Gráhærður unglingur í foreldrahúsum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2014 15:00 "Það er gaman að nota ómerkilegan efnivið í eitthvað sem fær nýja meiningu. Þetta er voða mikill efnisleikur,“ segir Hrafnhildur. Vísir/Vilhelm „Ég vinn mikið með hár, mannshár og gervihár. Áður reyndi ég að temja það, til dæmis með fléttum, en nú geri ég það villtara!“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona. Hún er í óða önn að setja saman listaverkin sín eftir flutning á þeim til Íslands frá New York því sýning er fram undan í Hverfisgalleríi á Hverfisgötu 4. „Þau hárverk sem ég er með hér eru gerð undir sterkum áhrifum frá skandinavískum rýjaveggverkum. Ég klippi niður marglitt gervihár og plokka það í gegnum net með mjög fínni heklunál, svolítið eins og þegar strípur eru settar í hár. Það er fyndið hvernig hlutir síast inn og dúkka svo upp í alveg nýju samhengi. Útkoman er eins og pönkgærur eða mosa- og gróðurstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“ Efnisleikur Hrafnhildur er líka með skúlptúra sem hún setur á standa og býr til karaktera úr. Samheitið yfir þá er Tilfelli. „Þeir eru búnir til úr því sem til fellur eða einhverju sem kveikir í mér, þar sem ég rekst á það,“ útskýrir hún. Lavalíki nefnir hún einn flokk listaverkanna, veggverk sem líta út eins og helluhraun en eru í raun ruslapokar sem hún hefur hitað, brætt og málað. „Það er gaman að nota ómerkilegan efnivið í eitthvað sem fær nýja meiningu. Þetta er voða mikill efnisleikur. Við erum öll að reyna að losna við þetta fjöldaframleidda, endalausa dót.“ Hrafnhildur hefur búið í New York í tuttugu ár. Af hverju kýs hún það? „Ég fór til New York 1994 til að fara í framhaldsnám í myndlist í School of Visual Arts. Þar var ég í tvö ár og hafði rétt á dvalarleyfi í ár í viðbót svo ég fór að vinna á veitingahúsi í Soho. Það var eiginlega enskuskóli fyrir mig. Svo kynntist ég manninum mínum sem er Pólverji en er búinn að dvelja lengi í New York og nú hef ég búið þar hálfa ævina. Þótt ég sé með brjálæðislega sterkar rætur hér þá er ég líka búin að skjóta rótum þar. Hef líka alltaf haft gaman af öfgum, eins og sést í mínum verkum, þar sem bæði er áhersla á fegurð og ljótleika. Kannski má segja að New York og Ísland passi vel inn í þær öfgar; poppmenningin í Ameríku og norræn handverkshefð að heiman. Þannig verður til eitthvað nýtt.“ Býr í eldgamalli kirkju Hrafnhildur er móðir tveggja barna, sjö og tíu ára. Fjölskyldan býr í 150 ára gamalli kirkju í Greenpoint sem var afhelguð fyrir löngu og fyrst gerð að smíðaverkstæði.„Mosa- og gróðurstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“„Þetta er nánast eins og að búa í hlöðu úti í sveit en samt erum við í miðju Brooklyn,“ segir Hrafnhildur sem kveðst vera líka með gott stúdíó í gömlu kirkjunni. Hún kveðst koma með alla fjölskylduna til Íslands árlega en vera ein á ferð núna. „Ég fer út aftur 3. desember. Bý bara hjá mömmu og pabba núna og leik gráhærðan ungling,“ segir hún hlæjandi. „Svo er ég svo heppin að Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarkona lánaði mér vinnustofuna sína til að undirbúa sýninguna. Þetta er örugglega besta vinnustofa á Íslandi, með útsýni til Esjunnar og hér geng ég í allt. Mér finnst líka gaman að vinna með þessu nýja galleríi, Hverfisgalleríi.“ Sýningin verður opnuð á laugardaginn, 29. nóvember, milli klukkan 16 og 18 og á sunnudaginn klukkan 14 ætlar Hrafnhildur að hefja spjall við gesti en sýningin stendur út janúar 2015. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég vinn mikið með hár, mannshár og gervihár. Áður reyndi ég að temja það, til dæmis með fléttum, en nú geri ég það villtara!“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona. Hún er í óða önn að setja saman listaverkin sín eftir flutning á þeim til Íslands frá New York því sýning er fram undan í Hverfisgalleríi á Hverfisgötu 4. „Þau hárverk sem ég er með hér eru gerð undir sterkum áhrifum frá skandinavískum rýjaveggverkum. Ég klippi niður marglitt gervihár og plokka það í gegnum net með mjög fínni heklunál, svolítið eins og þegar strípur eru settar í hár. Það er fyndið hvernig hlutir síast inn og dúkka svo upp í alveg nýju samhengi. Útkoman er eins og pönkgærur eða mosa- og gróðurstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“ Efnisleikur Hrafnhildur er líka með skúlptúra sem hún setur á standa og býr til karaktera úr. Samheitið yfir þá er Tilfelli. „Þeir eru búnir til úr því sem til fellur eða einhverju sem kveikir í mér, þar sem ég rekst á það,“ útskýrir hún. Lavalíki nefnir hún einn flokk listaverkanna, veggverk sem líta út eins og helluhraun en eru í raun ruslapokar sem hún hefur hitað, brætt og málað. „Það er gaman að nota ómerkilegan efnivið í eitthvað sem fær nýja meiningu. Þetta er voða mikill efnisleikur. Við erum öll að reyna að losna við þetta fjöldaframleidda, endalausa dót.“ Hrafnhildur hefur búið í New York í tuttugu ár. Af hverju kýs hún það? „Ég fór til New York 1994 til að fara í framhaldsnám í myndlist í School of Visual Arts. Þar var ég í tvö ár og hafði rétt á dvalarleyfi í ár í viðbót svo ég fór að vinna á veitingahúsi í Soho. Það var eiginlega enskuskóli fyrir mig. Svo kynntist ég manninum mínum sem er Pólverji en er búinn að dvelja lengi í New York og nú hef ég búið þar hálfa ævina. Þótt ég sé með brjálæðislega sterkar rætur hér þá er ég líka búin að skjóta rótum þar. Hef líka alltaf haft gaman af öfgum, eins og sést í mínum verkum, þar sem bæði er áhersla á fegurð og ljótleika. Kannski má segja að New York og Ísland passi vel inn í þær öfgar; poppmenningin í Ameríku og norræn handverkshefð að heiman. Þannig verður til eitthvað nýtt.“ Býr í eldgamalli kirkju Hrafnhildur er móðir tveggja barna, sjö og tíu ára. Fjölskyldan býr í 150 ára gamalli kirkju í Greenpoint sem var afhelguð fyrir löngu og fyrst gerð að smíðaverkstæði.„Mosa- og gróðurstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“„Þetta er nánast eins og að búa í hlöðu úti í sveit en samt erum við í miðju Brooklyn,“ segir Hrafnhildur sem kveðst vera líka með gott stúdíó í gömlu kirkjunni. Hún kveðst koma með alla fjölskylduna til Íslands árlega en vera ein á ferð núna. „Ég fer út aftur 3. desember. Bý bara hjá mömmu og pabba núna og leik gráhærðan ungling,“ segir hún hlæjandi. „Svo er ég svo heppin að Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarkona lánaði mér vinnustofuna sína til að undirbúa sýninguna. Þetta er örugglega besta vinnustofa á Íslandi, með útsýni til Esjunnar og hér geng ég í allt. Mér finnst líka gaman að vinna með þessu nýja galleríi, Hverfisgalleríi.“ Sýningin verður opnuð á laugardaginn, 29. nóvember, milli klukkan 16 og 18 og á sunnudaginn klukkan 14 ætlar Hrafnhildur að hefja spjall við gesti en sýningin stendur út janúar 2015.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira