Lífið er dálítið yfirþyrmandi gjöf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. september 2014 14:00 Soffía Bjarnadóttir. „Ég er að velta fyrir mér hvernig við skynjum heiminn og sköpum hann að hluta til sjálf með skynjun okkar.“ „Ég hef verið að skrifa Segulskekkju meðfram öðrum verkefnum í þrjú ár en kveikjan að fyrstu persónunni er mun eldri,“ segir Soffía Bjarnadóttir um tilurð fyrstu skáldsögu sinnar, Segulskekkju. „Sagan spinnst í kringum eina af aðalpersónunum, sem heitir Siggý, og hugmyndin að henni kom til mín í draumi fyrir löngu síðan. Mig dreymdi að ég væri að ganga í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum, hrasaði um plastpoka sem ég kíkti ofan í og sá þar mannshöfuð. Þegar ég leit upp sá ég að öll húsin í kringum kirkjugarðinn stóðu í björtu báli. Og einhvern veginn urðu fyrstu drög að Siggý til í höfðinu á mér út frá þessum draumi.“ Siggý er þó ekki aðalpersóna sögunnar heldur dóttir hennar, Hildur von Bingen, sem segir söguna í fyrstu persónu. „Þær eru samt töluvert líkar, þessar tvær aðalpersónur,“ segir Soffía. „Þær eru báðar mæður og dætur og eiga dálítið erfitt með þau hlutverk. Þær eiga líka erfitt með að halda sig í veruleikanum og þurfa að kljást við tengsl sín við heiminn, sjálfar sig og aðra.“ Móðurhlutverkið og hvernig persónurnar tvær takast á við það er einn af rauðu þráðum bókarinnar. Soffía á sjálf tvö börn en segist hlæjandi vona að samband hennar við þau sé gæfulegra en samband mæðgnanna í bókinni. „Þetta er svo rosalega stórt hlutverk, móðurhlutverkið, og kannski má segja að sagan sé í og með óður til þess.“ Aukapersónur bókarinnar eru margar hverjar mjög dularfullar og lesandinn á stundum fullt í fangi með að átta sig á hvort þær séu af þessum heimi. Soffía vill þó alls ekki kalla þær drauga. „Í sögunni blandast saman draumar, minningar og skáldskapur og kannski er þetta ævintýri í aðra röndina. Ég er að velta fyrir mér hvernig við skynjum heiminn og sköpum hann að hluta til sjálf með skynjun okkar og þá hefur skáldskapurinn mikið að segja. Þannig að sumar persónurnar fá að vera nokkurs konar ævintýrapersónur.“ Sögukonan Hildur er með annan fótinn í eigin ímyndunum þannig að það er kannski ekki skrítið að skynjun hennar á öðru fólki sé dálítið ævintýraleg. „Hún er svolítið flækt í tíma og rúmi og losnar ekki við fortíð sína, eða kannski má frekar segja að hún sé sífellt að endurskapa fortíðina,“ segir Soffía. „Það sækja á hana þessar tilvistarlegu spurningar um ábyrgð, val og tilgang. Hvað það er sem dregur líf okkar áfram og hvað við erum að gera hérna. Mér finnst þessi bók vera um lífsviljann og þessa gjöf sem lífið er. Stundum verður sú gjöf dálítið yfirþyrmandi og við mannfólkið eigum oft erfitt með að glíma við hana, jafnvel þótt vel gangi. Ég lít ekki á sorg og gleði sem andstæður, þær eru alltaf samferða.“ Flatey á Breiðafirði leikur stórt hlutverk í sögunni, hefurðu dvalið þar mikið? „Nei, ég hef bara komið þangað einu sinni,“ segir Soffía og hlær. „Flatey hefur ákveðna ímynd sem snýst um fegurð, einfaldleika, fugla og gömul hús. Fólk ferðast dálítið í tíma við að koma þangað á sumrin. Það er hins vegar allt annað að koma þar að vetri til þegar fuglana og fólkið vantar, en í raun gæti sögusviðið verið hvaða einangraða eyja sem er, hún er bara staður þar sem þú ert ein með sjálfri þér og minningunum.“ Soffía er bókmenntafræðingur að mennt og hefur skrifað töluvert um bækur annarra, hvernig leggst það í hana að vera komin hinum megin við borðið? „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég hef alltaf verið ákveðin í því að gefa út bók, það dróst bara á langinn meðan ég var að ala upp börnin, eins og algengt er hjá konum. Það er reyndar einn þráðurinn í bókinni, þetta val um það að axla ábyrgð eða láta það vera.“ Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég hef verið að skrifa Segulskekkju meðfram öðrum verkefnum í þrjú ár en kveikjan að fyrstu persónunni er mun eldri,“ segir Soffía Bjarnadóttir um tilurð fyrstu skáldsögu sinnar, Segulskekkju. „Sagan spinnst í kringum eina af aðalpersónunum, sem heitir Siggý, og hugmyndin að henni kom til mín í draumi fyrir löngu síðan. Mig dreymdi að ég væri að ganga í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum, hrasaði um plastpoka sem ég kíkti ofan í og sá þar mannshöfuð. Þegar ég leit upp sá ég að öll húsin í kringum kirkjugarðinn stóðu í björtu báli. Og einhvern veginn urðu fyrstu drög að Siggý til í höfðinu á mér út frá þessum draumi.“ Siggý er þó ekki aðalpersóna sögunnar heldur dóttir hennar, Hildur von Bingen, sem segir söguna í fyrstu persónu. „Þær eru samt töluvert líkar, þessar tvær aðalpersónur,“ segir Soffía. „Þær eru báðar mæður og dætur og eiga dálítið erfitt með þau hlutverk. Þær eiga líka erfitt með að halda sig í veruleikanum og þurfa að kljást við tengsl sín við heiminn, sjálfar sig og aðra.“ Móðurhlutverkið og hvernig persónurnar tvær takast á við það er einn af rauðu þráðum bókarinnar. Soffía á sjálf tvö börn en segist hlæjandi vona að samband hennar við þau sé gæfulegra en samband mæðgnanna í bókinni. „Þetta er svo rosalega stórt hlutverk, móðurhlutverkið, og kannski má segja að sagan sé í og með óður til þess.“ Aukapersónur bókarinnar eru margar hverjar mjög dularfullar og lesandinn á stundum fullt í fangi með að átta sig á hvort þær séu af þessum heimi. Soffía vill þó alls ekki kalla þær drauga. „Í sögunni blandast saman draumar, minningar og skáldskapur og kannski er þetta ævintýri í aðra röndina. Ég er að velta fyrir mér hvernig við skynjum heiminn og sköpum hann að hluta til sjálf með skynjun okkar og þá hefur skáldskapurinn mikið að segja. Þannig að sumar persónurnar fá að vera nokkurs konar ævintýrapersónur.“ Sögukonan Hildur er með annan fótinn í eigin ímyndunum þannig að það er kannski ekki skrítið að skynjun hennar á öðru fólki sé dálítið ævintýraleg. „Hún er svolítið flækt í tíma og rúmi og losnar ekki við fortíð sína, eða kannski má frekar segja að hún sé sífellt að endurskapa fortíðina,“ segir Soffía. „Það sækja á hana þessar tilvistarlegu spurningar um ábyrgð, val og tilgang. Hvað það er sem dregur líf okkar áfram og hvað við erum að gera hérna. Mér finnst þessi bók vera um lífsviljann og þessa gjöf sem lífið er. Stundum verður sú gjöf dálítið yfirþyrmandi og við mannfólkið eigum oft erfitt með að glíma við hana, jafnvel þótt vel gangi. Ég lít ekki á sorg og gleði sem andstæður, þær eru alltaf samferða.“ Flatey á Breiðafirði leikur stórt hlutverk í sögunni, hefurðu dvalið þar mikið? „Nei, ég hef bara komið þangað einu sinni,“ segir Soffía og hlær. „Flatey hefur ákveðna ímynd sem snýst um fegurð, einfaldleika, fugla og gömul hús. Fólk ferðast dálítið í tíma við að koma þangað á sumrin. Það er hins vegar allt annað að koma þar að vetri til þegar fuglana og fólkið vantar, en í raun gæti sögusviðið verið hvaða einangraða eyja sem er, hún er bara staður þar sem þú ert ein með sjálfri þér og minningunum.“ Soffía er bókmenntafræðingur að mennt og hefur skrifað töluvert um bækur annarra, hvernig leggst það í hana að vera komin hinum megin við borðið? „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég hef alltaf verið ákveðin í því að gefa út bók, það dróst bara á langinn meðan ég var að ala upp börnin, eins og algengt er hjá konum. Það er reyndar einn þráðurinn í bókinni, þetta val um það að axla ábyrgð eða láta það vera.“
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira