Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir 3.543 manns hið minnsta hafa látist í átökunum í Austur-Úkraínu ef þeir 298 sem fórust með farþegaflugvélinni MH17 eru taldir með. Ivan Simonovic, aðalritari mannréttindamála, segir töluna þó „sennilega talsvert hærri“.
Áður var fjöldi látinna talinn vera í kringum þrjú þúsund. Vopnahléi var komið á 5. september en fram að því féllu að meðaltali 42 á dag í átökunum.
