Einmana skautadrottning með rithöfundardraum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. október 2014 09:00 Jóhanna Kristjónsdóttir Vísir/Vilhelm Svarthvítir dagar, endurminningabók Jóhönnu Kristjónsdóttur, lýsir æsku hennar og uppvexti til sextán ára aldurs. Og segir ekki bara hennar eigin sögu heldur sögur foreldra, afa og amma, sterks og breysks fólks sem hefur óafmáanleg áhrif á heimssýn hinnar ungu Jóhönnu. Að körlunum ólöstuðum eru það þó hinar sterku konur, móðir hennar og ömmur í báðar ættir, sem sitja sterkast í minni lesandans að lestri loknum. Jóhanna hefur greinilega ekki langt að sækja sjálfstæðið og baráttuviljann. „Þær voru mjög sérstakar manneskjur. Valgerður amma yfirgaf eiginmann sinn norður á Sauðarkróki og flutti til Reykjavíkur með dóttur sína, kom henni til náms með því að sinna skúringum og saumaskap. Þótt það séu ekki nema um áttatíu ár síðan mamma útskrifaðist úr M.R. þá var það nánast óþekkt á þeim tíma að stúlkur færu í menntaskóla nema þær væru af afar efnuðu fólki. Það er í raun ótrúlegt að ömmu skyldi takast þetta. Sigríður amma var líka mikill skörungur, ljósmóðir sem hafði gott orð á sér og naut virðingar. Ég var reyndar ekki nema tíu ára þegar hún dó, en ég veit að hún var mjög merk manneskja. Gallinn er bara sá að maður var ekki nógu duglegur að spyrja þetta fólk um ævi þess. Ég hefði svo gjarna viljað vita meira.“Mikil pabbastelpa Mamma þín virðist líka hafa verið sterkur karakter. „Já, hún var ákaflega skaprík og dálítið hörkutól. Hún var aldrei góð við okkur systkinin á þann hátt sem mæður í dag telja sig eiga að vera, en það tíðkaðist bara ekki þá, hún var ekkert einstök að því leyti. En mamma var líka skemmtileg og notaleg þegar hún vildi það.“ Einhvern veginn fær maður það líka á tilfinninguna við lestur bókarinnar að þið Bragi bróðir þinn hafið ekki átt skap saman. „Ég veit svo sem ekki hvort við vorum eitthvað verri en systkini yfirleitt. Núorðið er eins og ekki megi lengur nefna að systkini geti stundum verið ósátt hvort við annað. Það er stutt á milli okkar og Bragi var mjög ákveðinn krakki og hafði miklu hærri rödd en ég, gat alltaf yfirgnæft mig. Við áttum oft í baksi, en það breyttist nú hægt og rólega með aldrinum.“ Lýsingarnar í bókinni gefa til kynna að það hafi ekki ríkt mikil nánd innan fjölskyldunnar en Jóhanna vill ekki alveg gangast inn á þann lesskilning. „Hvað er nánd? Það var ekki alltaf verið að segja „Ég elska þig“, eins og núna, en ég held ekki endilega að það hafi verið eitthvað slæmt. Svona var þetta bara. Það hvarflaði til dæmis aldrei að mér að mömmu þætti ekki vænt um mig. Ég held að mín fjölskylda hafi bara að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir þennan tíma.“ Það er greinilegt af bókinni að þú hefur verið mikil pabbastelpa. „Já, ég var það, en það snerist ekki um það að sitja alltaf í kjöltu hans. Við ræddum mikið saman og ég sótti mikið í hann, þótt hann hafi alið mig upp sem framsóknarmann, það hef ég stundum átt erfitt með að fyrirgefa honum. Ég náði mér nú samt af því og hef aldrei kosið Framsóknarflokkinn. Pabbi var mér mikil fyrirmynd. Mér fannst eiginlega allt sem hann gerði vera mjög viturlegt og það var alveg sjálfsagt að ræða alla hluti við hann, eins og til dæmis þegar hann fór að setja mig inn í erlend málefni. Mér fannst það mikil upphefð að hann skyldi tala við mig um svona merkileg mál.“Ein en ekki einmana Við lestur Svarthvítra daga fer ekki hjá því að lesandinn skynji mikla einsemd þessarar litlu stúlku, varstu einmana barn? „Já, ég var það. Ég átti ekki gott með að eignast vini. Það var alltaf sagt að ég væri svo stjórnsöm, ég var það alls ekki. Hins vegar hefur margt af mínu fólki verið svona. Það er ekki fyrr en á unglingsárum sem ég fer að mynda einhver tengsl sem máli skipta. Sjálfsagt hef ég verið frek, en er það ekki allt í lagi? En þótt ég væri dálítið ein var ég ekkert endilega einmana, ég reyndi þá að finna mér eitthvað sem ég undi glöð við eins og að skrifa smásögur, safna leikaramyndum og skrifa Hollywood-stjörnum, það var nærri fúll tæm djobb. Svo tók ég upp á því að safna eiginhandaráritunum, sem þótti mjög spaugilegt á þeim tíma.“ En varstu alltaf ákveðin í að verða rithöfundur? „Nei, það var dálítið vesen. Mig langaði að verða rithöfundur, en svo langaði mig líka að verða búðarkona og eftir að ég fór að fara í sveitina langaði mig að verða bóndi. Manni fannst maður nefnilega þurfa að velja eitthvert eitt starf og ég sá það fyrir mér að ef ég yrði búðarkona myndi líf mitt fyllast af hamingju. Ég vann reyndar seinna í búð, vandaði mig við að pakka inn og reiknaði upphæðina á blaði, það var skemmtilegt. En sennilega langaði mig nú samt mest til að verða rithöfundur. Ég skrifaði heila skáldsögu þegar ég var ellefu ára og reyndi að fá pabba til að koma henni á framfæri við útgefanda, en hann fékk mig ofan af því á sinn einstæða hátt. Ég var líka alltaf að gefa út blöð, hvaðan sem ég fékk nú þá hugmynd, en ég var ekkert uppveðruð af því, mér fannst bara að það væri mjög gott að gefa út blöð, sjálfsagt að gefa út bækur og svo ætlaði ég náttúrulega líka að verða skautadrottning og sunddrottning, var í sýningarflokki í dansi hjá Rigmor Hansen. Þannig að það voru miklar væntingar hjá mér og alls konar létt plön.“Jóhanna er svo samviskusöm Jóhanna segir foreldra sína hafa hvatt sig áfram í skriftunum og alltaf haft mikinn áhuga á því sem hún tók sér fyrir hendur. Það varð henni því mikið áfall þegar hún fyrir slysni heyrði móður sína segja við vinkonu að hún væri ánægð með börnin sín því Bragi væri svo gáfaður og Jóhanna svo samviskusöm. „Já, það sat mjög lengi í mér. Ég man þetta í smáatriðum enn þann dag í dag. Hún sagði þetta eins og það væri ofboðslega gott að vera gáfaður, en samviskusemin væri minna virði. Hún var auðvitað kostur en hitt var flott. Maður heyrði þetta svo sem oft, það var mesta hrós sem hægt var að segja um mann að hann væri gáfaðar. Þetta var reyndar á rökum reist hjá henni hvað mig varðar, ég er mjög samviskusöm og svo hef ég áttað mig á því í gegnum tíðina að það að vera gáfaður er ekki það eftirsóknarverðasta í tilverunni, hinn kosturinn er kannski fullt eins góður.“Vottorð um meydóm Þegar Jóhanna var þrettán ára varð vendipunktur í lífi hennar. Hún hafði þá um sumarið verið í sveit í Hjarðarholti í Dölum, eins og mörg sumur þar á undan, orðið skotin í sætasta stráknum í sveitinni og þau byrjað að vera saman á þann saklausa hátt sem unglinga var siður. Drengurinn var reyndar sautján ára og hjónin í Hjarðarholti höfðu þungar áhyggjur af sambandinu, svo þungar að þau létu foreldra Jóhönnu vita af því og gáfu í skyn að þau óttuðust að hún hefði misst sakleysi sitt. Móðir hennar brást ókvæða við og sendi dóttur sína, fjórtán ára gamla, eina til kvenlæknis til að fá það staðfest að hún væri enn þá hrein mey. „Já, þetta er nokkuð sérstakt, svona eftir á að hyggja, og mér fannst þetta ansi erfitt en nú á dögum myndi þetta líklega þykja óhæfa. Ég vissi sjálf að ekkert hafði gerst á milli okkar og hafði ekkert að fela. Það var hins vegar ekki hægt að gefa mér vottorð, einhverra hluta vegna og ég held að mamma hafi aldrei trúað mér þegar ég sagðist aldrei hafa sofið hjá. En það var auðvitað eitt af því sem aldrei var rætt nema undir rós.“Fyllibytta en ekki kommúnisti Um svipað leyti og hún fer í þessa skoðun byrjar Jóhanna í Kvennaskólanum og fer að stunda skemmtanalífið. Bókinni lýkur þegar hún hittir Jökul Jakobsson á Laugavegi 11 og þau fella hugi saman. Um það samband skrifaði hún hina rómuðu endurminningabók Perlur og steina og við förum ekki út í það hér að ræða það. Einnar spurningar er þó óhjákvæmilegt að spyrja eftir lestur Svarthvítra daga þar sem fram kemur að foreldrar Jóhönnu hafi haft megna ímugust á tvennu í fari karlmanna; að þeir væru fyllibyttur eða kommúnistar. Hvernig leist þeim þá á Jökul? „Það er nú svo merkilegt að þótt maðurinn væri vissulega verulega drykkfelldur og grunaður um að vera kommúnisti, sem hann var reyndar alls ekki, þá settu þau sig ekkert upp á móti okkar sambandi. Jökull var náttúrulega óskaplega sjarmerandi á þessum árum og hann einhvern veginn tók þau með áhlaupi. Móðir mín var afskaplega hrifin af honum og þeim þótti báðum mjög vænt um hann. Ég fékk alveg átölulaust að giftast honum sautján ára gömul, það þótti allt í einu ekkert tiltökumál þó ég væri við karlmann kennd.“Vildi verða prestur í sveit Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá M.R., þrátt fyrir að vera orðin gift kona og móðir, hóf Jóhanna nám í Guðfræðideild Háskólans. Hún heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi aldrei verið trúuð, hvað varð til þess að hún valdi guðfræðina? „Það var vegna þess að mig langaði að verða prestur í sveit, helst á Hvammi í Dölum. Ég sá þarna gott tækifæri til að uppfylla þessa löngun, sem alltaf blundaði í mér, að búa í sveit. Þannig að ég var í guðfræðinni í nokkra vetur, en Jökull var mjög mikið á móti því, svo ég lagði áherslu á grísku og hebresku í náminu. Ég hætti nú samt ekkert bara vegna þess að hann væri á móti þessu, þetta var í rauninni ómögulegt. Við vorum komin með tvo krakka og það var ófært á þeim tíma að samræma þetta allt. Svo ég bara ákvað að hætta þessu og fór ekki aftur í nám fyrr en eftir að ég hætti á Mogganum og fór í nám í arabísku.“Hætti að skrifa eftir ritdóm Jóhanna gaf út sína fyrstu skáldsögu, Ást á rauðu ljósi, tvítug að aldri, sem varð mjög vinsæl, og tvær skáldsögur í viðbót fylgdu á eftir. Eftir útkomu þriðju bókarinnar, Miðarnir voru þrír, líða hins vegar tuttugu ár þangað til hún sendir næst frá sér bók. Hvað gerðist? „Á ég að segja þér það í alvöru? Það var vegna þess að þegar ég gaf út síðustu skáldsöguna þá birti Ólafur Jónsson, sem var góður kunningi okkar Jökuls og hafði verið með í að gefa út Ást á rauðu ljósi, óskaplega neikvæðan dóm um bókina. Ég tók það alveg ofboðslega nærri mér. Tilfellið var að ég var sjálf ekki fyllilega ánægð með þá bók, en ég vissi ekki að hún væri svona slæm. Og ég vissi vel að Ólafur skrifaði ekki svona dóm vegna þess að hann væri að ofsækja mig, við vorum miklir mátar og hann hafði alltaf stutt mig. Ég hafði bara valdið honum miklum vonbrigðum með þessari skáldsögu og þá hugsaði ég: nú bara hætti ég. Það var hvorki reiði né nein rosaleg beiskja fólgin í því – svona þegar ég var búin að ná áttum – ég bara ákvað að hætta, þetta væri greinilega ekki það sem lægi best fyrir mér. Ég missti kjarkinn, þannig séð. Svo liðu tuttugu ár og þá fór ég að gefa út ferðabækur, síðan komu Perlur og steinar og svo nokkrar bækur í viðbót.“Ástríða fyrir Austurlöndum Ekki voru skriftirnar þó lagðar á hilluna því um sama leyti og bókin kom út hóf Jóhanna störf á Morgunblaðinu þar sem hún starfaði árum saman sem blaðamaður í erlendum fréttum og bókmenntagagnrýnandi. Áhuginn á erlendum málefnum, sem faðir hennar kveikti, hefur haldist vakandi alla tíð og það lá beint við að hún sinnti fréttum af þeim. „Um það leyti sem ég byrjaði á Mogganum vantaði mann í erlendar fréttir og við Jökull vorum þá nýkomin frá Grikklandi þar sem við höfðum búið í ár. Meðan við vorum þar varð bylting og konungsfjölskyldunni velt úr sessi. Við fylgdumst vel með því og eftir að ég kom heim hélt ég áfram að fylgjast með því sem gerðist í Grikklandi. Þar fyrir utan hafði ég mikinn áhuga á erlendum fréttum og fannst alltaf mjög gaman að vinna í þeim. Þá var Mogginn náttúrulega afskaplega gott blað og lagði mikinn metnað í erlendar fréttir. Fréttunum var fylgt eftir og maður skrifaði greinar og analýsur. Þegar ég lagðist svo í ferðalögin höfðu þessi kynni af erlendum fréttum það mikil áhrif að ég fór býsna snemma að setja mig inn í málefni Austurlanda sem segja má að hafi orðið ástríða hjá mér.“Ekki skyldug að skrifa um allt Sú ástríða varð til þess að Jóhanna fór að skipuleggja ferðir til Austurlanda sem hafa notið mikilla vinsælda. Hvort framhald verður á þeim á hins vegar eftir að koma í ljós. Fyrir skömmu greindist hún með krabbameinsæxli í lunga og er þegar viðtalið er tekið á leið í aðgerð til að fjarlægja það. „Síðustu tvö, þrjú árin er ég búin að vera meira og minna og lasin, alltaf að fá einhverja kvilla. Lungnabólgur, gallsteina og fleira. Svo var ég bara orðin ágæt þangað til núna þegar kemur í ljós að það er æxli í öðru lunganu. Læknar segja mér að þetta sé mjög staðbundið og góðar horfur á að hægt verði að ná því öllu með aðgerð. Taka náttúrulega fram að það sé aldrei hægt að lofa neinu, þannig að ég geri mér grein fyrir því að það getur brugðið til beggja vona. En ég er bjartsýn og finnst ég ekkert þurfa að vera mjög hrædd við þetta, þótt auðvitað sé maður alltaf skelkaður.“ Það kemur fram í inngangi bókarinnar að ein kveikjan að skrifum hennar hafi verið löngun til að skrásetja fortíðina fyrir börnin þín. Nú ertu búin að því í tveimur bókum en samt er svo mikið af lífi þínu enn óskrásett, þarftu ekki að skrifa að minnsta kosti eina bók í viðbót um árin eftir Perlur og steina? „Það getur vel verið að ég herði mig upp í það, en ég er nú ekkert endilega skyldug til að skrifa um allt sem hefur hent mig í lífinu. Á meðan ég finn ekki hjá mér þörf til þess held ég að ég láti það bíða. Ég gæti hins vegar vel ímyndað mér að skrifa meira um ferðalögin mín. Annars fannst mér mjög gaman að skrifa Svarthvíta daga, sérstaklega eftir að ég sá að þetta voru ekki bara alveg sundurlaus minningabrot heldur væri líklega hægt gera úr þessu sæmilega heillega frásögn. Synir mínir fullvissa mig um að þessi bók eigi erindi, ég vona að það sé rétt hjá þeim.“ Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Svarthvítir dagar, endurminningabók Jóhönnu Kristjónsdóttur, lýsir æsku hennar og uppvexti til sextán ára aldurs. Og segir ekki bara hennar eigin sögu heldur sögur foreldra, afa og amma, sterks og breysks fólks sem hefur óafmáanleg áhrif á heimssýn hinnar ungu Jóhönnu. Að körlunum ólöstuðum eru það þó hinar sterku konur, móðir hennar og ömmur í báðar ættir, sem sitja sterkast í minni lesandans að lestri loknum. Jóhanna hefur greinilega ekki langt að sækja sjálfstæðið og baráttuviljann. „Þær voru mjög sérstakar manneskjur. Valgerður amma yfirgaf eiginmann sinn norður á Sauðarkróki og flutti til Reykjavíkur með dóttur sína, kom henni til náms með því að sinna skúringum og saumaskap. Þótt það séu ekki nema um áttatíu ár síðan mamma útskrifaðist úr M.R. þá var það nánast óþekkt á þeim tíma að stúlkur færu í menntaskóla nema þær væru af afar efnuðu fólki. Það er í raun ótrúlegt að ömmu skyldi takast þetta. Sigríður amma var líka mikill skörungur, ljósmóðir sem hafði gott orð á sér og naut virðingar. Ég var reyndar ekki nema tíu ára þegar hún dó, en ég veit að hún var mjög merk manneskja. Gallinn er bara sá að maður var ekki nógu duglegur að spyrja þetta fólk um ævi þess. Ég hefði svo gjarna viljað vita meira.“Mikil pabbastelpa Mamma þín virðist líka hafa verið sterkur karakter. „Já, hún var ákaflega skaprík og dálítið hörkutól. Hún var aldrei góð við okkur systkinin á þann hátt sem mæður í dag telja sig eiga að vera, en það tíðkaðist bara ekki þá, hún var ekkert einstök að því leyti. En mamma var líka skemmtileg og notaleg þegar hún vildi það.“ Einhvern veginn fær maður það líka á tilfinninguna við lestur bókarinnar að þið Bragi bróðir þinn hafið ekki átt skap saman. „Ég veit svo sem ekki hvort við vorum eitthvað verri en systkini yfirleitt. Núorðið er eins og ekki megi lengur nefna að systkini geti stundum verið ósátt hvort við annað. Það er stutt á milli okkar og Bragi var mjög ákveðinn krakki og hafði miklu hærri rödd en ég, gat alltaf yfirgnæft mig. Við áttum oft í baksi, en það breyttist nú hægt og rólega með aldrinum.“ Lýsingarnar í bókinni gefa til kynna að það hafi ekki ríkt mikil nánd innan fjölskyldunnar en Jóhanna vill ekki alveg gangast inn á þann lesskilning. „Hvað er nánd? Það var ekki alltaf verið að segja „Ég elska þig“, eins og núna, en ég held ekki endilega að það hafi verið eitthvað slæmt. Svona var þetta bara. Það hvarflaði til dæmis aldrei að mér að mömmu þætti ekki vænt um mig. Ég held að mín fjölskylda hafi bara að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir þennan tíma.“ Það er greinilegt af bókinni að þú hefur verið mikil pabbastelpa. „Já, ég var það, en það snerist ekki um það að sitja alltaf í kjöltu hans. Við ræddum mikið saman og ég sótti mikið í hann, þótt hann hafi alið mig upp sem framsóknarmann, það hef ég stundum átt erfitt með að fyrirgefa honum. Ég náði mér nú samt af því og hef aldrei kosið Framsóknarflokkinn. Pabbi var mér mikil fyrirmynd. Mér fannst eiginlega allt sem hann gerði vera mjög viturlegt og það var alveg sjálfsagt að ræða alla hluti við hann, eins og til dæmis þegar hann fór að setja mig inn í erlend málefni. Mér fannst það mikil upphefð að hann skyldi tala við mig um svona merkileg mál.“Ein en ekki einmana Við lestur Svarthvítra daga fer ekki hjá því að lesandinn skynji mikla einsemd þessarar litlu stúlku, varstu einmana barn? „Já, ég var það. Ég átti ekki gott með að eignast vini. Það var alltaf sagt að ég væri svo stjórnsöm, ég var það alls ekki. Hins vegar hefur margt af mínu fólki verið svona. Það er ekki fyrr en á unglingsárum sem ég fer að mynda einhver tengsl sem máli skipta. Sjálfsagt hef ég verið frek, en er það ekki allt í lagi? En þótt ég væri dálítið ein var ég ekkert endilega einmana, ég reyndi þá að finna mér eitthvað sem ég undi glöð við eins og að skrifa smásögur, safna leikaramyndum og skrifa Hollywood-stjörnum, það var nærri fúll tæm djobb. Svo tók ég upp á því að safna eiginhandaráritunum, sem þótti mjög spaugilegt á þeim tíma.“ En varstu alltaf ákveðin í að verða rithöfundur? „Nei, það var dálítið vesen. Mig langaði að verða rithöfundur, en svo langaði mig líka að verða búðarkona og eftir að ég fór að fara í sveitina langaði mig að verða bóndi. Manni fannst maður nefnilega þurfa að velja eitthvert eitt starf og ég sá það fyrir mér að ef ég yrði búðarkona myndi líf mitt fyllast af hamingju. Ég vann reyndar seinna í búð, vandaði mig við að pakka inn og reiknaði upphæðina á blaði, það var skemmtilegt. En sennilega langaði mig nú samt mest til að verða rithöfundur. Ég skrifaði heila skáldsögu þegar ég var ellefu ára og reyndi að fá pabba til að koma henni á framfæri við útgefanda, en hann fékk mig ofan af því á sinn einstæða hátt. Ég var líka alltaf að gefa út blöð, hvaðan sem ég fékk nú þá hugmynd, en ég var ekkert uppveðruð af því, mér fannst bara að það væri mjög gott að gefa út blöð, sjálfsagt að gefa út bækur og svo ætlaði ég náttúrulega líka að verða skautadrottning og sunddrottning, var í sýningarflokki í dansi hjá Rigmor Hansen. Þannig að það voru miklar væntingar hjá mér og alls konar létt plön.“Jóhanna er svo samviskusöm Jóhanna segir foreldra sína hafa hvatt sig áfram í skriftunum og alltaf haft mikinn áhuga á því sem hún tók sér fyrir hendur. Það varð henni því mikið áfall þegar hún fyrir slysni heyrði móður sína segja við vinkonu að hún væri ánægð með börnin sín því Bragi væri svo gáfaður og Jóhanna svo samviskusöm. „Já, það sat mjög lengi í mér. Ég man þetta í smáatriðum enn þann dag í dag. Hún sagði þetta eins og það væri ofboðslega gott að vera gáfaður, en samviskusemin væri minna virði. Hún var auðvitað kostur en hitt var flott. Maður heyrði þetta svo sem oft, það var mesta hrós sem hægt var að segja um mann að hann væri gáfaðar. Þetta var reyndar á rökum reist hjá henni hvað mig varðar, ég er mjög samviskusöm og svo hef ég áttað mig á því í gegnum tíðina að það að vera gáfaður er ekki það eftirsóknarverðasta í tilverunni, hinn kosturinn er kannski fullt eins góður.“Vottorð um meydóm Þegar Jóhanna var þrettán ára varð vendipunktur í lífi hennar. Hún hafði þá um sumarið verið í sveit í Hjarðarholti í Dölum, eins og mörg sumur þar á undan, orðið skotin í sætasta stráknum í sveitinni og þau byrjað að vera saman á þann saklausa hátt sem unglinga var siður. Drengurinn var reyndar sautján ára og hjónin í Hjarðarholti höfðu þungar áhyggjur af sambandinu, svo þungar að þau létu foreldra Jóhönnu vita af því og gáfu í skyn að þau óttuðust að hún hefði misst sakleysi sitt. Móðir hennar brást ókvæða við og sendi dóttur sína, fjórtán ára gamla, eina til kvenlæknis til að fá það staðfest að hún væri enn þá hrein mey. „Já, þetta er nokkuð sérstakt, svona eftir á að hyggja, og mér fannst þetta ansi erfitt en nú á dögum myndi þetta líklega þykja óhæfa. Ég vissi sjálf að ekkert hafði gerst á milli okkar og hafði ekkert að fela. Það var hins vegar ekki hægt að gefa mér vottorð, einhverra hluta vegna og ég held að mamma hafi aldrei trúað mér þegar ég sagðist aldrei hafa sofið hjá. En það var auðvitað eitt af því sem aldrei var rætt nema undir rós.“Fyllibytta en ekki kommúnisti Um svipað leyti og hún fer í þessa skoðun byrjar Jóhanna í Kvennaskólanum og fer að stunda skemmtanalífið. Bókinni lýkur þegar hún hittir Jökul Jakobsson á Laugavegi 11 og þau fella hugi saman. Um það samband skrifaði hún hina rómuðu endurminningabók Perlur og steina og við förum ekki út í það hér að ræða það. Einnar spurningar er þó óhjákvæmilegt að spyrja eftir lestur Svarthvítra daga þar sem fram kemur að foreldrar Jóhönnu hafi haft megna ímugust á tvennu í fari karlmanna; að þeir væru fyllibyttur eða kommúnistar. Hvernig leist þeim þá á Jökul? „Það er nú svo merkilegt að þótt maðurinn væri vissulega verulega drykkfelldur og grunaður um að vera kommúnisti, sem hann var reyndar alls ekki, þá settu þau sig ekkert upp á móti okkar sambandi. Jökull var náttúrulega óskaplega sjarmerandi á þessum árum og hann einhvern veginn tók þau með áhlaupi. Móðir mín var afskaplega hrifin af honum og þeim þótti báðum mjög vænt um hann. Ég fékk alveg átölulaust að giftast honum sautján ára gömul, það þótti allt í einu ekkert tiltökumál þó ég væri við karlmann kennd.“Vildi verða prestur í sveit Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá M.R., þrátt fyrir að vera orðin gift kona og móðir, hóf Jóhanna nám í Guðfræðideild Háskólans. Hún heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi aldrei verið trúuð, hvað varð til þess að hún valdi guðfræðina? „Það var vegna þess að mig langaði að verða prestur í sveit, helst á Hvammi í Dölum. Ég sá þarna gott tækifæri til að uppfylla þessa löngun, sem alltaf blundaði í mér, að búa í sveit. Þannig að ég var í guðfræðinni í nokkra vetur, en Jökull var mjög mikið á móti því, svo ég lagði áherslu á grísku og hebresku í náminu. Ég hætti nú samt ekkert bara vegna þess að hann væri á móti þessu, þetta var í rauninni ómögulegt. Við vorum komin með tvo krakka og það var ófært á þeim tíma að samræma þetta allt. Svo ég bara ákvað að hætta þessu og fór ekki aftur í nám fyrr en eftir að ég hætti á Mogganum og fór í nám í arabísku.“Hætti að skrifa eftir ritdóm Jóhanna gaf út sína fyrstu skáldsögu, Ást á rauðu ljósi, tvítug að aldri, sem varð mjög vinsæl, og tvær skáldsögur í viðbót fylgdu á eftir. Eftir útkomu þriðju bókarinnar, Miðarnir voru þrír, líða hins vegar tuttugu ár þangað til hún sendir næst frá sér bók. Hvað gerðist? „Á ég að segja þér það í alvöru? Það var vegna þess að þegar ég gaf út síðustu skáldsöguna þá birti Ólafur Jónsson, sem var góður kunningi okkar Jökuls og hafði verið með í að gefa út Ást á rauðu ljósi, óskaplega neikvæðan dóm um bókina. Ég tók það alveg ofboðslega nærri mér. Tilfellið var að ég var sjálf ekki fyllilega ánægð með þá bók, en ég vissi ekki að hún væri svona slæm. Og ég vissi vel að Ólafur skrifaði ekki svona dóm vegna þess að hann væri að ofsækja mig, við vorum miklir mátar og hann hafði alltaf stutt mig. Ég hafði bara valdið honum miklum vonbrigðum með þessari skáldsögu og þá hugsaði ég: nú bara hætti ég. Það var hvorki reiði né nein rosaleg beiskja fólgin í því – svona þegar ég var búin að ná áttum – ég bara ákvað að hætta, þetta væri greinilega ekki það sem lægi best fyrir mér. Ég missti kjarkinn, þannig séð. Svo liðu tuttugu ár og þá fór ég að gefa út ferðabækur, síðan komu Perlur og steinar og svo nokkrar bækur í viðbót.“Ástríða fyrir Austurlöndum Ekki voru skriftirnar þó lagðar á hilluna því um sama leyti og bókin kom út hóf Jóhanna störf á Morgunblaðinu þar sem hún starfaði árum saman sem blaðamaður í erlendum fréttum og bókmenntagagnrýnandi. Áhuginn á erlendum málefnum, sem faðir hennar kveikti, hefur haldist vakandi alla tíð og það lá beint við að hún sinnti fréttum af þeim. „Um það leyti sem ég byrjaði á Mogganum vantaði mann í erlendar fréttir og við Jökull vorum þá nýkomin frá Grikklandi þar sem við höfðum búið í ár. Meðan við vorum þar varð bylting og konungsfjölskyldunni velt úr sessi. Við fylgdumst vel með því og eftir að ég kom heim hélt ég áfram að fylgjast með því sem gerðist í Grikklandi. Þar fyrir utan hafði ég mikinn áhuga á erlendum fréttum og fannst alltaf mjög gaman að vinna í þeim. Þá var Mogginn náttúrulega afskaplega gott blað og lagði mikinn metnað í erlendar fréttir. Fréttunum var fylgt eftir og maður skrifaði greinar og analýsur. Þegar ég lagðist svo í ferðalögin höfðu þessi kynni af erlendum fréttum það mikil áhrif að ég fór býsna snemma að setja mig inn í málefni Austurlanda sem segja má að hafi orðið ástríða hjá mér.“Ekki skyldug að skrifa um allt Sú ástríða varð til þess að Jóhanna fór að skipuleggja ferðir til Austurlanda sem hafa notið mikilla vinsælda. Hvort framhald verður á þeim á hins vegar eftir að koma í ljós. Fyrir skömmu greindist hún með krabbameinsæxli í lunga og er þegar viðtalið er tekið á leið í aðgerð til að fjarlægja það. „Síðustu tvö, þrjú árin er ég búin að vera meira og minna og lasin, alltaf að fá einhverja kvilla. Lungnabólgur, gallsteina og fleira. Svo var ég bara orðin ágæt þangað til núna þegar kemur í ljós að það er æxli í öðru lunganu. Læknar segja mér að þetta sé mjög staðbundið og góðar horfur á að hægt verði að ná því öllu með aðgerð. Taka náttúrulega fram að það sé aldrei hægt að lofa neinu, þannig að ég geri mér grein fyrir því að það getur brugðið til beggja vona. En ég er bjartsýn og finnst ég ekkert þurfa að vera mjög hrædd við þetta, þótt auðvitað sé maður alltaf skelkaður.“ Það kemur fram í inngangi bókarinnar að ein kveikjan að skrifum hennar hafi verið löngun til að skrásetja fortíðina fyrir börnin þín. Nú ertu búin að því í tveimur bókum en samt er svo mikið af lífi þínu enn óskrásett, þarftu ekki að skrifa að minnsta kosti eina bók í viðbót um árin eftir Perlur og steina? „Það getur vel verið að ég herði mig upp í það, en ég er nú ekkert endilega skyldug til að skrifa um allt sem hefur hent mig í lífinu. Á meðan ég finn ekki hjá mér þörf til þess held ég að ég láti það bíða. Ég gæti hins vegar vel ímyndað mér að skrifa meira um ferðalögin mín. Annars fannst mér mjög gaman að skrifa Svarthvíta daga, sérstaklega eftir að ég sá að þetta voru ekki bara alveg sundurlaus minningabrot heldur væri líklega hægt gera úr þessu sæmilega heillega frásögn. Synir mínir fullvissa mig um að þessi bók eigi erindi, ég vona að það sé rétt hjá þeim.“
Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira