Heilsan er alltaf á þína ábyrgð 7. október 2014 11:15 Jónína Ben íþróttafræðingur hefur staðið fyrir vinsælum heilsuferðum til Póllands. Jónína Ben íþróttfræðingur kynnir heilsumeðferð sem hún hefur starfað við í tíu ár. Hér útskýrir Jónína á hverju þessi meðferð byggist og árangur af henni. Meðferðin er einstaklingsmiðuð og fólk finnur mjög fljótt mun á heilsu sinni, til dæmis verður svefninn betri. Heilsumeðferðin sem Jónína fylgir og hefur mikla trú á hefur verið þróuð og notuð af pólsku læknunum Dr. Dabrowska og Dr. Lemienzky. Þeir hafa áratuga reynslu af því sem kallast hreinsandi læknisfræðileg fasta. „Heilsumeðferðin er einstaklingsmiðuð,“ útskýrir Jónína. „Hún hefur skilað einstaklega góðum árangri en hún miðar að því að virkja sjálfslækningarkerfi líkamans með föstu. Með föstunni eru skapaðar þannig aðstæður að líkaminn heilar sig sjálfur og vinnur bug á ýmsum kvillum sem eru fyrir hendi. Full meðferð, sem mælt er með, tekur að minnsta kosti tvær vikur. Ef um alvarlega sjúkdóma er að ræða er fólk undir læknishendi í allt að sex vikur.“ Jónína segir að hún hafi fundið fyrir fordómum í garð heilsumeðferðarinnar en þeir stafi af vanþekkingu. „Talað er um stólpípumeðferð sem er auðvitað rangt, eins og þeir þekkja sem hafa prófað þessa meðferð. Ég hef reyndar aldrei á ævi minni séð stólpípu,“ segir Jónína en bætir við að hún sé orðin vön endalausum fordómum í sinn garð. „Fordómar eru aldrei af hinu góða. Margir vita að fasta getur hjálpað fólki með lífsstílssjúkdóma og því líður mun betur með breyttu mataræði. Fólk á að hafa val um leiðir til bættrar heilsu. Ekki veitir af í þjóðfélagi þar sem ofþyngd er alvarlegt vandamál. Sumt heilbrigðisstarfsfólk er uppfullt af hroka og fordómum gagnvart óhefðbundnum lækningaaðferðum. Lyfjaneysla hér á landi er óhófleg og læknar flýja landið,“ segir hún. Jónína bendir á að þegar hún fór að kenna spinning hér á landi fyrir mörgum árum hafi hún þurft að berjast við sams konar fordóma.Friðrik Ómar Hjörleifsson.Hvernig er þessi meðferð?„Meðferðin byggist á föstu með ákveðnu mataræði, lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum. Fitubrennslan fer hratt af stað. Fyrstu dagana getur fólk fundið fyrir orkuleysi, hungri og höfuðverk. Einkennin hverfa á 2-3 dögum. Svefninn batnar og fólk verður orkumeira. Áreynsluþol eykst, liðverkir og húðblettir minnka. Bólgur hverfa yfirleitt og einkenni sykursýki og hjartasjúkdóma minnka. Meðfram hollu mataræði er ráðlagt að hreyfa sig með göngum, leikfimi eða þeirri hreyfingu sem hentar hverjum og einum. Þá er boðið upp á heit böð, slökun og bólgulosandi meðferðir og nudd. Sannkallað dekur. Með föstunni losnar um uppsafnaðan úrgang líkamans og fólk finnur fljótt fyrir betri heilsu. Líkaminn getur misst hæfileikann til að hreinsa sig sjálfur. Auk þess er mikil fræðsla og fróðlegir fyrirlestrar á hverjum degi um mataræði og breyttan lífsstíl að ógleymdum skemmtikvöldum. Það er afar ljúft að vera á heilsuhóteli þar sem stjanað er við mann á allan hátt. Jónína býður upp á tvö hótel í Póllandi. Einnig er hún með meðferð á Hótel Örk í Hveragerði. Næsta námskeið verður 7. nóvember í tvær vikur eða eftir hentugleika. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni joninaben.is „Ég hef farið í detoxmeðferð (eða frí eins og ég lít á það) einu sinni á ári síðan 2009. Það á stóran þátt í bættri líðan minni. Þetta eru engin geimvísindi. Ég set mig í fyrsta sæti og losa mig við eiturefnin í líkamanum með því að fara til Jónínu minnst einu sinni á ári.“Friðrik Ómar HjörleifssonBergþóra G. Bergsteinsdóttir.„Ég er nýkomin heim úr þriðju detox-meðferðinni, þeirri fyrstu eftir erfiða lyfjameðferð við krabbameini árið 2008. Við dvöldum á Wichrowe Wzgórze hótelinu sem er í einum fallegast hluta Póllands. Þarna er aðstaða öll til fyrirmyndar og allt gert til að vel fari um gesti. Að fasta í tvær vikur á grænmeti og ávöxtum er ekki erfitt þegar saman fer góður matur, frábært fólk, ævintýralegt umhverfi, auk fræðslu og skemmtunar. Gönguferðir, morgun- og vatnsleikfimi og önnur holl hreyfing er sniðin að getu hvers og eins. Skoðunarferð, kvöldvökur, zumba-kennsla og fleira létti okkur föstuna. Eiginmaður minn var með í för en kaus að vera ekki á „föstufæði“. Hann fékk ljúffengan og hollan mat og naut dvalarinnar. Við framlengdum ferðina, dvöldum í Gdansk, röltum um skemmtilega, gamla bæinn og skoðuðum mannlífið. Gott og eftirminnilegt frí.“ Bergþóra G. Bergsteinsdóttir Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira
Jónína Ben íþróttfræðingur kynnir heilsumeðferð sem hún hefur starfað við í tíu ár. Hér útskýrir Jónína á hverju þessi meðferð byggist og árangur af henni. Meðferðin er einstaklingsmiðuð og fólk finnur mjög fljótt mun á heilsu sinni, til dæmis verður svefninn betri. Heilsumeðferðin sem Jónína fylgir og hefur mikla trú á hefur verið þróuð og notuð af pólsku læknunum Dr. Dabrowska og Dr. Lemienzky. Þeir hafa áratuga reynslu af því sem kallast hreinsandi læknisfræðileg fasta. „Heilsumeðferðin er einstaklingsmiðuð,“ útskýrir Jónína. „Hún hefur skilað einstaklega góðum árangri en hún miðar að því að virkja sjálfslækningarkerfi líkamans með föstu. Með föstunni eru skapaðar þannig aðstæður að líkaminn heilar sig sjálfur og vinnur bug á ýmsum kvillum sem eru fyrir hendi. Full meðferð, sem mælt er með, tekur að minnsta kosti tvær vikur. Ef um alvarlega sjúkdóma er að ræða er fólk undir læknishendi í allt að sex vikur.“ Jónína segir að hún hafi fundið fyrir fordómum í garð heilsumeðferðarinnar en þeir stafi af vanþekkingu. „Talað er um stólpípumeðferð sem er auðvitað rangt, eins og þeir þekkja sem hafa prófað þessa meðferð. Ég hef reyndar aldrei á ævi minni séð stólpípu,“ segir Jónína en bætir við að hún sé orðin vön endalausum fordómum í sinn garð. „Fordómar eru aldrei af hinu góða. Margir vita að fasta getur hjálpað fólki með lífsstílssjúkdóma og því líður mun betur með breyttu mataræði. Fólk á að hafa val um leiðir til bættrar heilsu. Ekki veitir af í þjóðfélagi þar sem ofþyngd er alvarlegt vandamál. Sumt heilbrigðisstarfsfólk er uppfullt af hroka og fordómum gagnvart óhefðbundnum lækningaaðferðum. Lyfjaneysla hér á landi er óhófleg og læknar flýja landið,“ segir hún. Jónína bendir á að þegar hún fór að kenna spinning hér á landi fyrir mörgum árum hafi hún þurft að berjast við sams konar fordóma.Friðrik Ómar Hjörleifsson.Hvernig er þessi meðferð?„Meðferðin byggist á föstu með ákveðnu mataræði, lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum. Fitubrennslan fer hratt af stað. Fyrstu dagana getur fólk fundið fyrir orkuleysi, hungri og höfuðverk. Einkennin hverfa á 2-3 dögum. Svefninn batnar og fólk verður orkumeira. Áreynsluþol eykst, liðverkir og húðblettir minnka. Bólgur hverfa yfirleitt og einkenni sykursýki og hjartasjúkdóma minnka. Meðfram hollu mataræði er ráðlagt að hreyfa sig með göngum, leikfimi eða þeirri hreyfingu sem hentar hverjum og einum. Þá er boðið upp á heit böð, slökun og bólgulosandi meðferðir og nudd. Sannkallað dekur. Með föstunni losnar um uppsafnaðan úrgang líkamans og fólk finnur fljótt fyrir betri heilsu. Líkaminn getur misst hæfileikann til að hreinsa sig sjálfur. Auk þess er mikil fræðsla og fróðlegir fyrirlestrar á hverjum degi um mataræði og breyttan lífsstíl að ógleymdum skemmtikvöldum. Það er afar ljúft að vera á heilsuhóteli þar sem stjanað er við mann á allan hátt. Jónína býður upp á tvö hótel í Póllandi. Einnig er hún með meðferð á Hótel Örk í Hveragerði. Næsta námskeið verður 7. nóvember í tvær vikur eða eftir hentugleika. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni joninaben.is „Ég hef farið í detoxmeðferð (eða frí eins og ég lít á það) einu sinni á ári síðan 2009. Það á stóran þátt í bættri líðan minni. Þetta eru engin geimvísindi. Ég set mig í fyrsta sæti og losa mig við eiturefnin í líkamanum með því að fara til Jónínu minnst einu sinni á ári.“Friðrik Ómar HjörleifssonBergþóra G. Bergsteinsdóttir.„Ég er nýkomin heim úr þriðju detox-meðferðinni, þeirri fyrstu eftir erfiða lyfjameðferð við krabbameini árið 2008. Við dvöldum á Wichrowe Wzgórze hótelinu sem er í einum fallegast hluta Póllands. Þarna er aðstaða öll til fyrirmyndar og allt gert til að vel fari um gesti. Að fasta í tvær vikur á grænmeti og ávöxtum er ekki erfitt þegar saman fer góður matur, frábært fólk, ævintýralegt umhverfi, auk fræðslu og skemmtunar. Gönguferðir, morgun- og vatnsleikfimi og önnur holl hreyfing er sniðin að getu hvers og eins. Skoðunarferð, kvöldvökur, zumba-kennsla og fleira létti okkur föstuna. Eiginmaður minn var með í för en kaus að vera ekki á „föstufæði“. Hann fékk ljúffengan og hollan mat og naut dvalarinnar. Við framlengdum ferðina, dvöldum í Gdansk, röltum um skemmtilega, gamla bæinn og skoðuðum mannlífið. Gott og eftirminnilegt frí.“ Bergþóra G. Bergsteinsdóttir
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira