Menning

Raddir innflytjenda í bókmenntum

Doris Lessing var í raun alls staðar „innflytjandi“, bæði í Evrópu og í Afríku.
Doris Lessing var í raun alls staðar „innflytjandi“, bæði í Evrópu og í Afríku.
Hildur Knútsdóttir og Sigfríður Gunnlaugsdóttir hafa umsjón með bókakaffi í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld klukkan 20. Þær fjalla um raddir innflytjenda í bókmenntum, með áherslu á höfunda sem flutt hafa til og frá Afríkuríkjum. Sérstaklega verður fjallað um rithöfundinn Doris Lessing en hún var í raun alls staðar „innflytjandi“, bæði í Evrópu og í Afríku. Einnig verður rætt um bókina The Jive Talker; Or How to get a British Passport eftir malavíska höfundinn Samson Kambalu.



Bókakaffið hóf göngu sína í Gerðubergi haustið 2011 og er hluti af dagskrárröð sem boðið er upp á á miðvikudagskvöldum í samvinnu við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Markmiðið er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bókmennta og sagnamennsku. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.