mínu mati að Lögmannafélag Íslands hefur óskað eftir fundi með ríkissaksóknara, til þess að ræða framkvæmd símahlustunar og eftir atvikum hvernig farið er með upplýsingar sem þannig fást, frá því í apríl á síðasta ári en án árangurs þrátt fyrir ítrekanir,“ segir Jónas Þór. Formaður lögmannafélagsins segir því mjög brýnt að þessi mál verði skoðuð nánar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari mun mæta fyrir fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag. Tilefni fundarins er umræða sem hefur farið af stað um hleranir. „Þetta er á málefnasviði allsherjar- og menntamálanefndar og þar sem friðhelgi einkalífsins er varin í stjórnarskránni þá ber að passa sig þegar við setjum reglur um það líkt og við gerum þegar við heimilum þessar rannsóknir,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar. Nefndin vilji því fullvissa sig um að farið sé að reglum. Auk ríkissaksóknara mun Reimar Pétursson mæta fyrir hönd Lögmannafélags Íslands. Þá mun Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, mæta með skrifstofustjórunum Bryndísi Helgadóttur og Þórunni J. Hafstein. „Við höfum litið svo á að regluverkið eins og það er sé nægilega traust. Og þess vegna hefur okkur komið á óvart að það séu einhverjar efasemdir um það hvað megi gera í þessu, hvað sé heimilt að gera í þessum efnum og svo það að framkvæmdin virðist vera ótraust. En fyrst þetta er staðan þá auðvitað bara fögnum við því að það sé skoðað hvort það sé ástæða til að treysta regluverkinu,“ segir Jónas Þór. Að sögn Jónasar Þórs lítur félagið svo á að þetta mál snúist um trúnaðarsambandið sem er á milli lögmanns og umbjóðanda hans. „Það nýtur verndar samkvæmt lögum og ef það er brotið gegn þessu trúnaðarsambandi þá felur það í sér brot á rétti skjólstæðings lögmanns. En það kann svo að vera að það sé athugunarefni líka hvort að það hafi verið með einhverjum hætti gengið á rétt lögmanna sjálfra eftir atvikum til friðhelgi eða í öðru efni,“ segir Jónas Þór.
Alþingi Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira