Varð að gefa forsjóninni tækifæri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 09:30 Skáldið: „Alpahúfan var talsvert notuð sem yfirlýsing um eitthvert val sem menn skömmuðust sín ekki fyrir.“ Vísir/Stefán Sigurður segir sig aldrei hafa langað til að skrifa hefðbundna endurminningabók þar sem atburðir ævinnar eru tíundaðir skipulega, frásagnarmátinn hafi alltaf verið meginatriði. Hver bók hafi afmarkaðan stað og tíma; Minnisbók um Parísarárin, Bernskubók um uppvaxtarárin á Norðausturhorninu og nú Táningabók þar sem sveitastrákurinn kemur til Reykjavíkur og hefst handa við að skapa skáldið Sigurð Pálsson. „Það sem mig langaði verulega til að vinna með í upphafi voru Frakklandsárin en síðan sá ég að ég þyrfti að skrifa tvær í viðbót. Það er ákveðin lína í gegnum hverja bók þannig að lesandanum finnst hann vera á vegi, en höfundurinn hins vegar veður út og suður og það er þessi lína sem leyfir honum að fara í hugrenningatengsl og alls kyns vangaveltur. Mest um skáldskap, skiljanlega, og þá sérstaklega í Táningabók sem fjallar um þann mikilvæga tíma þegar kviknar á þeim áhuga hjá unga manninum. En það eru þarna líka vangaveltur um aðrar listgreinar, um samfélagsmál og hvaðeina.“Tiltölulega varnarlaus Lýsingin á því þegar Sigurður ákveður að verða skáld er sérlega skemmtileg og ekki síst hvernig allt sem hann gerði upp frá því miðaði að því. „Það var skref yfir einhvern þröskuld þegar maður byrjaði að birta ljóð. Þótt það væri „bara“ í skólablaði M.R. þá var langt frá því að þessi skóli væri einhver lítill og saklaus félagsskapur. Það voru þarna 1.100 manns þannig að þetta var ekkert lítið samhengi. Það var enginn rosalegur munur á því að birta ljóð í skólablaði M.R. eða í Morgunblaðinu. Stigsmunur, auðvitað, maður var í skjóli skólans, en það skjól var ekki mikið. Allt í einu var maður lesinn af einhverju fólki sem maður þekkti ekki neitt, tiltölulega varnarlaus og búinn að missa alla stjórn á því hvernig textinn var skilinn. Í framhaldinu heldur þetta áform, að verða skáld, áfram og er síðan útfært nánar með alpahúfu, trefli og knarrarkoti sem var auðvitað yfirhöfnin sem Þorsteinn frá Hamri var í utan á Í svörtum kufli.“Alpahúfan yfirlýsing Var það virkilega nauðsynlegur liður í því að staðfesta sig sem skáld að breyta klæðnaðinum? „Já, ég held að það sé nauðsynlegt. Það er eitthvert frávik sem maður lýsir yfir. Sem hefur kosti og galla, auðvitað. En á þessum árum þurfti frávikið ekki að vera meira en þetta, það er erfiðara núna þegar viðmiðin hafa breyst og listamenn eiga ekkert úníform. Frávikið mátti hins vegar ekki vera of mikið. Dagur Sigurðarson fór algjörlega yfir strikið þegar hann mætti til að taka við stúdentsskírteininu húfulaus, í stígvélum og lopapeysu, það var alltof langt frá norminu.“ Listamenn þurftu sem sagt líka að passa inn í fyrirframgefið mót? „Já, og alpahúfan var talsvert notuð sem yfirlýsing um eitthvert val sem menn skömmuðust sín ekki fyrir.“ Þá komum við inn á þá heilögu vandlætingu sem ungskáldið fyllist yfir þessum mönnum sem eru að birta ljóð í skólablaðinu án þess að ætla sér að verða skáld, sem þú lýsir í Táningabók. „Já, það var dálítið sjokk þegar ég komst að því að menn voru ekki í þessu af alvöru. Ég var algjörlega fastur í því frá upphafi að annaðhvort gæfi maður sig allan í skáldskap eða ekki, það væri enginn millivegur.“Stones, Bach og djassinn Árin sem Táningabók spannar eru mikil umbrotaár, ekki síst í tónlist, og auk ljóðskáldanna erlendu sem Sigurður les af áfergju eru helstu goðin Mick Jagger, Jim Morrison og Bob Dylan, hvarflaði aldrei að honum að veita skáldskapnum farveg sem rokksöngvari? „Nei, ég hélt mig við upplestur og „happening“, það fór aldrei út í söng. Ég er því miður ekki tónlistarmenntaður, nota bara eyrun, en er rosalega mikill tónlistarhlustandi og hef verið alla tíð. Samsetning tónlistarmatseðils míns þykir mönnum hins vegar dálítið furðuleg. Ég hef sagt að Rolling Stones séu góðir fyrir hádegi, til þess að vakna almennilega, síðan er Bach alveg nauðsynlegur á daginn eða kvöldin og svo tekur djassinn við þegar líður á nóttina.“ Eitt af því sem vekur athygli og aðdáun í bókunum þínum er þetta óttaleysi gagnvart nýjum og óþekktum aðstæðum. Ekki nóg með það að þú búir einn í herbergi í Reykjavík nýorðinn fjórtán ára heldur ertu nokkrum árum síðar kominn aleinn til Parísar án þess að hafa fastan samastað eða vita yfirhöfuð nokkuð um París. Óx þér aldrei neitt í augum? „Nei, mér fannst einhvern veginn að ég yrði að gefa forsjóninni tækifæri til að koma með einhverjar tilviljanir og óvænta hluti. Eftir á að hyggja var ég þó pínu hissa sjálfur á þessari ævintýramennsku, en ég hef aldrei séð eftir henni.“Bara þessir þrír Þú lýsir því líka í Táningabók hvað þér finnst Ísland óþolandi þegar þú kemur heim eftir einn vetur í París … „Já, ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar verið í eins svakalegu ástar/haturssambandi við land og þjóð. Úr því að ég var byrjaður að skrifa var íslenska það eina sem kom til greina, ég efast um að það sé hægt að vera ljóðskáld á öðru tungumáli en því sem maður mótaðist á. Þannig að ég var ekkert á leiðinni eitthvert annað og auðvitað skiptir það mann máli hvernig umhverfið er. Ísland á þessum tíma var mér einfaldlega ekki að skapi.“ Það kemur líka glögglega fram í Minnisbók hversu mikill borgarbúi þú ert og ég held það hafi komið mörgum mjög á óvart við lestur Bernskubókar að þú skyldir vera alinn upp í sveit norður í landi. „Já, menn komu af fjöllum. En ég er rosalega mikill sveitastrákur í mér, síðan er ég rosalega mikill Reykvíkingur, mótaður þar á unglingsárum af miðborginni og byggingunum á Hagatorgi, og síðast en ekki síst er ég rosalega mikill Parísarbúi og þessar þrjár bækur eru vettvangsgreinagerð fyrir þessum stöðum á þessum þremur tímabilum. Mér finnst þetta ekkert skrýtið, ég er bara þessir þrír menn, ekkert fleiri sko.“Svakalegt að vera táningur Táningabók er algjörlega nauðsynlegur hlekkur í þessa keðju til að skilja hvernig drengurinn í Axarfirðinum þróast yfir í heimsborgara í París, en Sigurður segist þó muna minnst eftir þeim árum sem hann lýsir í henni. „Það er svakalegt að vera fjórtán, fimmtán, sextán ára. Það ætti ekki að leggja það á nokkurn mann. Það fer strax að skána á tján-árunum og nítján ára ertu virkilega orðinn drög að einhverju. Það ertu ekki á tán-árunum. Þá ertu hvorki barn né fullorðinn, þú ert bara ekki neitt. Bara eitthvert fáránlegt apparat í biðstöðu, hvatvís og sérð jafnharðan eftir öllu sem þú segir og gerir. Einhver varnarmekanismi sállíkamans sér sem betur fer til þess að maður gleymir þessum árum að mestu. Það hefur mér tekist en sem betur fer á ég nokkur móment sem ég kemst inn í, auk þess sem dagbækur mínar frá þessum árum komu að miklum notum við skrif bókarinnar.“ Ertu einhverju nær um það hver Sigurður Pálsson er eftir skrif þessara þriggja bóka? „Já, ég held ég átti mig miklu betur á því hvernig ég varð til og hvernig ég mótaðist. Það skiptir held ég miklu máli. Það hjálpar til við að gæta hins huglæga samhengis persónu okkar, eins og Fernando Pessoa sagði að væri hlutverk ljóðlistarinnar. Hið huglæga samhengi sýnir ekki bara þá persónu sem við erum heldur líka þá persónu sem er til í draumum okkar og þá persónu sem við vorum sem börn og unglingar. Ég held það sé mjög mikilvægt og nauðsynlegt að gæta að þessu huglæga samhengi, bæði að hafa aðgang að því og ná einhverju jafnvægi. Þessar bækur snúast á þá sveif, ekki bara gagnvart mér heldur segja viðbrögðin mér að það er eitthvað mikilvægt sem þær gera fyrir lesendur.“ Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sigurður segir sig aldrei hafa langað til að skrifa hefðbundna endurminningabók þar sem atburðir ævinnar eru tíundaðir skipulega, frásagnarmátinn hafi alltaf verið meginatriði. Hver bók hafi afmarkaðan stað og tíma; Minnisbók um Parísarárin, Bernskubók um uppvaxtarárin á Norðausturhorninu og nú Táningabók þar sem sveitastrákurinn kemur til Reykjavíkur og hefst handa við að skapa skáldið Sigurð Pálsson. „Það sem mig langaði verulega til að vinna með í upphafi voru Frakklandsárin en síðan sá ég að ég þyrfti að skrifa tvær í viðbót. Það er ákveðin lína í gegnum hverja bók þannig að lesandanum finnst hann vera á vegi, en höfundurinn hins vegar veður út og suður og það er þessi lína sem leyfir honum að fara í hugrenningatengsl og alls kyns vangaveltur. Mest um skáldskap, skiljanlega, og þá sérstaklega í Táningabók sem fjallar um þann mikilvæga tíma þegar kviknar á þeim áhuga hjá unga manninum. En það eru þarna líka vangaveltur um aðrar listgreinar, um samfélagsmál og hvaðeina.“Tiltölulega varnarlaus Lýsingin á því þegar Sigurður ákveður að verða skáld er sérlega skemmtileg og ekki síst hvernig allt sem hann gerði upp frá því miðaði að því. „Það var skref yfir einhvern þröskuld þegar maður byrjaði að birta ljóð. Þótt það væri „bara“ í skólablaði M.R. þá var langt frá því að þessi skóli væri einhver lítill og saklaus félagsskapur. Það voru þarna 1.100 manns þannig að þetta var ekkert lítið samhengi. Það var enginn rosalegur munur á því að birta ljóð í skólablaði M.R. eða í Morgunblaðinu. Stigsmunur, auðvitað, maður var í skjóli skólans, en það skjól var ekki mikið. Allt í einu var maður lesinn af einhverju fólki sem maður þekkti ekki neitt, tiltölulega varnarlaus og búinn að missa alla stjórn á því hvernig textinn var skilinn. Í framhaldinu heldur þetta áform, að verða skáld, áfram og er síðan útfært nánar með alpahúfu, trefli og knarrarkoti sem var auðvitað yfirhöfnin sem Þorsteinn frá Hamri var í utan á Í svörtum kufli.“Alpahúfan yfirlýsing Var það virkilega nauðsynlegur liður í því að staðfesta sig sem skáld að breyta klæðnaðinum? „Já, ég held að það sé nauðsynlegt. Það er eitthvert frávik sem maður lýsir yfir. Sem hefur kosti og galla, auðvitað. En á þessum árum þurfti frávikið ekki að vera meira en þetta, það er erfiðara núna þegar viðmiðin hafa breyst og listamenn eiga ekkert úníform. Frávikið mátti hins vegar ekki vera of mikið. Dagur Sigurðarson fór algjörlega yfir strikið þegar hann mætti til að taka við stúdentsskírteininu húfulaus, í stígvélum og lopapeysu, það var alltof langt frá norminu.“ Listamenn þurftu sem sagt líka að passa inn í fyrirframgefið mót? „Já, og alpahúfan var talsvert notuð sem yfirlýsing um eitthvert val sem menn skömmuðust sín ekki fyrir.“ Þá komum við inn á þá heilögu vandlætingu sem ungskáldið fyllist yfir þessum mönnum sem eru að birta ljóð í skólablaðinu án þess að ætla sér að verða skáld, sem þú lýsir í Táningabók. „Já, það var dálítið sjokk þegar ég komst að því að menn voru ekki í þessu af alvöru. Ég var algjörlega fastur í því frá upphafi að annaðhvort gæfi maður sig allan í skáldskap eða ekki, það væri enginn millivegur.“Stones, Bach og djassinn Árin sem Táningabók spannar eru mikil umbrotaár, ekki síst í tónlist, og auk ljóðskáldanna erlendu sem Sigurður les af áfergju eru helstu goðin Mick Jagger, Jim Morrison og Bob Dylan, hvarflaði aldrei að honum að veita skáldskapnum farveg sem rokksöngvari? „Nei, ég hélt mig við upplestur og „happening“, það fór aldrei út í söng. Ég er því miður ekki tónlistarmenntaður, nota bara eyrun, en er rosalega mikill tónlistarhlustandi og hef verið alla tíð. Samsetning tónlistarmatseðils míns þykir mönnum hins vegar dálítið furðuleg. Ég hef sagt að Rolling Stones séu góðir fyrir hádegi, til þess að vakna almennilega, síðan er Bach alveg nauðsynlegur á daginn eða kvöldin og svo tekur djassinn við þegar líður á nóttina.“ Eitt af því sem vekur athygli og aðdáun í bókunum þínum er þetta óttaleysi gagnvart nýjum og óþekktum aðstæðum. Ekki nóg með það að þú búir einn í herbergi í Reykjavík nýorðinn fjórtán ára heldur ertu nokkrum árum síðar kominn aleinn til Parísar án þess að hafa fastan samastað eða vita yfirhöfuð nokkuð um París. Óx þér aldrei neitt í augum? „Nei, mér fannst einhvern veginn að ég yrði að gefa forsjóninni tækifæri til að koma með einhverjar tilviljanir og óvænta hluti. Eftir á að hyggja var ég þó pínu hissa sjálfur á þessari ævintýramennsku, en ég hef aldrei séð eftir henni.“Bara þessir þrír Þú lýsir því líka í Táningabók hvað þér finnst Ísland óþolandi þegar þú kemur heim eftir einn vetur í París … „Já, ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar verið í eins svakalegu ástar/haturssambandi við land og þjóð. Úr því að ég var byrjaður að skrifa var íslenska það eina sem kom til greina, ég efast um að það sé hægt að vera ljóðskáld á öðru tungumáli en því sem maður mótaðist á. Þannig að ég var ekkert á leiðinni eitthvert annað og auðvitað skiptir það mann máli hvernig umhverfið er. Ísland á þessum tíma var mér einfaldlega ekki að skapi.“ Það kemur líka glögglega fram í Minnisbók hversu mikill borgarbúi þú ert og ég held það hafi komið mörgum mjög á óvart við lestur Bernskubókar að þú skyldir vera alinn upp í sveit norður í landi. „Já, menn komu af fjöllum. En ég er rosalega mikill sveitastrákur í mér, síðan er ég rosalega mikill Reykvíkingur, mótaður þar á unglingsárum af miðborginni og byggingunum á Hagatorgi, og síðast en ekki síst er ég rosalega mikill Parísarbúi og þessar þrjár bækur eru vettvangsgreinagerð fyrir þessum stöðum á þessum þremur tímabilum. Mér finnst þetta ekkert skrýtið, ég er bara þessir þrír menn, ekkert fleiri sko.“Svakalegt að vera táningur Táningabók er algjörlega nauðsynlegur hlekkur í þessa keðju til að skilja hvernig drengurinn í Axarfirðinum þróast yfir í heimsborgara í París, en Sigurður segist þó muna minnst eftir þeim árum sem hann lýsir í henni. „Það er svakalegt að vera fjórtán, fimmtán, sextán ára. Það ætti ekki að leggja það á nokkurn mann. Það fer strax að skána á tján-árunum og nítján ára ertu virkilega orðinn drög að einhverju. Það ertu ekki á tán-árunum. Þá ertu hvorki barn né fullorðinn, þú ert bara ekki neitt. Bara eitthvert fáránlegt apparat í biðstöðu, hvatvís og sérð jafnharðan eftir öllu sem þú segir og gerir. Einhver varnarmekanismi sállíkamans sér sem betur fer til þess að maður gleymir þessum árum að mestu. Það hefur mér tekist en sem betur fer á ég nokkur móment sem ég kemst inn í, auk þess sem dagbækur mínar frá þessum árum komu að miklum notum við skrif bókarinnar.“ Ertu einhverju nær um það hver Sigurður Pálsson er eftir skrif þessara þriggja bóka? „Já, ég held ég átti mig miklu betur á því hvernig ég varð til og hvernig ég mótaðist. Það skiptir held ég miklu máli. Það hjálpar til við að gæta hins huglæga samhengis persónu okkar, eins og Fernando Pessoa sagði að væri hlutverk ljóðlistarinnar. Hið huglæga samhengi sýnir ekki bara þá persónu sem við erum heldur líka þá persónu sem er til í draumum okkar og þá persónu sem við vorum sem börn og unglingar. Ég held það sé mjög mikilvægt og nauðsynlegt að gæta að þessu huglæga samhengi, bæði að hafa aðgang að því og ná einhverju jafnvægi. Þessar bækur snúast á þá sveif, ekki bara gagnvart mér heldur segja viðbrögðin mér að það er eitthvað mikilvægt sem þær gera fyrir lesendur.“
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira