Verkfallið bitnar á öllum nemendum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Rúnar Vilhjálmsson „Verkfall prófessora mun væntanlega bitna á öllum nemendum að einhverju leyti. Það mun hafa áhrif á um helming prófa, verkefna og ritgerða og mjög stór hluti nemenda fær ekki greidd út námslán á réttum tíma.“ Þetta segir Ísak Einar Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um samþykkt verkfalls prófessora við ríkisháskóla. Alls samþykktu 80,6 prósent félagsmanna í Félagi prófessora við ríkisháskóla að boða til verkfalls 1. desember til 15. desember hafi ekki tekist að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið, en tæp tuttugu prósent voru andvíg verkfalli. Rúmlega 77 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það hefur orðið 16 til 17 prósenta kjararýrnun í einstökum launaflokkum prófessora frá árinu 2008 samtímis því sem kennsluskylda hefur verið aukin. Það var ákveðið að spara og auka kennsluálagið og þetta hefur ekki verið bætt. Við viljum að sú ákvörðun verði afturkölluð,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins. Hann segir menn hafa áhyggjur af stöðu skólanna. „Við sjáum vaxandi launaskrið á almennum markaði. Hér eru starfsmenn sem geta unnið víða við vísindastörf og kennslu.“ Formaður Stúdentaráðs tekur það fram að verkfall sé mögulega ekki í þágu nemenda en þeir hafi hins vegar skilning á kröfum prófessoranna. „Það er ljóst að byggja verður upp háskóla sem er samkeppnishæfur. Eins og staðan er núna eru prófessorar á lægri launum en prófessorar annars staðar á Norðurlöndum. Það er hagur nemenda að kjör prófessora við ríkisháskóla standist samanburð við aðra háskóla. Við krefjumst þess að samningsaðilar sýni ábyrgð og beri hag nemenda fyrir brjósti og fundi daglega svo leysa megi deilurnar og afstýra verkfalli.“ Sjálfur er Ísak Einar ekki í námi á meðan hann gegnir stöðu formanns Stúdentaráðs í vetur. „Fjögur af fimm prófum félaga minna, sem byrjuðu í hagfræðinámi um leið og ég, munu falla niður komi til verkfalls þar sem prófessorar koma að þeim prófum. Við slíkt geta nemendur ekki unað og ljóst er að afstýra verður verkfalli strax.“ Næsti samningafundur er ráðgerður á föstudaginn. Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla eru fastráðnir við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Verkfall prófessora mun væntanlega bitna á öllum nemendum að einhverju leyti. Það mun hafa áhrif á um helming prófa, verkefna og ritgerða og mjög stór hluti nemenda fær ekki greidd út námslán á réttum tíma.“ Þetta segir Ísak Einar Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um samþykkt verkfalls prófessora við ríkisháskóla. Alls samþykktu 80,6 prósent félagsmanna í Félagi prófessora við ríkisháskóla að boða til verkfalls 1. desember til 15. desember hafi ekki tekist að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið, en tæp tuttugu prósent voru andvíg verkfalli. Rúmlega 77 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það hefur orðið 16 til 17 prósenta kjararýrnun í einstökum launaflokkum prófessora frá árinu 2008 samtímis því sem kennsluskylda hefur verið aukin. Það var ákveðið að spara og auka kennsluálagið og þetta hefur ekki verið bætt. Við viljum að sú ákvörðun verði afturkölluð,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins. Hann segir menn hafa áhyggjur af stöðu skólanna. „Við sjáum vaxandi launaskrið á almennum markaði. Hér eru starfsmenn sem geta unnið víða við vísindastörf og kennslu.“ Formaður Stúdentaráðs tekur það fram að verkfall sé mögulega ekki í þágu nemenda en þeir hafi hins vegar skilning á kröfum prófessoranna. „Það er ljóst að byggja verður upp háskóla sem er samkeppnishæfur. Eins og staðan er núna eru prófessorar á lægri launum en prófessorar annars staðar á Norðurlöndum. Það er hagur nemenda að kjör prófessora við ríkisháskóla standist samanburð við aðra háskóla. Við krefjumst þess að samningsaðilar sýni ábyrgð og beri hag nemenda fyrir brjósti og fundi daglega svo leysa megi deilurnar og afstýra verkfalli.“ Sjálfur er Ísak Einar ekki í námi á meðan hann gegnir stöðu formanns Stúdentaráðs í vetur. „Fjögur af fimm prófum félaga minna, sem byrjuðu í hagfræðinámi um leið og ég, munu falla niður komi til verkfalls þar sem prófessorar koma að þeim prófum. Við slíkt geta nemendur ekki unað og ljóst er að afstýra verður verkfalli strax.“ Næsti samningafundur er ráðgerður á föstudaginn. Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla eru fastráðnir við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira