Kennitöluflakk er þjóðaríþrótt íslendinga Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 26. september 2014 07:00 Þingmenn ræddu kennitöluflakk á Alþingi í gær. Fréttablaðið/Stefán „Kennitöluflakk hefur verið þjóðaríþrótt íslendinga í langan tíma, að stofna fyrirtæki, taka út úr þeim eignir, setja í þrot og skilja eftir sviðna jörð,“ sagði Karl Garðarsson, Framsóknarflokki, í sérstakri umræðu um kennitöluflakk á Alþingi. Unnur Brá Konráðsdóttir var málshefjandi. Hún sagði að kennitöluflakk kostaði lánveitendur, ríkissjóð og skattgreiðendur háar fjárhæðir á hverju ári og spurði hún Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hvernig miðaði að kortleggja vandann og til hvaða aðgerða hafi verið gripið. Ráðherra svaraði og sagði að það sem gerði málið snúið væri að það væri ekkert til sem héti kennitöluflakk samkvæmt lögum. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota en það er saknæmt að misnota það úrræði, sem er það sem við viljum koma í veg fyrir,“ sagði Ragnheiður Elín. Jafnframt greindi ráðherra frá því að starfshópur væri að reyna að kortleggja vandann. Vandi hans væri að afla upplýsinga, þær lægju ekki á lausu. Ráðherra spurði hvort þingmenn vildu setja í lög ákvæði sem kvæðu á um tímabundið atvinnurekstrarbann í einhvern tíma fyrir þá sem hafa orðið gjaldþrota. Önnur leið væri að hækka lágmarkshlutafé hlutafélaga. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
„Kennitöluflakk hefur verið þjóðaríþrótt íslendinga í langan tíma, að stofna fyrirtæki, taka út úr þeim eignir, setja í þrot og skilja eftir sviðna jörð,“ sagði Karl Garðarsson, Framsóknarflokki, í sérstakri umræðu um kennitöluflakk á Alþingi. Unnur Brá Konráðsdóttir var málshefjandi. Hún sagði að kennitöluflakk kostaði lánveitendur, ríkissjóð og skattgreiðendur háar fjárhæðir á hverju ári og spurði hún Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hvernig miðaði að kortleggja vandann og til hvaða aðgerða hafi verið gripið. Ráðherra svaraði og sagði að það sem gerði málið snúið væri að það væri ekkert til sem héti kennitöluflakk samkvæmt lögum. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota en það er saknæmt að misnota það úrræði, sem er það sem við viljum koma í veg fyrir,“ sagði Ragnheiður Elín. Jafnframt greindi ráðherra frá því að starfshópur væri að reyna að kortleggja vandann. Vandi hans væri að afla upplýsinga, þær lægju ekki á lausu. Ráðherra spurði hvort þingmenn vildu setja í lög ákvæði sem kvæðu á um tímabundið atvinnurekstrarbann í einhvern tíma fyrir þá sem hafa orðið gjaldþrota. Önnur leið væri að hækka lágmarkshlutafé hlutafélaga.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira