Opið bréf til alþingismanna Þórður Ásgeirsson og Árni Múli Jónasarson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Þessa dagana eru fjármál og stjórnsýsla mjög til umræðu á Alþingi. Kröfur um góða og vandaða stjórnsýslu hafa sjaldan eða aldrei verið meiri og mikilvægi þess að fjármunum ríkisins sé fyrst og fremst varið til góðra verka í þágu almannahagsmuna er óumdeilt þótt ágreiningur sé um forgangsröðun og aðgerðir. Það skýtur því skökku við að á sama tíma er töluverðu opinberu fé varið til þess að skaða þá góðu og vönduðu stjórnsýslustofnun, Fiskistofu.Vanhugsuð ákvörðun Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning Fiskistofu úr Hafnarfirði til Akureyrar getur ekki orðið að veruleika án atbeina Alþingis, sem skv. dómi Hæstaréttar í máli nr. 312/1998 ber að veita skýra heimild í lögum fyrir þessum flutningi, auk þess að samþykkja í fjárlögum heimild fyrir hundruðum milljóna króna sem þessi vanhugsaða ákvörðun mun kosta. Að sjálfsögðu bar ráðherra að afla sér lagaheimilda áður en hann hófst handa við að hrinda þessu í framkvæmd. Það gerði hann ekki og hefur enn ekki gert en lætur starfsfólk Fiskistofu nauðugt viljugt vinna að undirbúningi flutningsins undir stjórn verkefnisstjóra sem forsætisráðuneytið leggur til. Fyrir liggur að næstum því allt starfsfólk Fiskistofu í Hafnarfirði mun ekki flytja til Akureyrar til þess að halda vinnu sinni, meðal annars vegna þess að það á maka og börn á svæðinu frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og á þar heimili sem það hvorki getur né vill slíta upp með rótum. Ef af þessum flutningi verður er því ljóst að gríðarleg þekking og reynsla, sem býr í mannauði Fiskistofu, glatast og við sem þetta skrifum vitum manna best hvað það kostar að byggja upp sérþekkingu og hæfni sem hlaðist hefur upp í þessari stofnun á þeim 22 árum sem hún hefur starfað.Sérhæfð þekking Við vitum líka að fæst störf í Fiskistofu eru fljótlærð. Fiskveiðistjórnunarkerfið á Íslandi er sveigjanlegt, síbreytilegt og að mörgu leyti mjög flókið. Úthlutun og millifærsla aflaheimilda og aflaskráningar krefjast mikillar og sérhæfðrar þekkingar á þessu kerfi og ekki síður á sögu þess. Sama er að segja um veiðieftirlitið. Fiskistofa á daglega í samskiptum við ráðuneyti, Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun, lögreglu og Samgöngustofu, auk hagsmunaaðila og einstaklinga í sjávarútvegi og fiskeldi. Þetta kallar einnig á þekkingu á verkefnum og hlutverki allra þessara aðila í stóru heildarmyndinni. Ákvörðun ráðherra og aðgerðir í því skyni að flytja þessa góðu stofnun til Akureyrar hafa því miður þegar valdið verulegu tjóni. Fiskistofa er ekki lengur sá skemmtilegi vinnustaður sem hún var. Þar ríkir nú reiðiblandinn kvíði starfsfólks vegna óvissu um framtíðina, vinnuöryggi og lífsnauðsynlegar tekjur. Sumir eru farnir að leita sér að annarri vinnu og jafnvel þegar farnir í annað starf. Til þess að bæta gráu ofan á svart hefur ráðherra boðið sumum starfsmönnum ívilnun umfram aðra. Vonandi er unnt að bæta það tjón sem orðið er ef strax er fallið frá flutningi Fiskistofu. Ella er ljóst að verið er að kasta hundruðum milljóna króna á glæ til þess eins að uppfylla fyrirheit sem engin stjórnsýsluleg eða fjárhagsleg rök eru fyrir.Alvarlegt brot á góðum stjórnsýsluháttum Umboðsmaður Alþingis hefur krafið ráðherra skýringa á ákvörðun hans um flutning stofnunarinnar. Að okkar mati hafa ráðherra og ráðuneyti hans brotið alvarlegar gegn góðum stjórnsýsluháttum í þessu máli en við höfum áður séð. Því spyrjum við ykkur, ágætu alþingismenn. Ætlið þið að leggja blessun ykkar yfir þetta? Er þetta í samræmi við kröfuna um góða og vandaða stjórnsýslu? Teljið þið að hér sé verið að verja fjármunum ríkisins til góðra verka í þágu almannaheilla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru fjármál og stjórnsýsla mjög til umræðu á Alþingi. Kröfur um góða og vandaða stjórnsýslu hafa sjaldan eða aldrei verið meiri og mikilvægi þess að fjármunum ríkisins sé fyrst og fremst varið til góðra verka í þágu almannahagsmuna er óumdeilt þótt ágreiningur sé um forgangsröðun og aðgerðir. Það skýtur því skökku við að á sama tíma er töluverðu opinberu fé varið til þess að skaða þá góðu og vönduðu stjórnsýslustofnun, Fiskistofu.Vanhugsuð ákvörðun Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning Fiskistofu úr Hafnarfirði til Akureyrar getur ekki orðið að veruleika án atbeina Alþingis, sem skv. dómi Hæstaréttar í máli nr. 312/1998 ber að veita skýra heimild í lögum fyrir þessum flutningi, auk þess að samþykkja í fjárlögum heimild fyrir hundruðum milljóna króna sem þessi vanhugsaða ákvörðun mun kosta. Að sjálfsögðu bar ráðherra að afla sér lagaheimilda áður en hann hófst handa við að hrinda þessu í framkvæmd. Það gerði hann ekki og hefur enn ekki gert en lætur starfsfólk Fiskistofu nauðugt viljugt vinna að undirbúningi flutningsins undir stjórn verkefnisstjóra sem forsætisráðuneytið leggur til. Fyrir liggur að næstum því allt starfsfólk Fiskistofu í Hafnarfirði mun ekki flytja til Akureyrar til þess að halda vinnu sinni, meðal annars vegna þess að það á maka og börn á svæðinu frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og á þar heimili sem það hvorki getur né vill slíta upp með rótum. Ef af þessum flutningi verður er því ljóst að gríðarleg þekking og reynsla, sem býr í mannauði Fiskistofu, glatast og við sem þetta skrifum vitum manna best hvað það kostar að byggja upp sérþekkingu og hæfni sem hlaðist hefur upp í þessari stofnun á þeim 22 árum sem hún hefur starfað.Sérhæfð þekking Við vitum líka að fæst störf í Fiskistofu eru fljótlærð. Fiskveiðistjórnunarkerfið á Íslandi er sveigjanlegt, síbreytilegt og að mörgu leyti mjög flókið. Úthlutun og millifærsla aflaheimilda og aflaskráningar krefjast mikillar og sérhæfðrar þekkingar á þessu kerfi og ekki síður á sögu þess. Sama er að segja um veiðieftirlitið. Fiskistofa á daglega í samskiptum við ráðuneyti, Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun, lögreglu og Samgöngustofu, auk hagsmunaaðila og einstaklinga í sjávarútvegi og fiskeldi. Þetta kallar einnig á þekkingu á verkefnum og hlutverki allra þessara aðila í stóru heildarmyndinni. Ákvörðun ráðherra og aðgerðir í því skyni að flytja þessa góðu stofnun til Akureyrar hafa því miður þegar valdið verulegu tjóni. Fiskistofa er ekki lengur sá skemmtilegi vinnustaður sem hún var. Þar ríkir nú reiðiblandinn kvíði starfsfólks vegna óvissu um framtíðina, vinnuöryggi og lífsnauðsynlegar tekjur. Sumir eru farnir að leita sér að annarri vinnu og jafnvel þegar farnir í annað starf. Til þess að bæta gráu ofan á svart hefur ráðherra boðið sumum starfsmönnum ívilnun umfram aðra. Vonandi er unnt að bæta það tjón sem orðið er ef strax er fallið frá flutningi Fiskistofu. Ella er ljóst að verið er að kasta hundruðum milljóna króna á glæ til þess eins að uppfylla fyrirheit sem engin stjórnsýsluleg eða fjárhagsleg rök eru fyrir.Alvarlegt brot á góðum stjórnsýsluháttum Umboðsmaður Alþingis hefur krafið ráðherra skýringa á ákvörðun hans um flutning stofnunarinnar. Að okkar mati hafa ráðherra og ráðuneyti hans brotið alvarlegar gegn góðum stjórnsýsluháttum í þessu máli en við höfum áður séð. Því spyrjum við ykkur, ágætu alþingismenn. Ætlið þið að leggja blessun ykkar yfir þetta? Er þetta í samræmi við kröfuna um góða og vandaða stjórnsýslu? Teljið þið að hér sé verið að verja fjármunum ríkisins til góðra verka í þágu almannaheilla?
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar