6.900 umsóknir um leiðréttingu óleystar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Sama dag og ríkisstjórnin kynnti eina umfangsmestu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar gerði fólk sér ferð á Austurvöll til að mótmæli aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Tæplega 7.000 af þeim 69 þúsund umsóknum sem ríkisskattstjóra bárust um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána eru óafgreidd, eða um tíu prósent. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að afgreiða þær innan sex vikna. Um er að ræða lán þar sem hagir hjóna eða einstaklinga hafa breyst mikið undanfarin sex ár. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána voru kynntar í Hörpu í gær. Niðurstöður hvers og eins er hægt að nálgast á heimasíðu leiðréttingarinnar í dag. „Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á kynningunni. Heildarfjárhæð leiðréttingarinnar verður 150 milljarðar króna og skiptist þannig að 80 milljörðum verður veitt í niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána og 70 milljörðum í séreignarsparnað við inngreiðslu á höfuðstól lána. Að meðaltali fá hjón 1,5 milljónir í leiðréttingu og einstaklingar 1,1 milljón króna. Í kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðunum segir að séu úrræðin nýtt til fulls gætu skuldir heimilanna lækkað um 20 prósent að meðaltali. Um 70 prósent samþykktra umsókna um leiðréttingu renna til einstaklinga sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimila sem skulda minna en 30 milljónir króna. Stærstur hluti fer til einstaklinga sem skulda 10 til 20 milljónir króna og hjóna sem skulda 20 til 30 milljónir króna. Þá mun ríflega helmingur, eða 55 prósent, renna til einstaklinga sem eiga fjórar milljónir króna í eigin fé í húsnæði sínu og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir króna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir kynninguna hafa staðfest að aðgerðirnar nýtist þeim best sem mest hafi á milli handanna. „Við lögðum til aðgerðir til að mæta þeim sem lentu í raunverulegu misgengi og keyptu á versta tíma fyrir hrun. Það fólk er núna skilið eftir í sínum skuldavanda en miklum peningum varið til að lækka skuldir hjá fólki sem er ekki í neinum skuldavanda og þekkir hann bara af afspurn,“ segir Árni Páll. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Tæplega 7.000 af þeim 69 þúsund umsóknum sem ríkisskattstjóra bárust um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána eru óafgreidd, eða um tíu prósent. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að afgreiða þær innan sex vikna. Um er að ræða lán þar sem hagir hjóna eða einstaklinga hafa breyst mikið undanfarin sex ár. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána voru kynntar í Hörpu í gær. Niðurstöður hvers og eins er hægt að nálgast á heimasíðu leiðréttingarinnar í dag. „Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á kynningunni. Heildarfjárhæð leiðréttingarinnar verður 150 milljarðar króna og skiptist þannig að 80 milljörðum verður veitt í niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána og 70 milljörðum í séreignarsparnað við inngreiðslu á höfuðstól lána. Að meðaltali fá hjón 1,5 milljónir í leiðréttingu og einstaklingar 1,1 milljón króna. Í kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðunum segir að séu úrræðin nýtt til fulls gætu skuldir heimilanna lækkað um 20 prósent að meðaltali. Um 70 prósent samþykktra umsókna um leiðréttingu renna til einstaklinga sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimila sem skulda minna en 30 milljónir króna. Stærstur hluti fer til einstaklinga sem skulda 10 til 20 milljónir króna og hjóna sem skulda 20 til 30 milljónir króna. Þá mun ríflega helmingur, eða 55 prósent, renna til einstaklinga sem eiga fjórar milljónir króna í eigin fé í húsnæði sínu og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir króna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir kynninguna hafa staðfest að aðgerðirnar nýtist þeim best sem mest hafi á milli handanna. „Við lögðum til aðgerðir til að mæta þeim sem lentu í raunverulegu misgengi og keyptu á versta tíma fyrir hrun. Það fólk er núna skilið eftir í sínum skuldavanda en miklum peningum varið til að lækka skuldir hjá fólki sem er ekki í neinum skuldavanda og þekkir hann bara af afspurn,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira