Bandarísk löggjöf gildir á Íslandi Vala Valtýsdóttir skrifar 29. október 2014 07:00 Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Mörgum finnst þessi fullyrðing ótrúleg enda ekki á hverjum degi sem ríki setja lög og reglur sem ná yfir önnur ríki, en því miður þá er þetta satt. Fyrir nokkrum árum voru lögfest í Bandaríkjunum svokölluð FATCA lög (e. Foreign Account Tax Compliance Act) en þau skylda fjármálastofnanir og banka í öðrum ríkjum til að leita logandi ljósi að öllum mögulegum bandarískum skattgreiðendum í þeim tilgangi að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Þannig eru íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldar til að skrá sig hjá IRS (RSK Bandaríkjanna) í þessum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ísland verður að semja við BandaríkinÍsland verður að semja við Bandaríkin Fyrst má nefna að önnur ríki, þ.m.t. Ísland, verða að semja sérstaklega við Bandaríkin til að koma í veg fyrir að enn meiri skyldur hvíli á íslenskum fjármálastofnunum en fjármálastofnunum þeirra landa sem samið hafa við Bandaríkin. Og til hvers er leikurinn gerður? Jú bandarísk skattyfirvöld ætla að láta aðra, m.a. íslenska banka, finna skatttekjur fyrir sig með tilheyrandi kostnaði í stað þess að gera það sjálf. Ef ríkin komast að samkomulagi má búast við því að íslenskar fjármálastofnanir þurfi einu sinni á ári að senda sérstaka FATCA-skýrslu til ríkisskattstjóra þar sem upplýst er um stöðu bandarískra skattgreiðenda, bæði einstaklinga og lögaðila, hjá viðkomandi fjármálastofnun. Ef hins vegar næst ekki að semja fyrir næstu áramót þá ber þessum fjármálastofnunum að upplýsa IRS beint um þessar inneignir á þeim skýrslueyðublöðum sem er að finna hjá IRS. Auk þess sem á íslenskum fjármálastofnunum hvíla enn ríkari skyldur ef ekki er fyrir hendi samningur við Bandaríkin. Hvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumHvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumEf fjármálastofnun fer ekki eftir þessum lögum munu bandarísk skattyfirvöld leggja 30% skatt á allar greiðslur sem viðkomandi fjármálastofnun og viðskiptavinir hennar fá frá Bandaríkjunum. Einhver kann að segja að þetta geti ekki verið enda hafi Ísland gert tvísköttunarsamning við Bandaríkin og að hann hljóti að gilda. Þannig er nú samt í pottinn búið að sá samningur skiptir engu máli, a.m.k. séð frá Bandaríkjunum. Ljóst er að umrædd lög leggja óvenjumiklar kvaðir á fjármálastofnanir um allan heim, með tilheyrandi kostnaði sem að sjálfsögðu verður mun þyngri fyrir minni fjármálastofnanir, sem á frekar við á Íslandi vegna smæðar landsins. Umfjöllun þessi er langt í frá tæmandi enda skilyrði samkvæmt FATCA-löggjöfinni flókin og margvísleg. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Mörgum finnst þessi fullyrðing ótrúleg enda ekki á hverjum degi sem ríki setja lög og reglur sem ná yfir önnur ríki, en því miður þá er þetta satt. Fyrir nokkrum árum voru lögfest í Bandaríkjunum svokölluð FATCA lög (e. Foreign Account Tax Compliance Act) en þau skylda fjármálastofnanir og banka í öðrum ríkjum til að leita logandi ljósi að öllum mögulegum bandarískum skattgreiðendum í þeim tilgangi að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Þannig eru íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldar til að skrá sig hjá IRS (RSK Bandaríkjanna) í þessum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ísland verður að semja við BandaríkinÍsland verður að semja við Bandaríkin Fyrst má nefna að önnur ríki, þ.m.t. Ísland, verða að semja sérstaklega við Bandaríkin til að koma í veg fyrir að enn meiri skyldur hvíli á íslenskum fjármálastofnunum en fjármálastofnunum þeirra landa sem samið hafa við Bandaríkin. Og til hvers er leikurinn gerður? Jú bandarísk skattyfirvöld ætla að láta aðra, m.a. íslenska banka, finna skatttekjur fyrir sig með tilheyrandi kostnaði í stað þess að gera það sjálf. Ef ríkin komast að samkomulagi má búast við því að íslenskar fjármálastofnanir þurfi einu sinni á ári að senda sérstaka FATCA-skýrslu til ríkisskattstjóra þar sem upplýst er um stöðu bandarískra skattgreiðenda, bæði einstaklinga og lögaðila, hjá viðkomandi fjármálastofnun. Ef hins vegar næst ekki að semja fyrir næstu áramót þá ber þessum fjármálastofnunum að upplýsa IRS beint um þessar inneignir á þeim skýrslueyðublöðum sem er að finna hjá IRS. Auk þess sem á íslenskum fjármálastofnunum hvíla enn ríkari skyldur ef ekki er fyrir hendi samningur við Bandaríkin. Hvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumHvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumEf fjármálastofnun fer ekki eftir þessum lögum munu bandarísk skattyfirvöld leggja 30% skatt á allar greiðslur sem viðkomandi fjármálastofnun og viðskiptavinir hennar fá frá Bandaríkjunum. Einhver kann að segja að þetta geti ekki verið enda hafi Ísland gert tvísköttunarsamning við Bandaríkin og að hann hljóti að gilda. Þannig er nú samt í pottinn búið að sá samningur skiptir engu máli, a.m.k. séð frá Bandaríkjunum. Ljóst er að umrædd lög leggja óvenjumiklar kvaðir á fjármálastofnanir um allan heim, með tilheyrandi kostnaði sem að sjálfsögðu verður mun þyngri fyrir minni fjármálastofnanir, sem á frekar við á Íslandi vegna smæðar landsins. Umfjöllun þessi er langt í frá tæmandi enda skilyrði samkvæmt FATCA-löggjöfinni flókin og margvísleg.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira