Anders Fogh í Tjarnargötu: Íhlutun Rússa vakning fyrir NATÓ Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 20:48 Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. Anders Fogh sem er fyrrum forsætisráðherra Danmerkur er hér á landi í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Að loknum fundi þeirra Sigmundar Davíðs í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu héldu þeir fund með fréttamönnum. Ísland er stofnaðili NATÓ og framkvæmdastjórinn ítrekaði mikilvægi Íslands í ljósi legu landsins og stöðu þess á vettvangi bandalagsins. Þá fordæmi hann íhlutun Rússa í Úkraínu en frá því í fyrr á þessu ári hefur NATÓ dregið úr eiginlegu samstarfi við Rússa og eru samskipti bandalagsins við Rússa aðeins diplómatísk í dag. „Aðgerðir Rússa í Úkraínu hafa vakið okkur. Þær sýna að reglunum sem stjórna alþjóðasamskiptum frá lokum kalda stríðsins er ekki lengur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut. Á meðan Rússar fara ekki eftir grundvallarreglum, helstu skjala sem móta rammann utan um samskipti NATÓ og Rússlands, geta samskiptin ekki verið með venjulegum hætti. Við höldum boðleiðum fyrir diplómatískar og pólitískar viðræður opnum gegnum samráðsnefnd NATÓ og Rússlands en allri praktískri samvinnu verður áfram slegið á frest,“ sagði Anders Fogh. Táknræn heimsókn Gunnars Braga og vinátta forsetans við Pútín Ísland hefur harðlega mótmælt íhlututun Rússa í Úkraínu og fór utanríkisráðherra í táknræna heimsókn til Kænugarðs. Ísland hefur hins vegar á síðustu árum átt í góðum diplómatískum samskiptum við Rússland ekki síst vegna vináttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Anders Fogh Rassmussen sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Íslendingar þyrftu að styrkja samband sitt við Bandaríkin vegna vinsamlegra diplómatískra samskipta við Rússa. Hann tók fram að samband Íslands og Bandaríkjanna væri ákvörðun Íslendinga og íslenskra stjórnvalda og sagðist ekki vita annað en að það væri sterkt. Þá efaðist hann ekki um hlutverk Íslands í NATÓ. „Ísland verður áfram skuldbundinn bandamaður í NATÓ. Ég hef alls engar áhyggjur af skuldbindingu Íslands til samvinnunnar í bandalaginu.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. Anders Fogh sem er fyrrum forsætisráðherra Danmerkur er hér á landi í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Að loknum fundi þeirra Sigmundar Davíðs í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu héldu þeir fund með fréttamönnum. Ísland er stofnaðili NATÓ og framkvæmdastjórinn ítrekaði mikilvægi Íslands í ljósi legu landsins og stöðu þess á vettvangi bandalagsins. Þá fordæmi hann íhlutun Rússa í Úkraínu en frá því í fyrr á þessu ári hefur NATÓ dregið úr eiginlegu samstarfi við Rússa og eru samskipti bandalagsins við Rússa aðeins diplómatísk í dag. „Aðgerðir Rússa í Úkraínu hafa vakið okkur. Þær sýna að reglunum sem stjórna alþjóðasamskiptum frá lokum kalda stríðsins er ekki lengur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut. Á meðan Rússar fara ekki eftir grundvallarreglum, helstu skjala sem móta rammann utan um samskipti NATÓ og Rússlands, geta samskiptin ekki verið með venjulegum hætti. Við höldum boðleiðum fyrir diplómatískar og pólitískar viðræður opnum gegnum samráðsnefnd NATÓ og Rússlands en allri praktískri samvinnu verður áfram slegið á frest,“ sagði Anders Fogh. Táknræn heimsókn Gunnars Braga og vinátta forsetans við Pútín Ísland hefur harðlega mótmælt íhlututun Rússa í Úkraínu og fór utanríkisráðherra í táknræna heimsókn til Kænugarðs. Ísland hefur hins vegar á síðustu árum átt í góðum diplómatískum samskiptum við Rússland ekki síst vegna vináttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Anders Fogh Rassmussen sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Íslendingar þyrftu að styrkja samband sitt við Bandaríkin vegna vinsamlegra diplómatískra samskipta við Rússa. Hann tók fram að samband Íslands og Bandaríkjanna væri ákvörðun Íslendinga og íslenskra stjórnvalda og sagðist ekki vita annað en að það væri sterkt. Þá efaðist hann ekki um hlutverk Íslands í NATÓ. „Ísland verður áfram skuldbundinn bandamaður í NATÓ. Ég hef alls engar áhyggjur af skuldbindingu Íslands til samvinnunnar í bandalaginu.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira