Krabbameinslæknalaust Ísland árið 2020? Krabbameinslæknar skrifar 25. september 2014 07:00 Þriðjungur af íslensku þjóðinni mun greinast með krabbamein á lífsleiðinni og þurfa á læknisaðstoð skurð- og/eða krabbameinslæknis að halda. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur framan af þótt vel í stakk búið til að hugsa um þessa sjúklinga en undanfarin 5-7 ár hefur hallað verulega undan fæti. Raunar svo mikið að ekki verður hægt að segja annað en að neyðarástand ríki í krabbameinslækningum á Íslandi í dag. Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins. Þetta stafar bæði af því að sérfræðingar hafa kosið að flytja ekki heim að loknu sérnámi og sumir hafa kosið að flytja aftur frá landinu eftir að hafa kynnst starfsaðstæðum á Íslandi í nokkur ár. Því hefur álagið aukist óheyrilega á þá sem enn standa vaktina og augljóslega má lítið út af að bregða til að þeir sem eftir starfa hreinlega kikni undan álaginu og krabbameinslækningar eins og þær leggja sig hrynji. Hvert hafa stjórnvöld þá hugsað sér að senda krabbameinssjúklinga til meðferðar? Íslenskir læknar hafa í gegnum tíðina þurft að ná sér í sína sérfræðingsmenntun í öðrum löndum og flutt út eftir að hafa lokið grunnnáminu og komið heim að sérnámi loknu. Síðastliðin 5-10 ár hefur sú breyting orðið á að sérfræðilæknar ílengjast úti þar sem þeim þykja aðstæður á Íslandi ekki aðlaðandi.Kjör og vinnuskilyrði Skýringar á brottfalli krabbameinslækna eru nokkrar. Kjör lækna hafa dregist aftur úr kjörum annarra sambærilegra stétta. Grunnlaun læknis eftir sex ára nám í læknadeild eru 340.000 ISK og grunnlaun sérfræðilæknis eru 530.000 ISK. Góð vinnuskilyrði þurfa að vera fyrir hendi með þeim lækningatækjum og lyfjum sem nútímalækningar gera kröfu um. Þessu er verulega ábótavant í dag. Nýjustu meðferðir í geislalækningum sem og nýjustu myndgreiningartæki eru ekki til staðar á landinu og því þarf að senda sjúklinga utan með tilheyrandi kostnaði. Húsnæðið þarf að vera þannig að heilsa sjúklinga og starfsfólks sé ekki sett í hættu í hripleku og sveppasýktu húsnæði eins og gert er í dag. Oft hafa sérfræðilæknar einnig stundað rannsóknarvinnu til að fleyta vísindum í faginu áfram en gefst svo ekki tími til að vinna áfram að rannsóknum þegar heim er komið. Allt þetta verður til að draga úr starfsánægju og þar sem læknar eiga hægt um vik með að finna vinnu í öðrum löndum þá kjósa fleiri og fleiri einfaldlega að koma ekki heim eftir sérnám eða flytja búferlum aftur út með fjölskylduna.Á ábyrgð Alþingis Íslendingar og oft sér í lagi íslenskir stjórnmálamenn hafa lengi hreykt sér af því að búa að framúrskarandi heilbrigðiskerfi með fyrsta flokks þjónustu. Af framansögðu má öllum vera ljóst að sú er ekki lengur raunin og réttast að það verði viðurkennt. Það er svo á ábyrgð Alþingis að ákveða hver forgangröðunin skuli vera til framtíðar. Einn möguleikinn er hreinlega að lýsa því yfir að héðan í frá sé ekki stefnt að því að íslenskir sjúklingar fái sambærilega þjónustu og gerist erlendis. Hinn möguleikinn er að reyna að snúa þessari óheillaþróun við. Ef sú verður ekki raunin ætti öllum að vera ljóst að þegar kerfið hrynur sem mun eflaust gerast þegar næsti krabbameinslæknir hættir, þá er það á ábyrgð stjórnvalda þegar krabbameinssjúklingar þurfa að fara utan til að leita sér læknisaðstoðar.Þurfum skýra stefnumörkun Við undirrituð erum meðal þeirra sem hafa nýlega eða munu klára sérnám í krabbameinslækningum á næstunni, nám sem hefur tekið okkur í kringum 15 ár frá því við hófum nám í læknadeild. Öll viljum við gjarnan koma aftur til Íslands að loknu sérnámi en ef við getum ekki séð fyrir okkur og fjölskyldum okkar á sambærilegan máta og sambærilegar stéttir með styttra háskólanám að baki og þaðan af síður sinnt okkar sjúklingum á mannsæmandi hátt, eigum við erfitt með að sjá það fyrir okkur. Við þurfum tækifæri til að vinna okkar vinnu almennilega, laus við samviskubit gagnvart sjúklingum okkar sem við getum ekki sinnt á þann hátt sem við viljum og þeir eiga skilið eða gefið þeim þann tíma sem þeir þurfa. Við óskum því eftir skýrri stefnumörkun og framtíðarsýn heilbrigðisyfirvalda í stað innantómra loforða undanfarinna ára svo hægt sé að snúa vörn í sókn og finna leiðir til úrbóta í málum heilbrigðiskerfisins, Landspítala – Háskólasjúkrahúss og þar með talið krabbameinslækningum áður en það verður of seint.Einar BjörgvinssonHelga TryggvadóttirÓlöf K. BjarnadóttirSigurdís HaraldsdóttirVaka Ýr SævarsdóttirÖrvar Gunnarssonlæknar sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningumHöfundar eru búsettirí Bandaríkjunum, Danmörkuog Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjungur af íslensku þjóðinni mun greinast með krabbamein á lífsleiðinni og þurfa á læknisaðstoð skurð- og/eða krabbameinslæknis að halda. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur framan af þótt vel í stakk búið til að hugsa um þessa sjúklinga en undanfarin 5-7 ár hefur hallað verulega undan fæti. Raunar svo mikið að ekki verður hægt að segja annað en að neyðarástand ríki í krabbameinslækningum á Íslandi í dag. Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins. Þetta stafar bæði af því að sérfræðingar hafa kosið að flytja ekki heim að loknu sérnámi og sumir hafa kosið að flytja aftur frá landinu eftir að hafa kynnst starfsaðstæðum á Íslandi í nokkur ár. Því hefur álagið aukist óheyrilega á þá sem enn standa vaktina og augljóslega má lítið út af að bregða til að þeir sem eftir starfa hreinlega kikni undan álaginu og krabbameinslækningar eins og þær leggja sig hrynji. Hvert hafa stjórnvöld þá hugsað sér að senda krabbameinssjúklinga til meðferðar? Íslenskir læknar hafa í gegnum tíðina þurft að ná sér í sína sérfræðingsmenntun í öðrum löndum og flutt út eftir að hafa lokið grunnnáminu og komið heim að sérnámi loknu. Síðastliðin 5-10 ár hefur sú breyting orðið á að sérfræðilæknar ílengjast úti þar sem þeim þykja aðstæður á Íslandi ekki aðlaðandi.Kjör og vinnuskilyrði Skýringar á brottfalli krabbameinslækna eru nokkrar. Kjör lækna hafa dregist aftur úr kjörum annarra sambærilegra stétta. Grunnlaun læknis eftir sex ára nám í læknadeild eru 340.000 ISK og grunnlaun sérfræðilæknis eru 530.000 ISK. Góð vinnuskilyrði þurfa að vera fyrir hendi með þeim lækningatækjum og lyfjum sem nútímalækningar gera kröfu um. Þessu er verulega ábótavant í dag. Nýjustu meðferðir í geislalækningum sem og nýjustu myndgreiningartæki eru ekki til staðar á landinu og því þarf að senda sjúklinga utan með tilheyrandi kostnaði. Húsnæðið þarf að vera þannig að heilsa sjúklinga og starfsfólks sé ekki sett í hættu í hripleku og sveppasýktu húsnæði eins og gert er í dag. Oft hafa sérfræðilæknar einnig stundað rannsóknarvinnu til að fleyta vísindum í faginu áfram en gefst svo ekki tími til að vinna áfram að rannsóknum þegar heim er komið. Allt þetta verður til að draga úr starfsánægju og þar sem læknar eiga hægt um vik með að finna vinnu í öðrum löndum þá kjósa fleiri og fleiri einfaldlega að koma ekki heim eftir sérnám eða flytja búferlum aftur út með fjölskylduna.Á ábyrgð Alþingis Íslendingar og oft sér í lagi íslenskir stjórnmálamenn hafa lengi hreykt sér af því að búa að framúrskarandi heilbrigðiskerfi með fyrsta flokks þjónustu. Af framansögðu má öllum vera ljóst að sú er ekki lengur raunin og réttast að það verði viðurkennt. Það er svo á ábyrgð Alþingis að ákveða hver forgangröðunin skuli vera til framtíðar. Einn möguleikinn er hreinlega að lýsa því yfir að héðan í frá sé ekki stefnt að því að íslenskir sjúklingar fái sambærilega þjónustu og gerist erlendis. Hinn möguleikinn er að reyna að snúa þessari óheillaþróun við. Ef sú verður ekki raunin ætti öllum að vera ljóst að þegar kerfið hrynur sem mun eflaust gerast þegar næsti krabbameinslæknir hættir, þá er það á ábyrgð stjórnvalda þegar krabbameinssjúklingar þurfa að fara utan til að leita sér læknisaðstoðar.Þurfum skýra stefnumörkun Við undirrituð erum meðal þeirra sem hafa nýlega eða munu klára sérnám í krabbameinslækningum á næstunni, nám sem hefur tekið okkur í kringum 15 ár frá því við hófum nám í læknadeild. Öll viljum við gjarnan koma aftur til Íslands að loknu sérnámi en ef við getum ekki séð fyrir okkur og fjölskyldum okkar á sambærilegan máta og sambærilegar stéttir með styttra háskólanám að baki og þaðan af síður sinnt okkar sjúklingum á mannsæmandi hátt, eigum við erfitt með að sjá það fyrir okkur. Við þurfum tækifæri til að vinna okkar vinnu almennilega, laus við samviskubit gagnvart sjúklingum okkar sem við getum ekki sinnt á þann hátt sem við viljum og þeir eiga skilið eða gefið þeim þann tíma sem þeir þurfa. Við óskum því eftir skýrri stefnumörkun og framtíðarsýn heilbrigðisyfirvalda í stað innantómra loforða undanfarinna ára svo hægt sé að snúa vörn í sókn og finna leiðir til úrbóta í málum heilbrigðiskerfisins, Landspítala – Háskólasjúkrahúss og þar með talið krabbameinslækningum áður en það verður of seint.Einar BjörgvinssonHelga TryggvadóttirÓlöf K. BjarnadóttirSigurdís HaraldsdóttirVaka Ýr SævarsdóttirÖrvar Gunnarssonlæknar sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningumHöfundar eru búsettirí Bandaríkjunum, Danmörkuog Svíþjóð.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun