Glæpsamlegur lestur með djassstemningu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 14:00 Lesið verður upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar lesa úr sínum verkum. vísir/Getty Hið íslenska glæpafélag boðar til síns árlega Glæpakvölds í kvöld. Á glæpakvöldinu, sem markar í raun byrjun alþjóðlegu glæpahátíðarinnar Iceland Noir, verður lesið upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar, gestir á Iceland Noir-hátíðinni, munu lesa úr sínum verkum. Þessi myrkraverk fara fram á efri hæðinni á Sólon, Bankastræti 7. Húsið verður opnað klukkan 20, upplestrar hefjast um 20.30. „Glæpafélagið hefur haldið svona kvöld árlega síðan um aldamótin,“ segir Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur og talsmaður Hins íslenska glæpafélags. „Eins og í fyrra er þetta nokkurs konar upptaktur að glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem hefst á föstudagsmorgun í Norræna húsinu.“ Glæpakvöldið nýtur góðs af gestum Iceland Noir því ekki ómerkari menn en Norðmaðurinn Vidar Sundstöl og Finninn Antti Tuomainen, sem Íslendingar þekkja í þýðingum, eru meðal þeirra sem lesa upp í kvöld. Einnig les bandaríski höfundurinn David Swatling, en hann tekur þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni í flokknum New Blood, eða nýtt blóð. Meðal íslensku höfundanna eru þau Finnbogi Hermannsson og Guðrún Guðlaugsdóttir, sem bæði eru nýliðar í glæpasagnaritun, þótt þau hafi skrifað fjölmargar bækur. Aðrir höfundar sem lesa upp eru þau Steinar Bragi, Jón Óttar Ólafsson, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, sem öll lesa auðvitað úr nýútkomnum bókum sínum. Það vekur athygli að sjá þá Finnboga og Steinar þarna meðal glæpasagnahöfundanna, bók Finnboga er sagnfræðileg skáldsaga um glæp og bók Steinars snýst meira um hefnd en glæpinn sjálfan. Það liggur því beint við að spyrja Ævar Örn hver sé eiginlega skilgreiningin á glæpasögu. „Það er næstum því eins loðið og teygjanlegt hugtak og klám,“ segir hann og dæsir. „Og menn hafa rifist um þessa skilgreiningu lengi. Sumir vilja setja alla krimma undir einn hatt og kalla afþreyingu. Að efnið sé alltaf glæpur og síðan leitin að glæpamanninum og/eða að kitla spennutaugar fólks, en það er auðvitað til fjöldinn allur af góðum krimmum sem eru afskaplega hægir og rólegir og ganga aðallega út á að skoða mannssálina, glæpirnir eru meira bara krydd í frásögnina. Hin klassíska glæpasaga snýst hins vegar vissulega um það að það er framinn glæpur og upphefst leit að þeim sem framdi hann. Oftast endar svo sagan á að viðkomandi finnst en það hefur þó dálítið verið vikið frá þeirri reglu undanfarin ár, menn eru orðnir raunsærri.“ Á milli upplestra verður leikinn „glæpsamlegur“ djass undir forystu Eðvarðs Lárussonar og Ævar segir stemninguna verða í anda búlla sem fólk kannist við úr amerískum glæpamyndum, sem sé glæpsamlega góð. Hann ítrekar að frítt sé inn og allir hjartanlega velkomnir og bendir í lokin glæpaþyrstum á að kynna sér dagskrá Iceland Noir. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hið íslenska glæpafélag boðar til síns árlega Glæpakvölds í kvöld. Á glæpakvöldinu, sem markar í raun byrjun alþjóðlegu glæpahátíðarinnar Iceland Noir, verður lesið upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar, gestir á Iceland Noir-hátíðinni, munu lesa úr sínum verkum. Þessi myrkraverk fara fram á efri hæðinni á Sólon, Bankastræti 7. Húsið verður opnað klukkan 20, upplestrar hefjast um 20.30. „Glæpafélagið hefur haldið svona kvöld árlega síðan um aldamótin,“ segir Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur og talsmaður Hins íslenska glæpafélags. „Eins og í fyrra er þetta nokkurs konar upptaktur að glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem hefst á föstudagsmorgun í Norræna húsinu.“ Glæpakvöldið nýtur góðs af gestum Iceland Noir því ekki ómerkari menn en Norðmaðurinn Vidar Sundstöl og Finninn Antti Tuomainen, sem Íslendingar þekkja í þýðingum, eru meðal þeirra sem lesa upp í kvöld. Einnig les bandaríski höfundurinn David Swatling, en hann tekur þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni í flokknum New Blood, eða nýtt blóð. Meðal íslensku höfundanna eru þau Finnbogi Hermannsson og Guðrún Guðlaugsdóttir, sem bæði eru nýliðar í glæpasagnaritun, þótt þau hafi skrifað fjölmargar bækur. Aðrir höfundar sem lesa upp eru þau Steinar Bragi, Jón Óttar Ólafsson, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, sem öll lesa auðvitað úr nýútkomnum bókum sínum. Það vekur athygli að sjá þá Finnboga og Steinar þarna meðal glæpasagnahöfundanna, bók Finnboga er sagnfræðileg skáldsaga um glæp og bók Steinars snýst meira um hefnd en glæpinn sjálfan. Það liggur því beint við að spyrja Ævar Örn hver sé eiginlega skilgreiningin á glæpasögu. „Það er næstum því eins loðið og teygjanlegt hugtak og klám,“ segir hann og dæsir. „Og menn hafa rifist um þessa skilgreiningu lengi. Sumir vilja setja alla krimma undir einn hatt og kalla afþreyingu. Að efnið sé alltaf glæpur og síðan leitin að glæpamanninum og/eða að kitla spennutaugar fólks, en það er auðvitað til fjöldinn allur af góðum krimmum sem eru afskaplega hægir og rólegir og ganga aðallega út á að skoða mannssálina, glæpirnir eru meira bara krydd í frásögnina. Hin klassíska glæpasaga snýst hins vegar vissulega um það að það er framinn glæpur og upphefst leit að þeim sem framdi hann. Oftast endar svo sagan á að viðkomandi finnst en það hefur þó dálítið verið vikið frá þeirri reglu undanfarin ár, menn eru orðnir raunsærri.“ Á milli upplestra verður leikinn „glæpsamlegur“ djass undir forystu Eðvarðs Lárussonar og Ævar segir stemninguna verða í anda búlla sem fólk kannist við úr amerískum glæpamyndum, sem sé glæpsamlega góð. Hann ítrekar að frítt sé inn og allir hjartanlega velkomnir og bendir í lokin glæpaþyrstum á að kynna sér dagskrá Iceland Noir.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira