Menning

Þjóðlög og djass gullaldaráranna í Salnum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Það var skemmtileg upplifun að spila heima í stofum,“ segir Björn sem greinilega nýtur sín vel.
„Það var skemmtileg upplifun að spila heima í stofum,“ segir Björn sem greinilega nýtur sín vel. Mynd/einkasafn
Við í Guitar Islancio spilum á kassagítara og erum frekar þekktir fyrir þjóðlagastíl en Icelandic All Star Jazzband leikur djass gullaldaráranna. Það eru lög sem samin voru kringum 1950,“ segir Björn Thoroddsen um mismuninn á tvennum tónleikum sem hann spilar á um næstu helgi í Salnum og eru hluti af árlegri djass- og blúshátíð í Kópavogi.

Á föstudag klukkan 20 kemur hann fram með Guitar Islancio. Það tríó skipa auk hans Gunnar Þórðarson gítarleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari.

Í Icelandic All Star Jazzband sem leikur í Salnum á laugardagskvöld klukkan 20 eru Sigurður Flosason sem leikur á saxófón, Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Einar Valur Scheving á trommur og Kjartan Valdemarsson á píanó, auk Björns á gítar.

Jazz- og blúshátíðin hófst um liðna helgi þegar Björn hélt um 20 mínútna tónleika í heimahúsum í Kópavogi og segir það hafa verið skemmtilega upplifun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.