Telja koma til geina að kaupa gögn um fólk í skattaskjólum Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifa 29. september 2014 06:00 Lúxemborg er það skattaskjól sem flest mál Íslendinga virðast fara í gegnum.nordicphotos/afp NORDICPHOTOS/GETTY „Það kemur vel til álita að mínu mati, að undangenginni áreiðanleikakönnun, að kaupa lista með nöfnum einstaklinga sem tengjast skattaskjólum. Ég er mikill talsmaður þess að uppræta skattsvik. Stundum verður maður að kosta einhverju til, til þess að ná meira fjármagni í ríkiskassann,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Skattrannsóknarstjóra hefur verið boðið að kaupa lista með nöfnum hundraða einstaklinga sem eiga eignir í skattaskjólum erlendis. Við yfirferð á sýnishornum gagnanna sem Skattrannsóknarstjóra hafa verið boðin til kaups sá embættið vísbendingar um skattaundanskot. Greinargerð Skattrannsóknarstjóra um gögnin er nú til skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu. Skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, hefur greint frá því að yfirleitt sé ekki vitað hverjir seljendur slíkra gagna eru. Jafnframt að viðræður við seljendur hafi ekki komist á það stig að verð hafi komið til tals. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að menn ættu að kynna sér reynslu Þjóðverja af því að kaupa slík gögn. Hann segir að menn eigi að skoða það að setja upp sérstakt hvatakerfi. „Við ættum að hvetja fólk sem á fé í skattaskjólum til að gefa sig sjálfviljugt fram. Það væri hægt að gefa þessu fólki sex mánuði til þess að gera upp sín mál og greiða skatta af því fé sem það hefur skotið undan. Á móti fengju þeir sem gefa sig fram verulegan afslátt af sektum vegna skattaundanskota en þær geta verið himinháar,“ segir Frosti. Í frétt á vef tímaritsins Spiegel frá því í desember 2012 segir að á sex ára tímabili, frá 2006 til 2012, hafi þýsk yfirvöld greitt 20 milljónir evra fyrir gögn um viðskiptavini banka í skattaskjólum. Ávinningurinn hafi verið tvö þúsund milljónir evra. „Það er siðferðilegt álitamál hvort ríkisvaldið eigi að verðlauna þjófnað á móti því að menn séu að svíkja undan skatti.“ Þetta segir Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um möguleg kaup á gögnum með nöfnum hundraða einstaklinga sem tengjast skattaskjólum sem erlendir aðilar hafa boðið Skattrannsóknarstjóra til kaups. Pétur Blöndal segir að í Þýskalandi hafi menn tekið upp það kerfi að menn gætu kært sjálfa sig, eins og hann orðar það, og við það sloppið við aðrar refsingar en sektir.“ Heit umræða var í Þýskalandi um siðferði þess að kaupa gögn sem væru stolin, að því er Pétur greinir frá. „Væntanlega eru þessi gögn sem Skattrannsóknarstjóra eru boðin til kaups stolin, annars væri ekki þessi mikla leynd yfir þessu öllu. Ég er á móti þjófnaði en ég er líka á móti skattsvikum. Þarna rekast á margar siðferðilegar spurningar, annars vegar um siðferði þess að kaupa af þjófum og hins vegar siðferði þess að brjóta skattalög. Þetta er mjög viðkvæm umræða og margt sem blandast inn í hana.“ Pétur telur víst að gögnin verði ekki seld á það háu verði að það borgi sig ekki fyrir stjórnvöld að kaupa þau. „En ég geri ráð fyrir að fjármálaráðuneytið skoði ekki bara tekjur og gjöld þegar mögulegur ávinningur af kaupunum er skoðaður.“ Pétur tekur það fram að skattsvik séu skaðleg því að þau skekki samkeppnisstöðu. „Sumir segja hins vegar að þau séu vörn einstaklingsins gegn ofríki ríkisvaldsins. Það er líka ósiðlegt ef skattlagning er of mikil. Það eru margar áhugaverðar spurningar sem vakna við þessa umræðu.“ Alþingi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Það kemur vel til álita að mínu mati, að undangenginni áreiðanleikakönnun, að kaupa lista með nöfnum einstaklinga sem tengjast skattaskjólum. Ég er mikill talsmaður þess að uppræta skattsvik. Stundum verður maður að kosta einhverju til, til þess að ná meira fjármagni í ríkiskassann,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Skattrannsóknarstjóra hefur verið boðið að kaupa lista með nöfnum hundraða einstaklinga sem eiga eignir í skattaskjólum erlendis. Við yfirferð á sýnishornum gagnanna sem Skattrannsóknarstjóra hafa verið boðin til kaups sá embættið vísbendingar um skattaundanskot. Greinargerð Skattrannsóknarstjóra um gögnin er nú til skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu. Skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, hefur greint frá því að yfirleitt sé ekki vitað hverjir seljendur slíkra gagna eru. Jafnframt að viðræður við seljendur hafi ekki komist á það stig að verð hafi komið til tals. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að menn ættu að kynna sér reynslu Þjóðverja af því að kaupa slík gögn. Hann segir að menn eigi að skoða það að setja upp sérstakt hvatakerfi. „Við ættum að hvetja fólk sem á fé í skattaskjólum til að gefa sig sjálfviljugt fram. Það væri hægt að gefa þessu fólki sex mánuði til þess að gera upp sín mál og greiða skatta af því fé sem það hefur skotið undan. Á móti fengju þeir sem gefa sig fram verulegan afslátt af sektum vegna skattaundanskota en þær geta verið himinháar,“ segir Frosti. Í frétt á vef tímaritsins Spiegel frá því í desember 2012 segir að á sex ára tímabili, frá 2006 til 2012, hafi þýsk yfirvöld greitt 20 milljónir evra fyrir gögn um viðskiptavini banka í skattaskjólum. Ávinningurinn hafi verið tvö þúsund milljónir evra. „Það er siðferðilegt álitamál hvort ríkisvaldið eigi að verðlauna þjófnað á móti því að menn séu að svíkja undan skatti.“ Þetta segir Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um möguleg kaup á gögnum með nöfnum hundraða einstaklinga sem tengjast skattaskjólum sem erlendir aðilar hafa boðið Skattrannsóknarstjóra til kaups. Pétur Blöndal segir að í Þýskalandi hafi menn tekið upp það kerfi að menn gætu kært sjálfa sig, eins og hann orðar það, og við það sloppið við aðrar refsingar en sektir.“ Heit umræða var í Þýskalandi um siðferði þess að kaupa gögn sem væru stolin, að því er Pétur greinir frá. „Væntanlega eru þessi gögn sem Skattrannsóknarstjóra eru boðin til kaups stolin, annars væri ekki þessi mikla leynd yfir þessu öllu. Ég er á móti þjófnaði en ég er líka á móti skattsvikum. Þarna rekast á margar siðferðilegar spurningar, annars vegar um siðferði þess að kaupa af þjófum og hins vegar siðferði þess að brjóta skattalög. Þetta er mjög viðkvæm umræða og margt sem blandast inn í hana.“ Pétur telur víst að gögnin verði ekki seld á það háu verði að það borgi sig ekki fyrir stjórnvöld að kaupa þau. „En ég geri ráð fyrir að fjármálaráðuneytið skoði ekki bara tekjur og gjöld þegar mögulegur ávinningur af kaupunum er skoðaður.“ Pétur tekur það fram að skattsvik séu skaðleg því að þau skekki samkeppnisstöðu. „Sumir segja hins vegar að þau séu vörn einstaklingsins gegn ofríki ríkisvaldsins. Það er líka ósiðlegt ef skattlagning er of mikil. Það eru margar áhugaverðar spurningar sem vakna við þessa umræðu.“
Alþingi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira