Vill breyta lögum verði úrskurður Samkeppniseftirlits staðfestur Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2014 07:00 Mörg spjót hafa staðið á stjórnendum MS eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins í byrjun vikunnar þess efnis að félagið hafi brotið samkeppnislög .Fréttablaðið/Stefán SamkeppnismálHanna Birna Kristjánsdóttir telur eðlilegt að taka málið upp á Alþingi og breyta lögum, neytendum í hag, verði úrskurður Samkeppniseftirlitsins gegn MS staðfestur. Hún leggur þó áherslu á að úrskurðinum hafi verið áfrýjað svo endanleg niðurstaða er ekki fengin í málinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er ráðherra neytendamála. Samkeppniseftirlitið segir í úrskurði sínum að brotið sé alvarlegt og það bitni að endingu á neytendum. Alvarleiki brotsins felst í því að það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma, eða a.m.k. frá árinu 2008 til ársloka 2013. Mjólkurvörur eru stór hluti af matarinnkaupum heimila í landinu.Hanna Birna Kristjánsdóttir ávarpaði Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið er á Akureyri.Fréttablaðið/AuðunnHanna Birna telur eðlilegt að breyta lögum verði þetta niðurstaðan. Hagsmunir neytenda eigi að vera varðir og það skipti miklu máli að sú lagaumgjörð sem mjólkuriðnaðurinn búi við verji hag þeirra í hvívetna. „Ég held að það sé alveg ljóst, ef þetta reynist rétt og að niðurstaða málsins verði eins og Samkeppniseftirlitið úrskurðar, að þingið taki þetta til meðferðar og breyti því sem verði að breyta,“ segir Hanna Birna. „Það skiptir máli að fyrirtæki sem njóta viðlíka verndar og Mjólkursamsalan býr við, að sú vernd komi ekki niður á neytendum. Samkeppnislög eru til þess að vernda hagsmuni neytenda fyrst og síðast og ef eitthvað kemur í veg fyrir að neytendur njóti þess sem þeir eiga að njóta þarf að bregðast við. Hins vegar er rétt að dómur er ekki fallinn í málinu þó úrskurður Samkeppniseftirlitsins sé á þessa leið.“ Þegar ráðherrann er spurður að því hvort fyrirtæki eins og MS hafi ekki ríkum skyldum að gegna gagnvart neytendum, er hún því sammála. „Fyrirtæki sem njóta slíkrar sérstöðu að vera undanþegin samkeppnislögum hljóta að hafa ríkum skyldum að gegna og því staldrar maður við. Verði þetta niðurstaðan þá stríðir það gegn almennri hugsun um hvernig samkeppni á að virka, hún á að virka fyrir neytendur. Ef þess gætir ekki verðum við að endurskoða umgjörðina,“ segir Hanna Birna. MS hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Líklegt þykir að áfrýjunarnefnd skili úrskurði í kringum áramótin. Aðilar máls hafa tíma til þess að senda inn greinargerð máli sínu til stuðnings. Alþingi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Sjá meira
SamkeppnismálHanna Birna Kristjánsdóttir telur eðlilegt að taka málið upp á Alþingi og breyta lögum, neytendum í hag, verði úrskurður Samkeppniseftirlitsins gegn MS staðfestur. Hún leggur þó áherslu á að úrskurðinum hafi verið áfrýjað svo endanleg niðurstaða er ekki fengin í málinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er ráðherra neytendamála. Samkeppniseftirlitið segir í úrskurði sínum að brotið sé alvarlegt og það bitni að endingu á neytendum. Alvarleiki brotsins felst í því að það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma, eða a.m.k. frá árinu 2008 til ársloka 2013. Mjólkurvörur eru stór hluti af matarinnkaupum heimila í landinu.Hanna Birna Kristjánsdóttir ávarpaði Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið er á Akureyri.Fréttablaðið/AuðunnHanna Birna telur eðlilegt að breyta lögum verði þetta niðurstaðan. Hagsmunir neytenda eigi að vera varðir og það skipti miklu máli að sú lagaumgjörð sem mjólkuriðnaðurinn búi við verji hag þeirra í hvívetna. „Ég held að það sé alveg ljóst, ef þetta reynist rétt og að niðurstaða málsins verði eins og Samkeppniseftirlitið úrskurðar, að þingið taki þetta til meðferðar og breyti því sem verði að breyta,“ segir Hanna Birna. „Það skiptir máli að fyrirtæki sem njóta viðlíka verndar og Mjólkursamsalan býr við, að sú vernd komi ekki niður á neytendum. Samkeppnislög eru til þess að vernda hagsmuni neytenda fyrst og síðast og ef eitthvað kemur í veg fyrir að neytendur njóti þess sem þeir eiga að njóta þarf að bregðast við. Hins vegar er rétt að dómur er ekki fallinn í málinu þó úrskurður Samkeppniseftirlitsins sé á þessa leið.“ Þegar ráðherrann er spurður að því hvort fyrirtæki eins og MS hafi ekki ríkum skyldum að gegna gagnvart neytendum, er hún því sammála. „Fyrirtæki sem njóta slíkrar sérstöðu að vera undanþegin samkeppnislögum hljóta að hafa ríkum skyldum að gegna og því staldrar maður við. Verði þetta niðurstaðan þá stríðir það gegn almennri hugsun um hvernig samkeppni á að virka, hún á að virka fyrir neytendur. Ef þess gætir ekki verðum við að endurskoða umgjörðina,“ segir Hanna Birna. MS hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Líklegt þykir að áfrýjunarnefnd skili úrskurði í kringum áramótin. Aðilar máls hafa tíma til þess að senda inn greinargerð máli sínu til stuðnings.
Alþingi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Sjá meira