Lífið er aðallega ástarskóli Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 11:00 Oddný Eir: „Þegar maður eldist þá er maður ekki að skrifa fyrir kennarann svo hann gefi manni stjörnur í kladdann.” Vísir/Valli Bókin fjallar um mann og konu sem hittast og hrífast hvort af öðru en leggja af einhverjum ástæðum ekki út í ástarævintýri. Þau eru bæði búin að missa sjálfstraustið vegna vondrar reynslu af ástinni og komast svo að því að þau hafa líka misst tenginguna við lífskraftinn og kynorkuna og fara að leita að henni,“ segir Oddný Eir Ævarsdóttir beðin að segja í stuttu máli frá skáldsögu sinni Ástarmeistaranum. „Þau halda að einhver hljóti að geta leyst þetta vandamál fyrir þau og leita sér aðstoðar, en gefast fljótt upp á því og fara í staðinn að leita að uppsprettu ástarinnar sjálfrar og kynorkunnar.“ Undirtitill bókarinnar er Blindskák, er ástin ekki alltaf einhvers konar blindskák? „Jú, eða eins og Bubbi segir: blindsker. Skákin er náttúrulega svo fallegt symból með þessi tvö skaut sem verða að vera í jafnvægi. Þau hafa bæði gert tilraunir til að lifa í mjög andlegri ást en síðan hefur karlmaðurinn lent í því að lifa eingöngu líkamlega í ástinni. Þau þurfa því bæði að finna jafnvægi milli andlegra og líkamlegra hliða ástarinnar.“ Í upphafi sögu hittir karlmaðurinn tvær konur, Önnu og Karen Nínu, og skiptir andlegri og líkamlegri ást sinni á milli þeirra. Tekst honum að sameina þessar tvær hliðar ástarinnar? „Já, ég myndi nú segja það, til þess þarf reyndar tilstilli þriðju konunnar, en við skulum ekki segja meira um það til að spilla ekki fyrir lesendum.“Upp á líf og dauða Í Jarðnæði varstu að hluta til að skrifa um eigin reynslu og upplifanir, en það er ekkert slíkt í Ástarmeistaranum, eða hvað? „Þetta er auðvitað skáldskapur en mitt tilfinningalíf er allt þarna undir. Það var dálítið stórt stökk að fara að skrifa hefðbundna skáldsögu þannig að mér fannst gott að láta persónurnar vera á stöðum sem ég kannaðist aðeins við. Það var dálítið glæfralegt að láta söguna gerast í Grímsey, því þar hef ég bara komið sem gestur, en fólkið þar var svo ofboðslega gestrisið að manni leið eins og heima hjá sér. Báðar aðalpersónurnar eru dálítið mikið runnar úr mínu tilfinningalífi, en líka alls ekki. En það sem er líkt með vinnunni við þessa bók og hinar er að í öllu sem ég hef skrifað er ég að leita að einhverjum svörum sem mér finnst vera upp á líf og dauða að finna núna.“ Þú vildir sem sagt skrifa þessa bók til að afgreiða ástina? Heldurðu að það sé hægt? „Nei, það er náttúrulega alls ekki hægt. En fíflið í manni er alltaf að spyrja og reyna að fá einhver svör og ég hélt alveg fram á síðasta dag að ég myndi finna þau. Frestaði meira að segja útgáfunni því hin stóra lausn var bara rétt ókomin.“ Sættirðu þig þá við að finna hana ekki? „Ja, það eru nú ýmsar lausnir þarna. Mér finnst þetta hafa verið ríkuleg leit, en hvort ég hef komið því til skila er annað mál. Að því leyti var þetta sjálfshjálparbók fyrir mig. Það eru þarna svör við ýmsum mjög aðkallandi spurningum.“ Er sem sagt hægt að læra að elska? „Já, það er held ég aðallærdómurinn í lífinu og það var eitt af því sem ég fattaði við skriftirnar. Lífið er skóli til þess að kenna manni að elska. En maður verður að vera duglegur í skólanum og það er svakaleg heimavinna á hverjum degi.“Hræðilegt að missa kynþokkann En er ekki dálítið seint að fara að leita að kynorkunni um miðjan aldur? „Nei, alls ekki, hún er í tengslum við lífskraftinn sjálfan, það er menningin sem lætur okkur trúa því að við eigum að missa kynorkuna og kynþokkann um miðjan aldur. Mér finnst það alveg svakalega sorglegt að fólk aftengi sig þessum stórkostlega dýrslega krafti af því að það eigi að gera það. Ég er að reyna að skrifa erótík í þessari bók, sem var mikil áskorun, það hefði ég aldrei getað gert í sjálfsævisögulegri bók. Ég nálgaðist það í gegnum náttúruna og þetta dýrslega í fólki og þegar við eldumst þá verðum við meiri dýr, þannig að ég held að þetta sé algjör misskilningur hjá menningunni.“ Snýst þetta ekki um að þegar konur eru komnar úr barneign er hætt að líta á þær sem kynverur? „Jú, ég hef upplifað það í tengslum við erfiðar tilraunir til að eignast barn að missa kynþokkann. Viðhorfið er það að ef þú getur ekki eignast barn þá ertu ekki kona, ekki kynvera. Það er stórmerkileg upplifun að tapa kvenleikanum. Sama gildir ef karlmenn tapa sinni karlmennsku, þá er erfitt að ætla að elska. Nema þá að snúa sér að einhverri andlegri ást, en ég held að það sé ekki lausnin. Ég held að maður verði alltaf að elska sem kynvera jafnt sem andleg vera. Ef maður nær réttu samspili þar á milli þá opnast fyrir manni ríki ástarinnar, þótt maður upplifi það ekkert endilega í langan tíma í einu.“Ég óttast ekkert Þú segir að lífið sé ástarskóli, getur maður þá fallið á milli bekkja? „Það er nefnilega ansi snúið. Maður gerir hryllilega margar villur. Og það sem gerir þetta ennþá snúnara er að um leið og maður er búinn að læra að elska þá kemur strax óttinn við að missa. Og þann ótta ætlar maður aldrei að geta losnað við. Mér finnst áritunin á legsteini Nikos Kazantzakis svo áhrifamikil: „Ég vænti einskis, ég óttast ekkert, ég er frjáls.“ Hvað er það eiginlega sem maður er svona hræddur við? Þessi ótti eykur bara stöðnunina og hjakkið. Maður þarf bara að loka augunum og stökkva. Mín trú er sú að ástin sé okkur eiginleg og að við eigum að rækta hana. Ef maður missir ástina innra með sér þá er maður búinn að tapa svo miklu. Það er auðvitað mjög dramatískt að leggja í ferð til að endurheimta ástina en það getur líka verið mjög spennandi.“ Síðasta bók Oddnýjar, Jarðnæði, hlaut mikið lof, hreppti Fjöruverðlaun þess árs og nú síðast Evrópuverðlaunin, er ekkert ógnvekjandi að fylgja slíkri velgengni eftir með nýrri bók? „Þegar maður eldist þá er maður ekki að skrifa fyrir kennarann svo hann gefi manni stjörnur í kladdann. Það er auðvitað alltaf gaman að fá góð viðbrögð en nú er ég orðin það gömul að ég veit að ég held áfram í mínum skóla alveg sama hvað öðrum finnst. Þetta er það sem mér fannst mikilvægast að gefa út núna og ég vona að lesendur njóti leiksins.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Bókin fjallar um mann og konu sem hittast og hrífast hvort af öðru en leggja af einhverjum ástæðum ekki út í ástarævintýri. Þau eru bæði búin að missa sjálfstraustið vegna vondrar reynslu af ástinni og komast svo að því að þau hafa líka misst tenginguna við lífskraftinn og kynorkuna og fara að leita að henni,“ segir Oddný Eir Ævarsdóttir beðin að segja í stuttu máli frá skáldsögu sinni Ástarmeistaranum. „Þau halda að einhver hljóti að geta leyst þetta vandamál fyrir þau og leita sér aðstoðar, en gefast fljótt upp á því og fara í staðinn að leita að uppsprettu ástarinnar sjálfrar og kynorkunnar.“ Undirtitill bókarinnar er Blindskák, er ástin ekki alltaf einhvers konar blindskák? „Jú, eða eins og Bubbi segir: blindsker. Skákin er náttúrulega svo fallegt symból með þessi tvö skaut sem verða að vera í jafnvægi. Þau hafa bæði gert tilraunir til að lifa í mjög andlegri ást en síðan hefur karlmaðurinn lent í því að lifa eingöngu líkamlega í ástinni. Þau þurfa því bæði að finna jafnvægi milli andlegra og líkamlegra hliða ástarinnar.“ Í upphafi sögu hittir karlmaðurinn tvær konur, Önnu og Karen Nínu, og skiptir andlegri og líkamlegri ást sinni á milli þeirra. Tekst honum að sameina þessar tvær hliðar ástarinnar? „Já, ég myndi nú segja það, til þess þarf reyndar tilstilli þriðju konunnar, en við skulum ekki segja meira um það til að spilla ekki fyrir lesendum.“Upp á líf og dauða Í Jarðnæði varstu að hluta til að skrifa um eigin reynslu og upplifanir, en það er ekkert slíkt í Ástarmeistaranum, eða hvað? „Þetta er auðvitað skáldskapur en mitt tilfinningalíf er allt þarna undir. Það var dálítið stórt stökk að fara að skrifa hefðbundna skáldsögu þannig að mér fannst gott að láta persónurnar vera á stöðum sem ég kannaðist aðeins við. Það var dálítið glæfralegt að láta söguna gerast í Grímsey, því þar hef ég bara komið sem gestur, en fólkið þar var svo ofboðslega gestrisið að manni leið eins og heima hjá sér. Báðar aðalpersónurnar eru dálítið mikið runnar úr mínu tilfinningalífi, en líka alls ekki. En það sem er líkt með vinnunni við þessa bók og hinar er að í öllu sem ég hef skrifað er ég að leita að einhverjum svörum sem mér finnst vera upp á líf og dauða að finna núna.“ Þú vildir sem sagt skrifa þessa bók til að afgreiða ástina? Heldurðu að það sé hægt? „Nei, það er náttúrulega alls ekki hægt. En fíflið í manni er alltaf að spyrja og reyna að fá einhver svör og ég hélt alveg fram á síðasta dag að ég myndi finna þau. Frestaði meira að segja útgáfunni því hin stóra lausn var bara rétt ókomin.“ Sættirðu þig þá við að finna hana ekki? „Ja, það eru nú ýmsar lausnir þarna. Mér finnst þetta hafa verið ríkuleg leit, en hvort ég hef komið því til skila er annað mál. Að því leyti var þetta sjálfshjálparbók fyrir mig. Það eru þarna svör við ýmsum mjög aðkallandi spurningum.“ Er sem sagt hægt að læra að elska? „Já, það er held ég aðallærdómurinn í lífinu og það var eitt af því sem ég fattaði við skriftirnar. Lífið er skóli til þess að kenna manni að elska. En maður verður að vera duglegur í skólanum og það er svakaleg heimavinna á hverjum degi.“Hræðilegt að missa kynþokkann En er ekki dálítið seint að fara að leita að kynorkunni um miðjan aldur? „Nei, alls ekki, hún er í tengslum við lífskraftinn sjálfan, það er menningin sem lætur okkur trúa því að við eigum að missa kynorkuna og kynþokkann um miðjan aldur. Mér finnst það alveg svakalega sorglegt að fólk aftengi sig þessum stórkostlega dýrslega krafti af því að það eigi að gera það. Ég er að reyna að skrifa erótík í þessari bók, sem var mikil áskorun, það hefði ég aldrei getað gert í sjálfsævisögulegri bók. Ég nálgaðist það í gegnum náttúruna og þetta dýrslega í fólki og þegar við eldumst þá verðum við meiri dýr, þannig að ég held að þetta sé algjör misskilningur hjá menningunni.“ Snýst þetta ekki um að þegar konur eru komnar úr barneign er hætt að líta á þær sem kynverur? „Jú, ég hef upplifað það í tengslum við erfiðar tilraunir til að eignast barn að missa kynþokkann. Viðhorfið er það að ef þú getur ekki eignast barn þá ertu ekki kona, ekki kynvera. Það er stórmerkileg upplifun að tapa kvenleikanum. Sama gildir ef karlmenn tapa sinni karlmennsku, þá er erfitt að ætla að elska. Nema þá að snúa sér að einhverri andlegri ást, en ég held að það sé ekki lausnin. Ég held að maður verði alltaf að elska sem kynvera jafnt sem andleg vera. Ef maður nær réttu samspili þar á milli þá opnast fyrir manni ríki ástarinnar, þótt maður upplifi það ekkert endilega í langan tíma í einu.“Ég óttast ekkert Þú segir að lífið sé ástarskóli, getur maður þá fallið á milli bekkja? „Það er nefnilega ansi snúið. Maður gerir hryllilega margar villur. Og það sem gerir þetta ennþá snúnara er að um leið og maður er búinn að læra að elska þá kemur strax óttinn við að missa. Og þann ótta ætlar maður aldrei að geta losnað við. Mér finnst áritunin á legsteini Nikos Kazantzakis svo áhrifamikil: „Ég vænti einskis, ég óttast ekkert, ég er frjáls.“ Hvað er það eiginlega sem maður er svona hræddur við? Þessi ótti eykur bara stöðnunina og hjakkið. Maður þarf bara að loka augunum og stökkva. Mín trú er sú að ástin sé okkur eiginleg og að við eigum að rækta hana. Ef maður missir ástina innra með sér þá er maður búinn að tapa svo miklu. Það er auðvitað mjög dramatískt að leggja í ferð til að endurheimta ástina en það getur líka verið mjög spennandi.“ Síðasta bók Oddnýjar, Jarðnæði, hlaut mikið lof, hreppti Fjöruverðlaun þess árs og nú síðast Evrópuverðlaunin, er ekkert ógnvekjandi að fylgja slíkri velgengni eftir með nýrri bók? „Þegar maður eldist þá er maður ekki að skrifa fyrir kennarann svo hann gefi manni stjörnur í kladdann. Það er auðvitað alltaf gaman að fá góð viðbrögð en nú er ég orðin það gömul að ég veit að ég held áfram í mínum skóla alveg sama hvað öðrum finnst. Þetta er það sem mér fannst mikilvægast að gefa út núna og ég vona að lesendur njóti leiksins.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira