Segir milljarða arðgreiðslur ekki koma veiðigjöldum við Svavar Hávarðarson skrifar 22. nóvember 2014 11:45 Arðgreiðslur voru tvöfalt hærri en greiðslur veiðigjalda hjá HB Granda í fyrra. Vísir/Stefán „Segir það enga sögu hvað eigendurnir ákveða að greiða sér í arð, er það aukaatriði í þessari umræðu eins og mér heyrðist vera haldið fram hér áðan? Nei, ég er ósammála því. Ég er reyndar fullkomlega ósammála því, og ég held að þjóðin sé líka ósammála því,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær, en þar var í einni málstofu af mörgum krufin spurningin hvað væri sanngjarnt auðlindagjald.Steingrímur J. Sigfússon.Vísir Steingrímur var þar að bregðast við fullyrðingu Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, sem í sínu erindi gerði umfjöllun Fréttablaðsins í gær um arðgreiðslur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna og greiðslur þeirra á veiðigjöldum árið 2013 að umtalsefni. Daði vill meina að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja séu stærð sem komi veiðigjöldum ekkert við. „Segja arðgreiðslur, sem eru tveimur milljörðum hærri en veiðigjöld í heild á árinu 2013, ekki neitt?“ spurði Steingrímur aftur og bætti við að ábyrgir eigendur fyrirtækjanna myndu vart „moka sér út“ meiru í arð en sem nemur veiðigjöldunum ef þeim væri að blæða út vegna gjaldtökunnar. Hann benti á að með einni undantekningu frá 2004, árið 2012, hefðu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja greitt sér meira í arð en sem nam veiðigjöldum. Daði Már Kristófersson.VísirÍ umræðum eftir fundinn útskýrði Daði þessa skoðun sína á eftirfarandi hátt: „Varðandi umfjöllun um arðgreiðslur vil ég endurtaka sem ég sagði áðan. Arður er eðlilegur hluti af kostnaði fyrirtækja. Öll fyrirtæki í allri atvinnustarfsemi greiða sér arð og það getur þess vegna ekki verið að það sé hægt að segja eitthvað um umfang auðlindarentu af arðgreiðslum. Það er alls konar atvinnustarfsemi þar sem er engin auðlindarenta þar sem greiddur er arður.“ Daði bætti við að hann gæti fallist á að ef arðgreiðslur fyrirtækjanna hefðu gufað upp, um leið og veiðigjöldin voru lögð á, þá væri það sérstök ástæða til að ætla að gjöldin væru óhófleg. „Það er á endanum tilviljun, og fer eftir atvinnugreininni, hvert hlutfallið er á milli eðlilegra arðgreiðslna og auðlindarentu – og stundum er þessi auðlindarenta, og í flestum atvinnugreinum, núll. Þess vegna eigum við ekki að draga þennan samanburð of langt.“ Tengdar fréttir Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25 Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
„Segir það enga sögu hvað eigendurnir ákveða að greiða sér í arð, er það aukaatriði í þessari umræðu eins og mér heyrðist vera haldið fram hér áðan? Nei, ég er ósammála því. Ég er reyndar fullkomlega ósammála því, og ég held að þjóðin sé líka ósammála því,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær, en þar var í einni málstofu af mörgum krufin spurningin hvað væri sanngjarnt auðlindagjald.Steingrímur J. Sigfússon.Vísir Steingrímur var þar að bregðast við fullyrðingu Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, sem í sínu erindi gerði umfjöllun Fréttablaðsins í gær um arðgreiðslur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna og greiðslur þeirra á veiðigjöldum árið 2013 að umtalsefni. Daði vill meina að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja séu stærð sem komi veiðigjöldum ekkert við. „Segja arðgreiðslur, sem eru tveimur milljörðum hærri en veiðigjöld í heild á árinu 2013, ekki neitt?“ spurði Steingrímur aftur og bætti við að ábyrgir eigendur fyrirtækjanna myndu vart „moka sér út“ meiru í arð en sem nemur veiðigjöldunum ef þeim væri að blæða út vegna gjaldtökunnar. Hann benti á að með einni undantekningu frá 2004, árið 2012, hefðu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja greitt sér meira í arð en sem nam veiðigjöldum. Daði Már Kristófersson.VísirÍ umræðum eftir fundinn útskýrði Daði þessa skoðun sína á eftirfarandi hátt: „Varðandi umfjöllun um arðgreiðslur vil ég endurtaka sem ég sagði áðan. Arður er eðlilegur hluti af kostnaði fyrirtækja. Öll fyrirtæki í allri atvinnustarfsemi greiða sér arð og það getur þess vegna ekki verið að það sé hægt að segja eitthvað um umfang auðlindarentu af arðgreiðslum. Það er alls konar atvinnustarfsemi þar sem er engin auðlindarenta þar sem greiddur er arður.“ Daði bætti við að hann gæti fallist á að ef arðgreiðslur fyrirtækjanna hefðu gufað upp, um leið og veiðigjöldin voru lögð á, þá væri það sérstök ástæða til að ætla að gjöldin væru óhófleg. „Það er á endanum tilviljun, og fer eftir atvinnugreininni, hvert hlutfallið er á milli eðlilegra arðgreiðslna og auðlindarentu – og stundum er þessi auðlindarenta, og í flestum atvinnugreinum, núll. Þess vegna eigum við ekki að draga þennan samanburð of langt.“
Tengdar fréttir Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25 Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25
Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00