Lífið er dálítið yfirþyrmandi gjöf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. september 2014 14:00 Soffía Bjarnadóttir. „Ég er að velta fyrir mér hvernig við skynjum heiminn og sköpum hann að hluta til sjálf með skynjun okkar.“ „Ég hef verið að skrifa Segulskekkju meðfram öðrum verkefnum í þrjú ár en kveikjan að fyrstu persónunni er mun eldri,“ segir Soffía Bjarnadóttir um tilurð fyrstu skáldsögu sinnar, Segulskekkju. „Sagan spinnst í kringum eina af aðalpersónunum, sem heitir Siggý, og hugmyndin að henni kom til mín í draumi fyrir löngu síðan. Mig dreymdi að ég væri að ganga í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum, hrasaði um plastpoka sem ég kíkti ofan í og sá þar mannshöfuð. Þegar ég leit upp sá ég að öll húsin í kringum kirkjugarðinn stóðu í björtu báli. Og einhvern veginn urðu fyrstu drög að Siggý til í höfðinu á mér út frá þessum draumi.“ Siggý er þó ekki aðalpersóna sögunnar heldur dóttir hennar, Hildur von Bingen, sem segir söguna í fyrstu persónu. „Þær eru samt töluvert líkar, þessar tvær aðalpersónur,“ segir Soffía. „Þær eru báðar mæður og dætur og eiga dálítið erfitt með þau hlutverk. Þær eiga líka erfitt með að halda sig í veruleikanum og þurfa að kljást við tengsl sín við heiminn, sjálfar sig og aðra.“ Móðurhlutverkið og hvernig persónurnar tvær takast á við það er einn af rauðu þráðum bókarinnar. Soffía á sjálf tvö börn en segist hlæjandi vona að samband hennar við þau sé gæfulegra en samband mæðgnanna í bókinni. „Þetta er svo rosalega stórt hlutverk, móðurhlutverkið, og kannski má segja að sagan sé í og með óður til þess.“ Aukapersónur bókarinnar eru margar hverjar mjög dularfullar og lesandinn á stundum fullt í fangi með að átta sig á hvort þær séu af þessum heimi. Soffía vill þó alls ekki kalla þær drauga. „Í sögunni blandast saman draumar, minningar og skáldskapur og kannski er þetta ævintýri í aðra röndina. Ég er að velta fyrir mér hvernig við skynjum heiminn og sköpum hann að hluta til sjálf með skynjun okkar og þá hefur skáldskapurinn mikið að segja. Þannig að sumar persónurnar fá að vera nokkurs konar ævintýrapersónur.“ Sögukonan Hildur er með annan fótinn í eigin ímyndunum þannig að það er kannski ekki skrítið að skynjun hennar á öðru fólki sé dálítið ævintýraleg. „Hún er svolítið flækt í tíma og rúmi og losnar ekki við fortíð sína, eða kannski má frekar segja að hún sé sífellt að endurskapa fortíðina,“ segir Soffía. „Það sækja á hana þessar tilvistarlegu spurningar um ábyrgð, val og tilgang. Hvað það er sem dregur líf okkar áfram og hvað við erum að gera hérna. Mér finnst þessi bók vera um lífsviljann og þessa gjöf sem lífið er. Stundum verður sú gjöf dálítið yfirþyrmandi og við mannfólkið eigum oft erfitt með að glíma við hana, jafnvel þótt vel gangi. Ég lít ekki á sorg og gleði sem andstæður, þær eru alltaf samferða.“ Flatey á Breiðafirði leikur stórt hlutverk í sögunni, hefurðu dvalið þar mikið? „Nei, ég hef bara komið þangað einu sinni,“ segir Soffía og hlær. „Flatey hefur ákveðna ímynd sem snýst um fegurð, einfaldleika, fugla og gömul hús. Fólk ferðast dálítið í tíma við að koma þangað á sumrin. Það er hins vegar allt annað að koma þar að vetri til þegar fuglana og fólkið vantar, en í raun gæti sögusviðið verið hvaða einangraða eyja sem er, hún er bara staður þar sem þú ert ein með sjálfri þér og minningunum.“ Soffía er bókmenntafræðingur að mennt og hefur skrifað töluvert um bækur annarra, hvernig leggst það í hana að vera komin hinum megin við borðið? „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég hef alltaf verið ákveðin í því að gefa út bók, það dróst bara á langinn meðan ég var að ala upp börnin, eins og algengt er hjá konum. Það er reyndar einn þráðurinn í bókinni, þetta val um það að axla ábyrgð eða láta það vera.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Ég hef verið að skrifa Segulskekkju meðfram öðrum verkefnum í þrjú ár en kveikjan að fyrstu persónunni er mun eldri,“ segir Soffía Bjarnadóttir um tilurð fyrstu skáldsögu sinnar, Segulskekkju. „Sagan spinnst í kringum eina af aðalpersónunum, sem heitir Siggý, og hugmyndin að henni kom til mín í draumi fyrir löngu síðan. Mig dreymdi að ég væri að ganga í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum, hrasaði um plastpoka sem ég kíkti ofan í og sá þar mannshöfuð. Þegar ég leit upp sá ég að öll húsin í kringum kirkjugarðinn stóðu í björtu báli. Og einhvern veginn urðu fyrstu drög að Siggý til í höfðinu á mér út frá þessum draumi.“ Siggý er þó ekki aðalpersóna sögunnar heldur dóttir hennar, Hildur von Bingen, sem segir söguna í fyrstu persónu. „Þær eru samt töluvert líkar, þessar tvær aðalpersónur,“ segir Soffía. „Þær eru báðar mæður og dætur og eiga dálítið erfitt með þau hlutverk. Þær eiga líka erfitt með að halda sig í veruleikanum og þurfa að kljást við tengsl sín við heiminn, sjálfar sig og aðra.“ Móðurhlutverkið og hvernig persónurnar tvær takast á við það er einn af rauðu þráðum bókarinnar. Soffía á sjálf tvö börn en segist hlæjandi vona að samband hennar við þau sé gæfulegra en samband mæðgnanna í bókinni. „Þetta er svo rosalega stórt hlutverk, móðurhlutverkið, og kannski má segja að sagan sé í og með óður til þess.“ Aukapersónur bókarinnar eru margar hverjar mjög dularfullar og lesandinn á stundum fullt í fangi með að átta sig á hvort þær séu af þessum heimi. Soffía vill þó alls ekki kalla þær drauga. „Í sögunni blandast saman draumar, minningar og skáldskapur og kannski er þetta ævintýri í aðra röndina. Ég er að velta fyrir mér hvernig við skynjum heiminn og sköpum hann að hluta til sjálf með skynjun okkar og þá hefur skáldskapurinn mikið að segja. Þannig að sumar persónurnar fá að vera nokkurs konar ævintýrapersónur.“ Sögukonan Hildur er með annan fótinn í eigin ímyndunum þannig að það er kannski ekki skrítið að skynjun hennar á öðru fólki sé dálítið ævintýraleg. „Hún er svolítið flækt í tíma og rúmi og losnar ekki við fortíð sína, eða kannski má frekar segja að hún sé sífellt að endurskapa fortíðina,“ segir Soffía. „Það sækja á hana þessar tilvistarlegu spurningar um ábyrgð, val og tilgang. Hvað það er sem dregur líf okkar áfram og hvað við erum að gera hérna. Mér finnst þessi bók vera um lífsviljann og þessa gjöf sem lífið er. Stundum verður sú gjöf dálítið yfirþyrmandi og við mannfólkið eigum oft erfitt með að glíma við hana, jafnvel þótt vel gangi. Ég lít ekki á sorg og gleði sem andstæður, þær eru alltaf samferða.“ Flatey á Breiðafirði leikur stórt hlutverk í sögunni, hefurðu dvalið þar mikið? „Nei, ég hef bara komið þangað einu sinni,“ segir Soffía og hlær. „Flatey hefur ákveðna ímynd sem snýst um fegurð, einfaldleika, fugla og gömul hús. Fólk ferðast dálítið í tíma við að koma þangað á sumrin. Það er hins vegar allt annað að koma þar að vetri til þegar fuglana og fólkið vantar, en í raun gæti sögusviðið verið hvaða einangraða eyja sem er, hún er bara staður þar sem þú ert ein með sjálfri þér og minningunum.“ Soffía er bókmenntafræðingur að mennt og hefur skrifað töluvert um bækur annarra, hvernig leggst það í hana að vera komin hinum megin við borðið? „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég hef alltaf verið ákveðin í því að gefa út bók, það dróst bara á langinn meðan ég var að ala upp börnin, eins og algengt er hjá konum. Það er reyndar einn þráðurinn í bókinni, þetta val um það að axla ábyrgð eða láta það vera.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira