Staðsetningarkerfi heilans kortlagt Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. október 2014 05:00 May-Britt Moser brosti breitt í gær, eftir að hafa fengið staðfest að hún fengi Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði í ár. Nordicphotos/AFP „Ég er enn í áfalli. Þetta er svo stórkostlegt,“ sagði May-Britt Moser þegar fjölmiðlar ræddu við hana í gær. Hún fær Nóbelsverðlaunin í læknis- eða lífeðlisfræði þetta árið ásamt eiginmanni sínum Edvard og Bandaríkjamanninum John O'Keefe. Sænska Nóbelsverðlaunanefndin skýrði frá þessu í gær. Verðlaunin fá vísindamennirnir þrír fyrir að hafa uppgötvað ákveðnar tegundir af heilafrumum sem gera okkur kleift að staðsetja okkur í umhverfinu og rata um heiminn. Í tilkynningu Nóbelsverðlaunanefndarinnar segir að þau hafi uppgötvað staðsetningarkerfi heilans, „innra GPS-kerfi“ sem hjálpar okkur að átta okkur á umhverfinu. O'Keefe er 75 ára gamall og tók fyrstu skrefin í þessum rannsóknum árið 1971 þegar hann tók eftir því að ákveðnar frumur í rottuheilum, nánar tiltekið á svonefndu drekasvæði í heilanum, urðu virkar þegar rotturnar voru staddar á ákveðnum stöðum. Sömu frumurnar urðu virkar þegar rotturnar komu á ákveðinn stað, en aðrar frumur þegar þær fóru á aðra staði. Hann sýndi jafnframt fram á að þessar frumur, sem nefndar hafa verið staðarfrumur, bregðast ekki bara við sjónrænu áreiti heldur búa til kort af umhverfinu. Þau May-Britt og Edvard I. Moser eru norsk, bæði rétt rúmlega fimmtug, en þetta er í fjórða sinn sem hjón deila með sér Nóbelsverðlaununum. Þau fundu árið 2005 aðra tegund af frumum, svonefndar hnitakerfisfrumur, sem búa til eins konar umgjörð eða hnitakerfi fyrir nákvæma staðsetningu lífverunnar í umhverfinu. Nóbelsverðlaunanefndin segir uppgötvanir þessar hafa „leyst úr vandamáli sem heimspekingar og vísindamenn hafa glímt við öldum saman – hvernig heilinn býr til kort af umhverfinu í kringum okkur og hvernig við förum að því að rata í gegnum flókið umhverfi.“ Þessar uppgötvanir hafi jafnframt „markað ný viðmið í skilningi okkar á því hvernig hópar af sérhæfðum frumum vinna saman að því að útfæra æðra vitsmunastarf.“ Þær hafi „opnað nýjar leiðir til skilnings á oðru vitsmunastarfi, svo sem minni, hugsun og áætlunargerð.“ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
„Ég er enn í áfalli. Þetta er svo stórkostlegt,“ sagði May-Britt Moser þegar fjölmiðlar ræddu við hana í gær. Hún fær Nóbelsverðlaunin í læknis- eða lífeðlisfræði þetta árið ásamt eiginmanni sínum Edvard og Bandaríkjamanninum John O'Keefe. Sænska Nóbelsverðlaunanefndin skýrði frá þessu í gær. Verðlaunin fá vísindamennirnir þrír fyrir að hafa uppgötvað ákveðnar tegundir af heilafrumum sem gera okkur kleift að staðsetja okkur í umhverfinu og rata um heiminn. Í tilkynningu Nóbelsverðlaunanefndarinnar segir að þau hafi uppgötvað staðsetningarkerfi heilans, „innra GPS-kerfi“ sem hjálpar okkur að átta okkur á umhverfinu. O'Keefe er 75 ára gamall og tók fyrstu skrefin í þessum rannsóknum árið 1971 þegar hann tók eftir því að ákveðnar frumur í rottuheilum, nánar tiltekið á svonefndu drekasvæði í heilanum, urðu virkar þegar rotturnar voru staddar á ákveðnum stöðum. Sömu frumurnar urðu virkar þegar rotturnar komu á ákveðinn stað, en aðrar frumur þegar þær fóru á aðra staði. Hann sýndi jafnframt fram á að þessar frumur, sem nefndar hafa verið staðarfrumur, bregðast ekki bara við sjónrænu áreiti heldur búa til kort af umhverfinu. Þau May-Britt og Edvard I. Moser eru norsk, bæði rétt rúmlega fimmtug, en þetta er í fjórða sinn sem hjón deila með sér Nóbelsverðlaununum. Þau fundu árið 2005 aðra tegund af frumum, svonefndar hnitakerfisfrumur, sem búa til eins konar umgjörð eða hnitakerfi fyrir nákvæma staðsetningu lífverunnar í umhverfinu. Nóbelsverðlaunanefndin segir uppgötvanir þessar hafa „leyst úr vandamáli sem heimspekingar og vísindamenn hafa glímt við öldum saman – hvernig heilinn býr til kort af umhverfinu í kringum okkur og hvernig við förum að því að rata í gegnum flókið umhverfi.“ Þessar uppgötvanir hafi jafnframt „markað ný viðmið í skilningi okkar á því hvernig hópar af sérhæfðum frumum vinna saman að því að útfæra æðra vitsmunastarf.“ Þær hafi „opnað nýjar leiðir til skilnings á oðru vitsmunastarfi, svo sem minni, hugsun og áætlunargerð.“
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira