Sumt verður að liggja í þagnargildi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. nóvember 2014 09:00 Sigurjón Magnússon: „Er það ekki hlutverk rithöfunda að vera gagnrýnir á samtímann og skoða málin frá öllum hliðum?“ Vísir/GVA Snjór í myrkri, ný skáldsaga Sigurjóns Magnússonar, fjallar um rithöfund sem fenginn er til að skrá ævisögu söngkonu sem fundist hafði myrt þremur árum fyrr. Sagan hefur ýmis einkenni glæpasögu en Sigurjón segir af og frá að flokka hana sem slíka. "þeim sem lesa þessa bók verður fljótt ljóst að þetta er nú ekki eiginleg glæpasaga. Hér kemur glæpur við sögu og margt er á huldu í upphafi um hvað gerðist en þetta er ekkert aðalatriði og frásagnarþættirnir eru miklu fleiri. Einn þeirra er þó vissulega að lýsa kringumstæðum þar sem fátt er nákvæmlega eins og það sýnist vera og til þess nota ég ýmis element úr glæpasögunni, það einfaldlega hentar mér þarna.“Þessi sögumaður, rithöfundur sem fenginn er til að skrifa ævisögu Lillu, hinnar myrtu söngkonu, hann er nú ansi kunnuglegur. „Já, eðlilega er hann það því honum svipar til margra annarra persóna í bókum mínum. Og ætli honum svipi ekki töluvert til mín líka þótt hlutskipti okkar sé ólíkt.“Þú hefur líka aldrei tekið að þér að skrifa ævisögu, eða hvað? „Nei, ég hef ekki gert það. Hins vegar ræðst söguefnið í Snjó í myrkri kannski að einhverju leyti af því að manni, sem er að verða sextugur eins og ég og lítur yfir farinn veg, verður það ljóst að ekki þolir allt dagsljósið sem hann hefur lifað. Sögumaðurinn í bókinni er að vísu ekki að skrifa um sjálfan sig heldur Lillu en ætli ævi okkar flestra sé ekki þessu marki brennd? Þar er ýmislegt sem við kjósum að hafa ekki hátt um.“Ímyndin ólík sannleikanumÞað má leggja þann skilning í þetta að ævisögur séu yfirleitt meira og minna fegraðar. „Já, það kemur glögglega fram í þessari bók að sögumaðurinn, hann Daníel, segir ekki allan sannleikann, hvorki um Lillu né heldur um sjálfan sig. Við vitum þannig í raun afskaplega lítið um þennan mann. Frá því er sagt í blábyrjun bókarinnar að hann hafi verið rekinn úr einhverri vinnu, líklega kennslu, en við fáum síðan engar frekari upplýsingar um það. Á öðrum stað er vikið að því að hann hafi sætt heimilisofbeldi sem barn en annars þegir hann um æsku sína sem og bróður sinn og fyrrverandi eiginkonu sem hann minnist einnig á nánast eins og af tilviljun. Þannig að hann heldur býsna miklu út af fyrir sig um eigin ævi.“Það er ekki laust við að manni finnist að það megi lesa í þetta nokkra ádeilu á bókaforlögin, eða hvernig staðið er að bókaútgáfu hérlendis. Er eitthvað til í þeim skilningi? „Ég veit það nú ekki. Nú er ég náttúrlega búinn að vera að gefa út bækur síðan 1997 og þar áður vann ég við þýðingar á reyfurum og útgáfu þeirra þannig að ég er býsna kunnugur þeim heimi og ekkert skrítið að hann skuli verða mér yrkisefni. Nei, þetta getur varla talist nein ádeila.“Nafn bókarinnar er nokkuð sérstætt, Snjór í myrkri, viltu útskýra það? „Já, það er nafnið á hljómdiski og lagi sem söngkonan Lilla sendi frá sér, því þekktasta sem hún gerði. Lilla er frá Flateyri og lýsir því í textanum hvernig snjórinn fyrir vestan birtist stundum í fegurð sinni og hreinleika en líka sem tortímandi afl þegar snjóflóðið fellur í næturmyrkrinu. Sögumaðurinn Daníel leggur svo út af þessum texta hennar í bókinni.“Gott að horfa á málin utan fráÞetta er dálítið stórt stökk frá síðustu bók, Endimörkum heimsins, sem gerðist í Rússlandi árið 1918. „Jú, jú, en það var nú kannski orðið tímabært að koma sér til Íslands og inn í samtímann. En bæði í Endimörkum heimsins og bókinni sem ég skrifaði þar á undan, Útlögum, er fjallað um efni sem mér var hugleikið; hugsjónir og ýmsar skuggahliðar hugsjónabaráttunnar. Það er hins vegar engin tilviljun að hugmyndin að þessari bók vaknaði þegar ég er að ljúka við Útlaga en einn þráðurinn í báðum bókunum er sá sami, eða það sem gerist þegar hugsjónir eiga ekki samleið með raunveruleikanum eða öllu heldur reka sig óþyrmilega á hann.“Maður hefur nú hálfpartinn á tifinningunni að þessari hugsjón sé þröngvað upp á Lillu. „Þröngvað og þröngvað ekki, hún er undir miklum áhrifum frá eiginmanni sínum, en það hefur lengi verið mér hugleikið hvað listamenn eru oft leiðitamir þegar drastískar hugsjónir eru annars vegar. Ég hef skrifað um þetta áður í bókinni Borgir og eyðimerkur sem fjallar um skáldið Kristmann Guðmundsson, en mýmörg dæmi eru um þetta úr sögu okkar frá síðustu öld og þau þekkja flestir.“Eitt af þeim málefnum sem þú snertir á í Snjó í myrkri eru innflytjenda- og flóttamannamálin sem hafa verið mjög í umræðunni undanfarið, brennur það á þér? „Nei, ég hef ekkert yfirgengilega sterkar skoðanir á þessum málaflokki. Ég fylgist hins vegar eðlilega með umræðunni og sé að þetta veldur töluverðum ágreiningi í samfélaginu, sem er kannski ekkert skrítið í ljósi þess að um 30.000 útlendingar búa nú á Íslandi. Það lá því beint við að nota þetta sem söguefni og þá fannst mér líka skipta miklu að horfa á málið utan frá í stað þess að blanda mér með bókarskrifunum í rammpólitískar deilur sem eiga það til að verða ansi yfirborðskenndar. Ég veit að sumir telja það nánast sjálfsagt og eðlilegt að listamenn beiti sér í þessu með ákveðnum hætti en það er auðvitað stórlega varasamt. Verkum slíkra manna, hvort sem það eru bækur eða kvikmyndir, hættir til að verða ansi klisjukennd, enda draga þau upp staðalímyndir frekar en að lýsa fólki af holdi og blóði.“Fortíð og samtíðÞú ert ekkert hræddur við að fara á móti þessum viðteknu staðalímyndum? „Nei, er það ekki hlutverk rithöfunda að vera gagnrýnir á samtímann og skoða málin frá öllum hliðum? Nú, ef þetta fer fyrir brjóstið á einhverjum verður bara að hafa það. Ég hugsa þetta ekki á þeim nótum, maður getur ekki verið með lífið í lúkunum út af því hvað öðrum kann að finnast.“Hefur bókin einhvern boðskap í þínum huga? „Boðskap og boðskap, ég veit nú ekki hvað skal segja um það. Orð eins og þetta eru alltaf dálítið viðsjárverð. En bókin fjallar um margt, til dæmis um sambönd fólks og sambandsleysi, hún fjallar líka um ástina og kannski vináttuna að einhverju leyti eða leitina að henni. En svo fjallar hún líka um það hvað við vitum í raun lítið um annað fólk og jafnvel heiminn sem við lifum í.“Þótt þú hafir snúið aftur til samtímans í þessari bók þá hef ég á tilfinningunni að fortíðin heilli þig nú meira. „Að mörgu leyti gerir hún það og maður hefur líka betri yfirsýn yfir fortíðina hvort sem maður í sjálfu sér þekkir hana betur eða ekki. Og þannig séð getur hún einmitt verið ákjósanlegt söguefni. Hins vegar á rithöfundur auðvitað ekkert erindi við fortíðina og hún verður þess vegna aldrei neitt annað en aðferð til að nálgast viðfangsefni sem standa manni nær. Ég hef áður gert mér mat úr kalda stríðinu vegna þess að margt sem einkenndi tíðarandann þá finnst mér ekki síður vera lýsandi fyrir okkar tíma og kannski á ég eftir að leita á þær slóðir aftur. Maður má þó passa sig að festast ekki í einhverju slíku og sjálfsagt eðlilegast að fjalla bara um samtímann eins og hér en Snjór í myrkri gerist árið 2014.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Snjór í myrkri, ný skáldsaga Sigurjóns Magnússonar, fjallar um rithöfund sem fenginn er til að skrá ævisögu söngkonu sem fundist hafði myrt þremur árum fyrr. Sagan hefur ýmis einkenni glæpasögu en Sigurjón segir af og frá að flokka hana sem slíka. "þeim sem lesa þessa bók verður fljótt ljóst að þetta er nú ekki eiginleg glæpasaga. Hér kemur glæpur við sögu og margt er á huldu í upphafi um hvað gerðist en þetta er ekkert aðalatriði og frásagnarþættirnir eru miklu fleiri. Einn þeirra er þó vissulega að lýsa kringumstæðum þar sem fátt er nákvæmlega eins og það sýnist vera og til þess nota ég ýmis element úr glæpasögunni, það einfaldlega hentar mér þarna.“Þessi sögumaður, rithöfundur sem fenginn er til að skrifa ævisögu Lillu, hinnar myrtu söngkonu, hann er nú ansi kunnuglegur. „Já, eðlilega er hann það því honum svipar til margra annarra persóna í bókum mínum. Og ætli honum svipi ekki töluvert til mín líka þótt hlutskipti okkar sé ólíkt.“Þú hefur líka aldrei tekið að þér að skrifa ævisögu, eða hvað? „Nei, ég hef ekki gert það. Hins vegar ræðst söguefnið í Snjó í myrkri kannski að einhverju leyti af því að manni, sem er að verða sextugur eins og ég og lítur yfir farinn veg, verður það ljóst að ekki þolir allt dagsljósið sem hann hefur lifað. Sögumaðurinn í bókinni er að vísu ekki að skrifa um sjálfan sig heldur Lillu en ætli ævi okkar flestra sé ekki þessu marki brennd? Þar er ýmislegt sem við kjósum að hafa ekki hátt um.“Ímyndin ólík sannleikanumÞað má leggja þann skilning í þetta að ævisögur séu yfirleitt meira og minna fegraðar. „Já, það kemur glögglega fram í þessari bók að sögumaðurinn, hann Daníel, segir ekki allan sannleikann, hvorki um Lillu né heldur um sjálfan sig. Við vitum þannig í raun afskaplega lítið um þennan mann. Frá því er sagt í blábyrjun bókarinnar að hann hafi verið rekinn úr einhverri vinnu, líklega kennslu, en við fáum síðan engar frekari upplýsingar um það. Á öðrum stað er vikið að því að hann hafi sætt heimilisofbeldi sem barn en annars þegir hann um æsku sína sem og bróður sinn og fyrrverandi eiginkonu sem hann minnist einnig á nánast eins og af tilviljun. Þannig að hann heldur býsna miklu út af fyrir sig um eigin ævi.“Það er ekki laust við að manni finnist að það megi lesa í þetta nokkra ádeilu á bókaforlögin, eða hvernig staðið er að bókaútgáfu hérlendis. Er eitthvað til í þeim skilningi? „Ég veit það nú ekki. Nú er ég náttúrlega búinn að vera að gefa út bækur síðan 1997 og þar áður vann ég við þýðingar á reyfurum og útgáfu þeirra þannig að ég er býsna kunnugur þeim heimi og ekkert skrítið að hann skuli verða mér yrkisefni. Nei, þetta getur varla talist nein ádeila.“Nafn bókarinnar er nokkuð sérstætt, Snjór í myrkri, viltu útskýra það? „Já, það er nafnið á hljómdiski og lagi sem söngkonan Lilla sendi frá sér, því þekktasta sem hún gerði. Lilla er frá Flateyri og lýsir því í textanum hvernig snjórinn fyrir vestan birtist stundum í fegurð sinni og hreinleika en líka sem tortímandi afl þegar snjóflóðið fellur í næturmyrkrinu. Sögumaðurinn Daníel leggur svo út af þessum texta hennar í bókinni.“Gott að horfa á málin utan fráÞetta er dálítið stórt stökk frá síðustu bók, Endimörkum heimsins, sem gerðist í Rússlandi árið 1918. „Jú, jú, en það var nú kannski orðið tímabært að koma sér til Íslands og inn í samtímann. En bæði í Endimörkum heimsins og bókinni sem ég skrifaði þar á undan, Útlögum, er fjallað um efni sem mér var hugleikið; hugsjónir og ýmsar skuggahliðar hugsjónabaráttunnar. Það er hins vegar engin tilviljun að hugmyndin að þessari bók vaknaði þegar ég er að ljúka við Útlaga en einn þráðurinn í báðum bókunum er sá sami, eða það sem gerist þegar hugsjónir eiga ekki samleið með raunveruleikanum eða öllu heldur reka sig óþyrmilega á hann.“Maður hefur nú hálfpartinn á tifinningunni að þessari hugsjón sé þröngvað upp á Lillu. „Þröngvað og þröngvað ekki, hún er undir miklum áhrifum frá eiginmanni sínum, en það hefur lengi verið mér hugleikið hvað listamenn eru oft leiðitamir þegar drastískar hugsjónir eru annars vegar. Ég hef skrifað um þetta áður í bókinni Borgir og eyðimerkur sem fjallar um skáldið Kristmann Guðmundsson, en mýmörg dæmi eru um þetta úr sögu okkar frá síðustu öld og þau þekkja flestir.“Eitt af þeim málefnum sem þú snertir á í Snjó í myrkri eru innflytjenda- og flóttamannamálin sem hafa verið mjög í umræðunni undanfarið, brennur það á þér? „Nei, ég hef ekkert yfirgengilega sterkar skoðanir á þessum málaflokki. Ég fylgist hins vegar eðlilega með umræðunni og sé að þetta veldur töluverðum ágreiningi í samfélaginu, sem er kannski ekkert skrítið í ljósi þess að um 30.000 útlendingar búa nú á Íslandi. Það lá því beint við að nota þetta sem söguefni og þá fannst mér líka skipta miklu að horfa á málið utan frá í stað þess að blanda mér með bókarskrifunum í rammpólitískar deilur sem eiga það til að verða ansi yfirborðskenndar. Ég veit að sumir telja það nánast sjálfsagt og eðlilegt að listamenn beiti sér í þessu með ákveðnum hætti en það er auðvitað stórlega varasamt. Verkum slíkra manna, hvort sem það eru bækur eða kvikmyndir, hættir til að verða ansi klisjukennd, enda draga þau upp staðalímyndir frekar en að lýsa fólki af holdi og blóði.“Fortíð og samtíðÞú ert ekkert hræddur við að fara á móti þessum viðteknu staðalímyndum? „Nei, er það ekki hlutverk rithöfunda að vera gagnrýnir á samtímann og skoða málin frá öllum hliðum? Nú, ef þetta fer fyrir brjóstið á einhverjum verður bara að hafa það. Ég hugsa þetta ekki á þeim nótum, maður getur ekki verið með lífið í lúkunum út af því hvað öðrum kann að finnast.“Hefur bókin einhvern boðskap í þínum huga? „Boðskap og boðskap, ég veit nú ekki hvað skal segja um það. Orð eins og þetta eru alltaf dálítið viðsjárverð. En bókin fjallar um margt, til dæmis um sambönd fólks og sambandsleysi, hún fjallar líka um ástina og kannski vináttuna að einhverju leyti eða leitina að henni. En svo fjallar hún líka um það hvað við vitum í raun lítið um annað fólk og jafnvel heiminn sem við lifum í.“Þótt þú hafir snúið aftur til samtímans í þessari bók þá hef ég á tilfinningunni að fortíðin heilli þig nú meira. „Að mörgu leyti gerir hún það og maður hefur líka betri yfirsýn yfir fortíðina hvort sem maður í sjálfu sér þekkir hana betur eða ekki. Og þannig séð getur hún einmitt verið ákjósanlegt söguefni. Hins vegar á rithöfundur auðvitað ekkert erindi við fortíðina og hún verður þess vegna aldrei neitt annað en aðferð til að nálgast viðfangsefni sem standa manni nær. Ég hef áður gert mér mat úr kalda stríðinu vegna þess að margt sem einkenndi tíðarandann þá finnst mér ekki síður vera lýsandi fyrir okkar tíma og kannski á ég eftir að leita á þær slóðir aftur. Maður má þó passa sig að festast ekki í einhverju slíku og sjálfsagt eðlilegast að fjalla bara um samtímann eins og hér en Snjór í myrkri gerist árið 2014.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira