Notkun gervisykurs jafnvel hætt hjá Mjólkursamsölunni Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Ákveðið var að bjóða upp á mjólkurvörur með gervisykri vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum. Vörur með gervisykri eru í sumum tilfellum merktar með orðinu "létt“. VÍSIR/GVA Til greina gæti komið að hætta að setja gervisykur í mjólkurvörur vegna óvissunnar um hollustu hans. Þetta segir dr. Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiddu í ljós að mýs sem innbyrtu reglulega gervisykur, það er sætuefnin sakkarín, súkralósa og aspartam, fengu brenglað sykurþol, að því er segir í grein í vísindaritinu Nature. Ástæðuna fyrir því var að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var einnig gerð á mönnum og fengu fjórir af sjö þátttakendum brenglað sykurþol. „Þetta er lítil rannsókn, sem er eiginlega frumrannsókn, en sannarlega áhugaverð,“ tekur Björn fram. Sumar af sýrðum bragðbættum vörum MS innihalda gervisykur, svo sem létt óskajógúrt. „Sætuefni eru meðal annars notuð í vörur til að lækka orku- og kolvetnainnhald varanna án þess að það bitni of mikið á bragðgæðum. Sætuefni eru notuð í mjög litlu magni hjá MS og í samræmi við lög og reglugerðir um notkun þessara efna,“ greinir Björn frá. Hann segir að ákveðið hafi verið að bjóða upp á þennan valkost vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum en mjólkurbransinn leggi enga áherslu á notkun þeirra. „Við höfum verið að skipta út sætuefninu aspartam, sem hefur verið mest umdeilt hjá almenningi, fyrir annað og við notum núna lítið af því. Við höfum ekki komið með nýja vöru með aspartami í sjö til átta ár. Við notum heldur ekki sakkarín heldur súkralósa. Nú erum við farin að nota stevía sem er náttúrulegt sætuefni en rannsakendur segja áhugavert að rannsaka einnig áhrif þess.Björn S. GunnarssonAð sögn Björns fylgist MS alltaf með ákvörðunum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA, til að geta brugðist við á réttan hátt. „Þeir hafa alltaf gefið grænt ljós eftir að hafa farið yfir vísindagögn.“ Björn bendir á að líklega vegi mjólkurvörur ekki þungt í sætuefnaneyslu almennings. „Menn borða kannski eina jógúrtdós á dag en geta auðveldlega drukkið einn lítra af gosi með sætuefni í á dag. Heildarneyslan getur auðvitað orðið of mikil en yfirvöld fylgjast með neyslu þeirra sem neyta mest og öryggismörkin eru sett töluvert fyrir neðan möguleg hættumörk.“ Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. Meðalneyslan er langt undir ásættanlegri daglegri inntöku. „Það virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af neyslunni hér,“ segir Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. Þegar sætuefni er í matvöru á að koma fram í innihaldslýsingu flokksheitið sætuefni og þar fyrir aftan annaðhvort heiti efnisins eða E-númer. Í reglugerð um merkingu matvæla segir jafnframt að sé sætuefni í þeim eigi upplýsingar um það að fylgja vöruheitinu. Ef vanilluskyr er með sætuefni ætti að merkja það „vanilluskyr með sætuefnum“. Tengdar fréttir Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Til greina gæti komið að hætta að setja gervisykur í mjólkurvörur vegna óvissunnar um hollustu hans. Þetta segir dr. Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiddu í ljós að mýs sem innbyrtu reglulega gervisykur, það er sætuefnin sakkarín, súkralósa og aspartam, fengu brenglað sykurþol, að því er segir í grein í vísindaritinu Nature. Ástæðuna fyrir því var að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var einnig gerð á mönnum og fengu fjórir af sjö þátttakendum brenglað sykurþol. „Þetta er lítil rannsókn, sem er eiginlega frumrannsókn, en sannarlega áhugaverð,“ tekur Björn fram. Sumar af sýrðum bragðbættum vörum MS innihalda gervisykur, svo sem létt óskajógúrt. „Sætuefni eru meðal annars notuð í vörur til að lækka orku- og kolvetnainnhald varanna án þess að það bitni of mikið á bragðgæðum. Sætuefni eru notuð í mjög litlu magni hjá MS og í samræmi við lög og reglugerðir um notkun þessara efna,“ greinir Björn frá. Hann segir að ákveðið hafi verið að bjóða upp á þennan valkost vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum en mjólkurbransinn leggi enga áherslu á notkun þeirra. „Við höfum verið að skipta út sætuefninu aspartam, sem hefur verið mest umdeilt hjá almenningi, fyrir annað og við notum núna lítið af því. Við höfum ekki komið með nýja vöru með aspartami í sjö til átta ár. Við notum heldur ekki sakkarín heldur súkralósa. Nú erum við farin að nota stevía sem er náttúrulegt sætuefni en rannsakendur segja áhugavert að rannsaka einnig áhrif þess.Björn S. GunnarssonAð sögn Björns fylgist MS alltaf með ákvörðunum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA, til að geta brugðist við á réttan hátt. „Þeir hafa alltaf gefið grænt ljós eftir að hafa farið yfir vísindagögn.“ Björn bendir á að líklega vegi mjólkurvörur ekki þungt í sætuefnaneyslu almennings. „Menn borða kannski eina jógúrtdós á dag en geta auðveldlega drukkið einn lítra af gosi með sætuefni í á dag. Heildarneyslan getur auðvitað orðið of mikil en yfirvöld fylgjast með neyslu þeirra sem neyta mest og öryggismörkin eru sett töluvert fyrir neðan möguleg hættumörk.“ Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. Meðalneyslan er langt undir ásættanlegri daglegri inntöku. „Það virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af neyslunni hér,“ segir Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. Þegar sætuefni er í matvöru á að koma fram í innihaldslýsingu flokksheitið sætuefni og þar fyrir aftan annaðhvort heiti efnisins eða E-númer. Í reglugerð um merkingu matvæla segir jafnframt að sé sætuefni í þeim eigi upplýsingar um það að fylgja vöruheitinu. Ef vanilluskyr er með sætuefni ætti að merkja það „vanilluskyr með sætuefnum“.
Tengdar fréttir Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15