Luis Enrique, þjálfari Barcelona, snýr aftur á Santiago Bernabéu í fyrsta sinn sem þjálfari á laugardaginn þegar El Clásico fer fram.
Enrique hóf leikmannsferil sinn með Sporting Gíjon, en gekk í raðir Real Madrid árið 1991. Hann spilaði 213 leiki fyrir Madrídarliðið á fimm árum.
Enrique hóf ferilinn sem framherji, en var mikið notaður sem bakvörður hjá Real. Undir lokin var hann lítið notaður og vildi losna frá liðinu. Hann fór 1996 og gerði það sem ekki má eftir að spila með Real; semja við Barcelona.
Enrique skapaði usla strax á fyrsta blaðamannafundi sem Börsungur þegar hann sagði:
„Mér líkaði aldrei við að sjá sjálfan mig í búningi Real. Mér líður mun betur í litum Barcelona.“
Eftir það varð ekki aftur snúið. Enrique er hataður af stuðningsmönnum Real Madrid, og ekki hjálpaði til að hann fagnaði mörkunum fimm sem hann skoraði á móti Real með Barcelona af þvílíkum krafti að annað eins hefur varla sést.
„Ég á engar góðar minningar frá tíma mínum hjá Real Madrid,“ sagði Luis Enrique einu sinni. Honum verður ekki vel tekið á Bernabéu.
Þjálfari Barcelona hataður í Madríd
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
