Menning

Syngja Ave Maríur og önnur trúarleg verk

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Kvennakórinn Vox Feminae hefur víða sungið í helgidómum erlendis. Þessi mynd er tekin fyrir réttu ári í Notre Dame-kirkjunni í París.
Kvennakórinn Vox Feminae hefur víða sungið í helgidómum erlendis. Þessi mynd er tekin fyrir réttu ári í Notre Dame-kirkjunni í París.
„Allra sálna messa er helguð minningu látinna og efnisskráin er í takt við það. Við ætlum að syngja Ave Maríur, messu og önnur trúarleg verk eftir mörg af þekktustu tónskáldum sögunnar. Þar má nefna Bach, Mozart og Schubert,“ segir Hallveig Andrésdóttir, ein hinna tónvissu kvenna í Vox feminae sem syngja í Fella-og Hólakirkju í kvöld undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.

Guðný Einarsdóttir organisti leikur á píanó og orgel og Victoria Tsarevskaia á selló.

Hallveig segir stærsta verkið á dagskránni vera messu op.187 eftir Josef Rheinberger.

„Við höfum ekki sungið þessa messu fyrr, að undanskildum einum kafla,“ segir hún og hvetur fólk til að koma að hlýða á fagra tóna, kveikja á minningarkerti og minnast látinna ástvina.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og miðaverð er 2.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×