Vill breyta lögum verði úrskurður Samkeppniseftirlits staðfestur Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2014 07:00 Mörg spjót hafa staðið á stjórnendum MS eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins í byrjun vikunnar þess efnis að félagið hafi brotið samkeppnislög .Fréttablaðið/Stefán SamkeppnismálHanna Birna Kristjánsdóttir telur eðlilegt að taka málið upp á Alþingi og breyta lögum, neytendum í hag, verði úrskurður Samkeppniseftirlitsins gegn MS staðfestur. Hún leggur þó áherslu á að úrskurðinum hafi verið áfrýjað svo endanleg niðurstaða er ekki fengin í málinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er ráðherra neytendamála. Samkeppniseftirlitið segir í úrskurði sínum að brotið sé alvarlegt og það bitni að endingu á neytendum. Alvarleiki brotsins felst í því að það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma, eða a.m.k. frá árinu 2008 til ársloka 2013. Mjólkurvörur eru stór hluti af matarinnkaupum heimila í landinu.Hanna Birna Kristjánsdóttir ávarpaði Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið er á Akureyri.Fréttablaðið/AuðunnHanna Birna telur eðlilegt að breyta lögum verði þetta niðurstaðan. Hagsmunir neytenda eigi að vera varðir og það skipti miklu máli að sú lagaumgjörð sem mjólkuriðnaðurinn búi við verji hag þeirra í hvívetna. „Ég held að það sé alveg ljóst, ef þetta reynist rétt og að niðurstaða málsins verði eins og Samkeppniseftirlitið úrskurðar, að þingið taki þetta til meðferðar og breyti því sem verði að breyta,“ segir Hanna Birna. „Það skiptir máli að fyrirtæki sem njóta viðlíka verndar og Mjólkursamsalan býr við, að sú vernd komi ekki niður á neytendum. Samkeppnislög eru til þess að vernda hagsmuni neytenda fyrst og síðast og ef eitthvað kemur í veg fyrir að neytendur njóti þess sem þeir eiga að njóta þarf að bregðast við. Hins vegar er rétt að dómur er ekki fallinn í málinu þó úrskurður Samkeppniseftirlitsins sé á þessa leið.“ Þegar ráðherrann er spurður að því hvort fyrirtæki eins og MS hafi ekki ríkum skyldum að gegna gagnvart neytendum, er hún því sammála. „Fyrirtæki sem njóta slíkrar sérstöðu að vera undanþegin samkeppnislögum hljóta að hafa ríkum skyldum að gegna og því staldrar maður við. Verði þetta niðurstaðan þá stríðir það gegn almennri hugsun um hvernig samkeppni á að virka, hún á að virka fyrir neytendur. Ef þess gætir ekki verðum við að endurskoða umgjörðina,“ segir Hanna Birna. MS hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Líklegt þykir að áfrýjunarnefnd skili úrskurði í kringum áramótin. Aðilar máls hafa tíma til þess að senda inn greinargerð máli sínu til stuðnings. Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
SamkeppnismálHanna Birna Kristjánsdóttir telur eðlilegt að taka málið upp á Alþingi og breyta lögum, neytendum í hag, verði úrskurður Samkeppniseftirlitsins gegn MS staðfestur. Hún leggur þó áherslu á að úrskurðinum hafi verið áfrýjað svo endanleg niðurstaða er ekki fengin í málinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er ráðherra neytendamála. Samkeppniseftirlitið segir í úrskurði sínum að brotið sé alvarlegt og það bitni að endingu á neytendum. Alvarleiki brotsins felst í því að það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma, eða a.m.k. frá árinu 2008 til ársloka 2013. Mjólkurvörur eru stór hluti af matarinnkaupum heimila í landinu.Hanna Birna Kristjánsdóttir ávarpaði Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið er á Akureyri.Fréttablaðið/AuðunnHanna Birna telur eðlilegt að breyta lögum verði þetta niðurstaðan. Hagsmunir neytenda eigi að vera varðir og það skipti miklu máli að sú lagaumgjörð sem mjólkuriðnaðurinn búi við verji hag þeirra í hvívetna. „Ég held að það sé alveg ljóst, ef þetta reynist rétt og að niðurstaða málsins verði eins og Samkeppniseftirlitið úrskurðar, að þingið taki þetta til meðferðar og breyti því sem verði að breyta,“ segir Hanna Birna. „Það skiptir máli að fyrirtæki sem njóta viðlíka verndar og Mjólkursamsalan býr við, að sú vernd komi ekki niður á neytendum. Samkeppnislög eru til þess að vernda hagsmuni neytenda fyrst og síðast og ef eitthvað kemur í veg fyrir að neytendur njóti þess sem þeir eiga að njóta þarf að bregðast við. Hins vegar er rétt að dómur er ekki fallinn í málinu þó úrskurður Samkeppniseftirlitsins sé á þessa leið.“ Þegar ráðherrann er spurður að því hvort fyrirtæki eins og MS hafi ekki ríkum skyldum að gegna gagnvart neytendum, er hún því sammála. „Fyrirtæki sem njóta slíkrar sérstöðu að vera undanþegin samkeppnislögum hljóta að hafa ríkum skyldum að gegna og því staldrar maður við. Verði þetta niðurstaðan þá stríðir það gegn almennri hugsun um hvernig samkeppni á að virka, hún á að virka fyrir neytendur. Ef þess gætir ekki verðum við að endurskoða umgjörðina,“ segir Hanna Birna. MS hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Líklegt þykir að áfrýjunarnefnd skili úrskurði í kringum áramótin. Aðilar máls hafa tíma til þess að senda inn greinargerð máli sínu til stuðnings.
Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira