Ákærður vegna ebólunnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. október 2014 09:00 Thomas Eric Duncan á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa logið eiðsvarinn. vísir/afp Líberísk yfirvöld hafa í hyggju að sækja Thomas Eric Duncan til saka fyrir að hafa logið þegar hann fyllti út spurningarlista sem honum var gert að fylla út áður en hann yfirgaf Líberu. Duncan varð fyrstur til að greinast með ebólusýkingu í Bandaríkjunum og talið er að hann hafi smitast í Líberíu. Áður en hann steig um borð í flugvélina sem flytja átti hann til Dallas í Texas þar sem hann ætlaði að heimsækja fjölskyldu sína, þurfti hann að fylla út skjal sem fullt var af spurningum tengdum venjum hans og heilbrigði yfir þann tíma sem hann dvaldi í landinu. Í því var meðal annars spurt um hvort hann hefði verið í nálægð við ebólusmitaðan einstakling eða snert líkama einstaklings sem hefði látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Duncan svaraði þessari spurningu neitandi og setja yfirvöld spurningarmerki við trúverðugleika svarsins. Greint var frá mögulegri ákæru á hendur Duncans á vikulegum fundi sem haldinn er í höfuðborg Líberíu, Monróvíu, til að upplýsa stöðu mála í baráttunni við ebólusýkinguna.Isaac Jackson, aðstoðarupplýsingamálaráðherra Líberíu, fullyrti á fundinum að Duncan yrði ákærður fyrir að ljúga eiðsvarinn. Talið er að Duncan, sem starfar sem bílstjóri í Líberíu, hafi smitast þegar hann hjálpaði veikri barnshafandi konu inn í leigubíl fyrir skömmu. Duncan lenti í Dallas þann 20. september síðastliðinn og heimsótti þá fjölskyldu sína en veiktist svo nokkrum dögum síðar. Hann sótti sér læknisaðstoð í kjölfarið en var sendur aftur heim, þrátt fyrir að hafa sagst vera að koma frá Vestur-Afríku, þar sem sjúkdómurinn er einmitt hvað verstur. Það var þó ekki nema nokkrum dögum síðar sem Duncan leitaði læknis á ný og hafði heilsu hans hrakað mikið. A photos of the Ebolla virus is displayed on a television monitor during a hearing on the Ebola outbreak at the House Foreign Affairs subcommittee on Africa, Global Health, Global Human Rights, and International Organizations on Capitol Hill in Washington, Wednesday, Sept. 17, 2014. (AP Photo/Susan Walsh) ebólaSú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda í Texas að leyfa Duncan að fara heim í millitíðinni gæti hafa stofnað heilsu fjölda fólks í hættu. Í dag liggur Duncan hins vegar í einangrun á spítala og er heilsa hans mjög slæm. Heilbrigðisyfirvöld í Texas hafa haft eftirlit með hátt í hundrað manns sem hafa átt í samskiptum við Duncan að undanförnu. Fjórum ættingjum Duncans hefur verið skipað að halda sig heima og þá er talið að á milli tólf og átján manns hafi verið í snertingu við Duncan. Afar vel er fylgst með þessu fólki til að ganga úr skugga um mögulegt smit. Snemma árs 2014 fór að bera á ebólu í Vestur-Afríku. Fyrstu tilfellin greindust í Gíneu en veikin barst fljótlega til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fór hratt fjölgandi. Í dag eru smittilfellin komin yfir 7.000 í þessum þremur ríkjum. Í Vestur-Afríku hafa yfir 3.300 manns látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Flest dauðsföllin hafa þó orðið í Líberíu en þar hafa um 2.000 manns látið lífið. Ebóla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Líberísk yfirvöld hafa í hyggju að sækja Thomas Eric Duncan til saka fyrir að hafa logið þegar hann fyllti út spurningarlista sem honum var gert að fylla út áður en hann yfirgaf Líberu. Duncan varð fyrstur til að greinast með ebólusýkingu í Bandaríkjunum og talið er að hann hafi smitast í Líberíu. Áður en hann steig um borð í flugvélina sem flytja átti hann til Dallas í Texas þar sem hann ætlaði að heimsækja fjölskyldu sína, þurfti hann að fylla út skjal sem fullt var af spurningum tengdum venjum hans og heilbrigði yfir þann tíma sem hann dvaldi í landinu. Í því var meðal annars spurt um hvort hann hefði verið í nálægð við ebólusmitaðan einstakling eða snert líkama einstaklings sem hefði látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Duncan svaraði þessari spurningu neitandi og setja yfirvöld spurningarmerki við trúverðugleika svarsins. Greint var frá mögulegri ákæru á hendur Duncans á vikulegum fundi sem haldinn er í höfuðborg Líberíu, Monróvíu, til að upplýsa stöðu mála í baráttunni við ebólusýkinguna.Isaac Jackson, aðstoðarupplýsingamálaráðherra Líberíu, fullyrti á fundinum að Duncan yrði ákærður fyrir að ljúga eiðsvarinn. Talið er að Duncan, sem starfar sem bílstjóri í Líberíu, hafi smitast þegar hann hjálpaði veikri barnshafandi konu inn í leigubíl fyrir skömmu. Duncan lenti í Dallas þann 20. september síðastliðinn og heimsótti þá fjölskyldu sína en veiktist svo nokkrum dögum síðar. Hann sótti sér læknisaðstoð í kjölfarið en var sendur aftur heim, þrátt fyrir að hafa sagst vera að koma frá Vestur-Afríku, þar sem sjúkdómurinn er einmitt hvað verstur. Það var þó ekki nema nokkrum dögum síðar sem Duncan leitaði læknis á ný og hafði heilsu hans hrakað mikið. A photos of the Ebolla virus is displayed on a television monitor during a hearing on the Ebola outbreak at the House Foreign Affairs subcommittee on Africa, Global Health, Global Human Rights, and International Organizations on Capitol Hill in Washington, Wednesday, Sept. 17, 2014. (AP Photo/Susan Walsh) ebólaSú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda í Texas að leyfa Duncan að fara heim í millitíðinni gæti hafa stofnað heilsu fjölda fólks í hættu. Í dag liggur Duncan hins vegar í einangrun á spítala og er heilsa hans mjög slæm. Heilbrigðisyfirvöld í Texas hafa haft eftirlit með hátt í hundrað manns sem hafa átt í samskiptum við Duncan að undanförnu. Fjórum ættingjum Duncans hefur verið skipað að halda sig heima og þá er talið að á milli tólf og átján manns hafi verið í snertingu við Duncan. Afar vel er fylgst með þessu fólki til að ganga úr skugga um mögulegt smit. Snemma árs 2014 fór að bera á ebólu í Vestur-Afríku. Fyrstu tilfellin greindust í Gíneu en veikin barst fljótlega til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fór hratt fjölgandi. Í dag eru smittilfellin komin yfir 7.000 í þessum þremur ríkjum. Í Vestur-Afríku hafa yfir 3.300 manns látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Flest dauðsföllin hafa þó orðið í Líberíu en þar hafa um 2.000 manns látið lífið.
Ebóla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira