Menning

Djass og dægurtónlist

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Lárus Grímsson heldur um tónsprotann.
Lárus Grímsson heldur um tónsprotann. Vísir/Daníel
Lúðrasveit Reykjavíkur heldur tónleika í Kaldalónssal Hörpu í kvöld. Þeir eru helgaðir minningu básúnuleikaranna Friðriks Theódórssonar og Björns R. Einarssonar sem létust fyrr á þessu ári. Báðir voru þeir kanónur í íslensku tónlistarlífi, einkum á sviði djasstónlistar, og áttu meðal annars langan og farsælan feril með Lúðrasveit Reykjavíkur.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Á efnisskránni er blanda djass- og dægurtónlistar sem þeir Björn R. og Friðrik kunnu að meta.

Lúðrasveitin nýtur liðsinnis Valgeirs Geirssonar, Sigurðar Flosasonar og Kristjönu Stefánsdóttur, kynnir er Vernharður Linnet og stjórnandi er Lárus Halldór Grímsson.

Aðgangseyrir er 2.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.