Hef alltaf verið mikill leturperri Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. október 2014 10:00 Guðmundur Úlfarsson Vísir/Ernir „Ég hannaði þetta letur upphaflega fyrir afmælisbók Lunga árið 2010,“ segir grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson. Letur eftir hann verður notað í allt kynningarefni fyrir kvikmyndahátíðina Sundance á næsta ári. „Hönnunarstúdíóið Mother í New York sá letrið svo á síðunni minni, leist vel á það og hafði samband og spurði hvort þau mættu ekki nota það í auglýsingar fyrir Sundance,“ segir Guðmundur. Hönnunarstúdíóið mun sjá um alla grafík fyrir kvikmyndahátíðina. „Ég þurfti að gera smávægilegar breytingar á letrinu samt, en ég fékk alveg ágætlega greitt fyrir þetta svo ég er sáttur,“ segir hann. Guðmundur lærði grafíska hönnun í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, en lærði ekki leturgerð sérstaklega. Í dag rekur hann fyrirtækið Or Type, en hann segist alltaf hafa verið mikill leturperri og hafi þess vegna endað í leturgerð. „Þetta er mjög merkilegt fyrir mig sem leturhönnuð að fá svona góða auglýsingu og aldrei að vita hvort ég fari í frekara samstarf með Mother. Ég vil samt ekki segja of mikið eins og er,“ segir hann. Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég hannaði þetta letur upphaflega fyrir afmælisbók Lunga árið 2010,“ segir grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson. Letur eftir hann verður notað í allt kynningarefni fyrir kvikmyndahátíðina Sundance á næsta ári. „Hönnunarstúdíóið Mother í New York sá letrið svo á síðunni minni, leist vel á það og hafði samband og spurði hvort þau mættu ekki nota það í auglýsingar fyrir Sundance,“ segir Guðmundur. Hönnunarstúdíóið mun sjá um alla grafík fyrir kvikmyndahátíðina. „Ég þurfti að gera smávægilegar breytingar á letrinu samt, en ég fékk alveg ágætlega greitt fyrir þetta svo ég er sáttur,“ segir hann. Guðmundur lærði grafíska hönnun í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, en lærði ekki leturgerð sérstaklega. Í dag rekur hann fyrirtækið Or Type, en hann segist alltaf hafa verið mikill leturperri og hafi þess vegna endað í leturgerð. „Þetta er mjög merkilegt fyrir mig sem leturhönnuð að fá svona góða auglýsingu og aldrei að vita hvort ég fari í frekara samstarf með Mother. Ég vil samt ekki segja of mikið eins og er,“ segir hann.
Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira