Skipulagði smygl innan úr fangelsinu Hanna Ólafsdóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Maður var að afplána dóm á Kvíabryggu þegar hann var handtekinn vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi og dreifingu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fangi á Kvíabryggju var handtekinn af lögreglu í lok síðasta mánaðar vegna gruns um aðild að skipulagningu, fjármögnun og innflutningi á fíkniefnum til landsins. Alls voru fjórir karlmenn handteknir og settir í gæsluvarðhald í tengslum við málið. Handtakan var þáttur í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu sem lagði hald á um hálft kíló af amfetamíni við rannsókn, en við húsleit var einnig lagt hald á MDMA, stera og umtalsverða peningafjárhæð sem er talin vera til komin vegna fíkniefnasölu. Fangar á Kvíabryggju hafa aðgang að interneti og er frjálst að hafa farsíma sem þeir þurfa þó að skila til fangavarða fyrir nóttina. Tugur manna var yfirheyrður vegna málsins sem telst nú upplýst. Maðurinn sem er 27 ára gamall á sakaferil sem nær aftur til 2003 og hefur ítrekað komið áður við sögu lögreglu. Hann var að taka út dóm fyrir fíkniefna-, vopna- og umferðarbrot á Kvíabryggju þegar lögreglan handtók hann vegna brotanna. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir ekkert einsdæmi að fangi sé tekinn við glæpsamlegt athæfi innan fangelsismúra og að slík brot séu alltaf litin alvarlegum augum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að það komi fyrir annað slagið að fangar verði uppvísir að lögbrotum innan fangelsisins. Slíkt hafi áhrif á framgang í refsivistinni. Fangar sem brjóta af sér eru ýmist settir í gæsluvarðhald eða lokað fangelsi og missi öll fríðindi. „Þetta hefur auðvitað áhrif á framgang í refsivistinni. Þetta hefur áhrif á dagleyfi, reynslulausn, vistunarstað og svo framvegis. Ef upp koma grunsemdir um að fangi sé að gera eitthvað af sér fara þær upplýsingar beinustu leið til lögreglu og við gerum þá okkar besta til að aðstoða lögreglu við að upplýsa brot,“ segir Páll. Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Fangi á Kvíabryggju var handtekinn af lögreglu í lok síðasta mánaðar vegna gruns um aðild að skipulagningu, fjármögnun og innflutningi á fíkniefnum til landsins. Alls voru fjórir karlmenn handteknir og settir í gæsluvarðhald í tengslum við málið. Handtakan var þáttur í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu sem lagði hald á um hálft kíló af amfetamíni við rannsókn, en við húsleit var einnig lagt hald á MDMA, stera og umtalsverða peningafjárhæð sem er talin vera til komin vegna fíkniefnasölu. Fangar á Kvíabryggju hafa aðgang að interneti og er frjálst að hafa farsíma sem þeir þurfa þó að skila til fangavarða fyrir nóttina. Tugur manna var yfirheyrður vegna málsins sem telst nú upplýst. Maðurinn sem er 27 ára gamall á sakaferil sem nær aftur til 2003 og hefur ítrekað komið áður við sögu lögreglu. Hann var að taka út dóm fyrir fíkniefna-, vopna- og umferðarbrot á Kvíabryggju þegar lögreglan handtók hann vegna brotanna. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir ekkert einsdæmi að fangi sé tekinn við glæpsamlegt athæfi innan fangelsismúra og að slík brot séu alltaf litin alvarlegum augum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að það komi fyrir annað slagið að fangar verði uppvísir að lögbrotum innan fangelsisins. Slíkt hafi áhrif á framgang í refsivistinni. Fangar sem brjóta af sér eru ýmist settir í gæsluvarðhald eða lokað fangelsi og missi öll fríðindi. „Þetta hefur auðvitað áhrif á framgang í refsivistinni. Þetta hefur áhrif á dagleyfi, reynslulausn, vistunarstað og svo framvegis. Ef upp koma grunsemdir um að fangi sé að gera eitthvað af sér fara þær upplýsingar beinustu leið til lögreglu og við gerum þá okkar besta til að aðstoða lögreglu við að upplýsa brot,“ segir Páll.
Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira